Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 27
Hann skildi það ekki. Ónei. Og mér skildist, að eng- inn vildi bekenna það að hafa róið mér út á skip. Ekki að orðlengja það. Ég veit varla, hvert skipið fór. Ég held helzt suður á Spán. Þaðan fór það til Suður-Ame- ríku, að mér skildist — eða til Suður-Afríku, ójá, Kap, Kap. Ég fékk að fljóta með. Ég vissi ekki, hvað ég átti annað að gera af mér. — Til Islands — sagði ég, — til íslands.----Til íslands næsta gang — sagði skipherr- inn. Og svo leið og beið. Aldrei fór það til íslands. Þurfti alltaf að fara eitthvað annað fyrst. Þangað til í sumar. Þá fór það loksins til íslands. Beina leið til Eyja- fjarðar. Kom þangað upp úr miðju sumri. Ég vissi ekki, hvort það kæmi við í Reykjavík í útleið. Þorði ekki að treysta því, ha? Fór því í land í Eyjafirði. Hef gengið alla leið þaðan. Hef oftast nær verið á ferðinni. Kom við hjá bóndanum, sem ég var hjá í kaupavinnunni. Var þar hálfan mánuð eða kannske þrjár vikur. Heimsótti kunningjana fyrir vestan. Stundum þurfti ég að stoppa einn dag eða nokkra daga til þess að vinna mér fyrir ferðakostnaði. Ekki hægt að fara landshomanna á milli án þess að geta keypt sér á ferðapelann, ónei, þú skil- ur það. í Reykjavík var mér sagt, að þú hefðir verið flutt austur. Einhver sagði mér, að þú værir gift. Ójá. Seinna var mér sagt það aftur og aftur. Svo ég var far- inn að trúa því. Ög það fylgdi sögunni, að maðurinn, sem þú hefðir gifzt, væri þjófur. Loksins komst ég að því, að þessi maður væri hann Gvendur. Þá var ég hlessa, ha?“ Og nú brosti Palli, leit aðeins á Gvend, sneri sér svo til Möngu og sagði: „Manstu, þegar hann bað þín hér um árið? — Er ekki alveg rétt að við sláum saman? — Var það ekki soleiðis, ha?“ En Manga sagði ekkert. Varð þögn litla stund. Palli horfði á Möngu. Og þegar hann þóttist viss um, að hún myndi engu svara, þá sagði hann: „Kemurðu ekki með mér upp að Laugum á morgun, ég er búinn að ámálga við hann séra Ingimund, að við fáum að vera hjá honum til vors?“ „Og vill séra Ingimundur það?“ spurði Manga. „Vill hann það? Ha? Því ætti hann ekki að vilja það?“ sagði Palli. „Viltu kannske ekki fara frá honum Gvendi, viltu það kannske ekld, ha?“ Manga svaraði ekki alveg strax, svo sagði hún: „Jæja, ég býst nú við, að ég teljist hans hjú til kross- messu.“ Þegar hér var komið sögu, var auðséð, að vinnumað- urinn frá Laugum og Steini voru farnir að ókyrrast. Að vísu voru þeir ekki búnir að standa lengi við, en Dóri var holdvotur og þótti sjálfsagt ekki mikið til þess koma að standa þarna upp á endann á pallskákinni, enda þótt fróðlegt væri út af fyrir sig að fylgjast með því, sem fram fór. Vildu þeir Steini mega hverfa heim að Bökk- unum og taka á sig náðir. Snýr nú Steini sér til Páls og spyr hann, hvort ekki myndi rétt, að þeir færu upp að Bökkunum og svæfu þar til morguns, en þá gætu þau talað sig betur niður á því, hvað gera skyldi. „Farið þið,“ sagði Palli. „JVIanga ætlar að gefa mér bita, svo kem ég.“ „Það er nú ekki mikið til fyrir hendi,“ sagði Manga vandræðalega, stóð upp og skotraði augunum til Gvend- ar, sem enn sat í sömu stellingum með höfuðið niður á bringu. Manga þreif nú koluna og skauzt niður stig- ann. Þeir Dóri og Steini notuðu tækifærið og fóru ofan á eftir henni og inn í eldhúsið til þess að ráða ráðum sínum. Þótti öllum æskilegast, að Páll færi sem fyrst með þeim félögum upp að Bökkunum. Vildi Manga ekki tefja lengi niðri, með því að þeir sátu einir uppi í myrkrinu, Gvendur og Palli. Tók hún það, sem hendi var næst, vænan lið af hraununum, lét í askinn sinn og fór með upp. Aftur á móti urðu þeir Steini og Dóri eftir í eldhúsinu. Fengu þeir leyfi Möngu til að skara í eldinn, sem lá falinn í hlóðunum. Var ætlun þeirra að baka sig við hann um stund og hlýja sér. Og er eld- urinn tók að glæðast hafði Dóri enginn umsvif um það annað en hann fór úr spjörunum, hverri af annarri, þangað til hann stóð nakinn á eldhúsgólfinu. Vatt hann nú föt sín öll eins vel og hann gat. Hjálpaði Steini hon- um til. Eldurinn var nú farinn að loga sæmilega og lagði bjarmann um eldhúsið, en þeir félagar fóru að gera að gamni sínu. Undu þeir föt Dóra á milli sín og reyndu afl sitt, hvor gæti undið af hinum. Voru þetta ullarföt, vel þæfð og svellþykk, svo þau þoldu karl- mannleg átök. Þóttust þeir ætla að þurrvinda fötin. Voru þeir alllangan tíma að sýsla við þetta og hugsuðu ekki um annað. Loks fór Dóri að tína á sig spjarirnar aftur. Eftir það biðu þeir enn nokkra stund í eldhús- inu og bökuðu sig við eldinn. Töluðu þeir um heima og geima, hafði Dóri aðallega orðið. Óð allmikið á hon- um. Var hann fyrst að lýsa ferðalaginu frá Laugum þá um kvöldið. Fór hann um það mörgum orðum og spaugilegum, svo að þeir voru famir að hlæja áður en varði. Þegar það hafði gengið um hríð, jókst samtalið orð af orði, þangað til Dóri var farinn að lýsa heimilis- lífinu á Laugum, búskapnum, afkomu, fénaðarhöldum, heimilisbrag o. s. frv. Var þarna svo mikið umræðu- efni, að nægt hefði til morguns eða lengur, ef þeir hefðu ekki verið ónáðaðir. Því einmitt þegar Dóri var í miðri setningu að lýsa þriggja vetra fola, brúnskjóttum, vökr- um, glaseygðum, styggum og fjörugum, áreiðanlega ágætisefni í reiðhest — þá kom Manga inn í eldhúsið með koluna í annarri hendi og askinn í hinni og sagði: „ErPalli hér?“ Þegar Manga var farin niður að sækja Páli bita, tók hann upp flösku sína og setti á munn sér. Var þá ekki hálfur sopi eftir í henni. Hefur Páli fundizt það nokkuð lítið, því að hann ávarpaði nú Gvend blíðum orðum og sagði: „Gvendur, Gvendur, áttu bragð?“ Gvendur hrökk við. Var eins og hann vaknaði af svefni, reisti sig upp og glennti upp augun. Sá hann ekkert nema rétt móta fyrir glugganum. Svaraði hann Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.