Heima er bezt - 01.04.1963, Side 35

Heima er bezt - 01.04.1963, Side 35
163. Maður kemur þjótandi til ráðs- mannsins og segir: „Eg er dyravörður hérna! — Það er vélhjól þarna yfir í bíl- skúrnum. Og ef þér kunnið á það, getið þér bara tekið það og flogið á eftir hon- um! . .. .“ 164. Að vörmu spori sitjum við báðir á vélhjólinu og brunum út á veginn. Með 100 kílómetra hraða þeytist hjólið áfram eftir þjóðveginum, og smellirnir eru þéttir og snarpir eins og í hríðskota- byssu. 165. Flökku-Jói hefur sannarlega ekki sparað benzxngasið. Þótt við ökum á há- marks hraða, tekur það bæði tíu og tutt- ugu mínútur, áður en við sjáum aftan- undir hann á flótta-bílnum. 166. En nú sjáum við moldrokið þyrl- ast upp í vegbugðu langt framundan. Þarna er Flökku-Jói! Ráðsmaðurinn eyk- ur benzíngjöfina í hámark og leggst framá hjólið, og smám saman sígum við á hann og nálgumst hann í sífellu. 167. Flökku-Jóa er nú orðið ljóst, að við munum bráðum ná honum. Hann hugsar sér því að reyna að hrista ofsókn- armennina af sér með harðneskjubrögð- um. Hann þverbeygir inn á grýttan og brattan skógarstíg. 168. Við verðum brátt að hætta elting- arleiknum á vélhjólinu á þessum ófæra vegi. Við skiljum því hjólið eftir og hlaupum á eftir flutningabílnum, sem mjakast þunglamalega áfram í torfær- unum. 169. Ekki líður á löngu, þar til Flökku- Jói verður einnig að gefast upp, segir ráðsmaðurinn. Og honum ratast satt á munn. Allt í einu situr bíllinn fastur í djúpri gryfju, og Flökku-Jói verður að stökkva út úr honum og taka til fótanna. 170. Við erum alveg á hælunum á hon- um. En þegar við komum að gömlu van- ræktu námasvæði, er Flökku-Jói allt í einu horfinn, eins og jörðin hafi gleypt hann. Við nemum staðar og veltum fyrir okkur, hvað nú skuli taka til bragðs. 171. Við leitum þarna vandlega. Loks- ins finnum við dálítil göng, sem liggja beint inn í bergið. Skyldi það geta hugs- ast, að Flökku-Jói hafi ætlað að reyna að fela sig þarna? Ekki var það beinlínis líklegt.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.