Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 31
inn í skoðun sinni. En yfirleitt lét hann hana ekki í Ijós, nema við Möngu. Við hana var hann ekki myrkur í máli. Var hann skilyrðislaust á móti bæði lögum og rétti, en dýrkaði aftur á móti réttlætið eins og guð. Sagði hann, að hreppstjórinn og hans nótar gætu haldið sig við þessi lög og teygt þau og togað eins og púkinn skóbótina, væri hann réttlætismaður og yrði alltaf. Og reyndar gæti hann trúað Möngu fyrir því, að nú fynd- ist sér sem hann mætti um frjálst höfuð strjúka, er hann vissi að réttlætið sæti á valdastóli hér í sýslunni, öllum bölvuðum hreppstjórum ofar, enda vonaði hann, að hann lifði ekki lengur en svo, að réttlætið héldi hér velli. Er óþarft að taka það fram, að réttlætið og Þór- arinn sýslumaður var eitt og hið sama í augum Gvendar. Allt þetta tal um lögvísi og alla hennar vegu hafði dregið rnjög úr ræðum manna um komu Páls að Bakka- koti og hvarf hans að vörmu spori. Þegar kom fram á sumar, var umtalið um það mál farið að réna og í þann veginn að lognast út af. En þá kom förukarl með þá fregn, að Páll hefði átt að sjást fyrir vestan. „Já, blessuð vertu,“ sagði karí, „hann er þar í góðu yfirlæti, að sagt er, mikil ósköp, og kominn í tygi við einhvern kvenmann.“ Þetta þóttu fréttir. Fréttamaður fékk að éta á hverj- um bæ. En þegar hann var nýskroppinn út úr hreppn- unt, fannst Páll. Hann fannst í Illu-Keldu. Hann hafði farið þar ofan í djúpan hyl og lent undir holbakka. Þar hafði hann verið um veturinn og sumarið fram á haust, en þá losnað. Hann fannst rétt hjá vaðinu. Og það var Gvend- ur, sem fann hann. Hann átti að venju leið upp að Bökkunum. Líkið lét furðu lítið á sjá. Gvendur veitti því nábjargirnar, krossaði yfir það og breiddi treyjuna sína yfir andlitið. Síðan hraðaði hann sér upp að Bökk- unum og sagði Brynjólfi fréttirnar. Brynjólfur brá skjótt við, lét sækja líkið og fór sjálfur suður að Bakkakoti með Gvendi. Vildi Gvendur ekki taka að sér að til- kynna Möngu líkfundinn. Manga tók fréttinni með jafnaðargeði. Sagðist sossum alltaf hafa búizt við þessu. Svo skauzt hún inn í eldhús og sást ekki meir. Gvend- ur bauð Brynjólfi upp á baðstofupall, en Brynjólfur sagðist ekki hafa tíma til að tefja. Hann ætlaði að fara með Pál heitinn upp að Laugum þá þegar og tilkynna prófasti og svo hreppstjóra fundinn. Hann bjóst við að hreppstjóri léti skoða líkið, og það lét hreppstjóri gera, mjög rækilega. En ekkert sást á því, sem benti til, að maðurinn hefði hlotið nokkurn áverka áður en hann dó. Svo það var ekki um annað að ræða en leyfa greftrun. Hún fór fram viku síðar að viðstöddu fjöl- menni. Þó hafði engum verið boðið, og ekki hægt að segja, að hér væri verið að jarða mann úr heldri manna röð. Manga sat milli þeirra Kristínar Kjartansdóttur og maddömu Ragnhildar. Það fór ósköp lítið fyrir henni. Hún grét mikið meðan verið var að syngja — Allt eins og blómstrið eina —. Eftir jarðarförina fékk fólk veitingar heima á Laug- um. Enginn vissi almennilega, hver stóð kostnaðinn af þessari jarðarför. Brynjólfur hafði smíðað utan um og gefið kistuna, það var víst. Og séra Ingimundur, ætli hann hafi ekki gefið ræðuna og góðgerðirnar? Svo mik- ið var víst, að hreppurinn hafði aldrei neinn kostnað af þessu. Og ekki hafði sá framliðni látið eftir sig auð- æfin. Allt, sem eftir hann fannst, var þriggja pela flaska, tóm. (Framhald.) Olkelda í Sta&arsveit f grein Stefáns Jónssonar „Hitalindir og heilsu- brunnar" sem birtist í febrúar-hefti Heima er bezt, birtist ljósmynd á bls. 59, sem sögð er vera af Öl- keldu í Staðarsteit. Á myndinni sést aðeins skúr- bygging sem er í nágrenni bæjarins, en á myndinni hér að ofan sést heim að bænum Ölkeldu í Staðar- sveit. BRÉFASKIPTI Elin Sigvaldadóttir og Adda Sigvaldadóttir, Hofsárkoti, Svarf- aðardal, Eyjafjarðarsýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—13 ára. Mynd fylgi. Anna M. Sveinsdóttir, Kirkjuhvoli, Stöðvarfirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—17 ára. Dagný Sverrisdóttir, Bræðraborg, Stöðvarfirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—20 ára. Halldóra ívarsdóttir, Flögu, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Maria ívarsdóttir, Flögu, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfa- skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 9—11 ára. Eiður Árnason og Hjalti Pálsson, Dvergasteini, Laugum, Reykja- dal, S.-Þing., óska eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin- um 15—17 ára. Heima er bezt 147

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.