Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 6
vanti sárlega. Það getur ekki talizt auðugt að „gömlum
bókum“. Blaðasafnið er mikið og gott og merkilegt.
Allstórt filmusafn er til, og eykst það vonandi á kom-
andi árum. I því eru nær allar prestsþjónustubækur
landsins, manntöl, Æfir lærðra manna eftir Hannes
Þorsteinsson, Prestaæfir Sighvats Borgfirðings, Ættar-
tölubækur Snókdalíns og ýmislegt fleira af því tagi.
Gaman væri ef safnið gæti orðið dálítil miðstöð norð-
lenzkra fræða í framtíðinni.
En svo munu ýmsar endurbætur og breytingar vera
á prjónunum?
Fyrir rúmu ári var safnið lokað í fjóra mánuði með-
an verið var að gera nokkrar endurbætur á húsnæði
þess og fyrirkomulagi, lesstofa og afgreiðsla voru mál-
uð, fengin ný húsgögn, skipt um bækur í lesstofu og
komið á sjálfbeina, þannig að menn ganga sjálfir í hill-
urnar og velja sér bækur. Virðast þessar breytingar hafa
fallið mönnum vel í geð, því að aðsókn hefur aukizt
verulega, en annars er ókleift að hugsa um nokkrar
verulegar breytingar í núverandi húsnæði. Verður það
að bíða þangað til flutt verður í hið nýja hús, sem
byrjað var á sl. sumar. Langmesta og mikilvægasta
breytingin er sú, að við erum nú að byrja að skipta
því í tvær deildir, útiánadeild og geymsludeild. Sam-
kvæmt lögum fær safnið eitt eintak ókeypis af öllu
prentuðu máli á íslenzku, og ber skylda að varðveita
það. Þetta hefur ekki verið hægt á liðnum árum sakir
féleysis, nema að nokkru leyti. Nú er ætlunin að breyta
þessu, og frá og með árinu 1962 verða allar bækur, sem
safnið fær frá Landsbókasafni skráðar sérstaklega og
geymdar, og ekki lánaðar út úr safninu, nema í fræði-
legum tilgangi eða sérstakar ástæður séu fyrir hendi og
þá gegn betri tryggingu en venja er um útlánabækur.
Þegar aldir líða, á geymsludeild safnsins að verða minn-
isvarði um íslenzka menningu, og hið eiginlega bóka-
safn. Auðvitað er kostnaðarauki að þessari breytingu,
bæði kostar hún aukin bókakaup og alimjög aukna
vinnu, því að starfið við geymslusafnið krefst enn meiri
nákvæmni og alúðar, en þörf er á í venjulegri útlána-
deild.
Bækur útlánadeildar mundi ég reikna fremur sem
rekstrarkostnað en eign. Þær ganga úr sér og týna töl-
unni. Erlendis er talið, að bók þoli um 60 útlán að
meðaltali og varla er sú tala hærri hérlendis. Ef til vill
má eitthvað gera til þess bækurnar endist betur, t. d.
taka bók úr umferð til aðgerðar um leið og hún byrjar
að bila, því að þá gengur eyðileggingin jafnan fljótt,
ef ekkert er að gert. Sennilega er einnig hagur í að
klæða allar bækur í forlagsbandi í plastpappír, þótt
hann sé að vísu nokkuð dýr.
Þú kallaðir bækur útlánadeildar reksturskostnað,
kaupið þið allar bækur hennar?
Já, þetta 1—4 eintök af hverri íslenzkri bók, flestar í
bandi, þótt ónýtt sé, því að annars kæmu þær of seint
í hillurnar. Einnig kaupum við talsvert af erlendum
bókum árlega, en þetta er allt dýrt eins og þú veizt.
Hvaðan fær safnið rekstrarfé?
Bæjarsjóður Akureyrar ber í raun réttri allan þung-
ann af rekstri safnsins. Framlag bæjarins er 365 þúsund
krónur í ár, ríkissjóður leggur til 37 þúsund og Eyja-
fjarðarsýsla 12 þúsund krónur. En með nýju bókasafns-
lögunum hækkar framlag ríkissjóðs í rúm 200 þúsund
krónur. Annars er öll okkar framtíð komin undir skiln-
ingi fjármálayfirvaldanna. Borgararnir eiga að heimta
góða bókasafnsþjónustu, en hún kostar mikið fé. En
þetta er að mínu áliti eyðsla, sem borgar sig, eins og
skólarnir. Skólar og bókasöfn eiga í framtíðinni að sitja
við sama borð enda er markmið beggja hið sama.
Er ekki samvinna milli bókasafnanna í landinu?
Nei, ekki er það enn, en það finnst mér knýjandi
nauðsyn, að þau tækju upp náið samstarf og ættu bóka-
fulltrúi og Landsbókasafn að hafa forystu þar um. T. d.
ættu öll bókasöfn að hafa sameiginlega innkaupastofn-
un á öllum erlendum bókum og rekstrarvörum. Sú
stofnun ætti einnig að sjá um bókband fyrir öll söfn-
in. Landsbókasafnið ætti að taka upp útgáfu skráning-
arkorta, sem öll bókasöfnin gerðust áskrifendur að. Ár-
bók Landsbókasafnsins, hið ágæta rit, þyrfti að birt-
ast miklu örar en nú, enda er henni of þröngur stakk-
ur skorinn. Komið gæti til mála, að jafnframt henni
væri gefið út missirisrit, sem Landsbókasafn og bóka-
fulltrúi stæðu að, þar sem birtar væru bókaskrár og
fróðleikur er bókasöfn varðar.
Já, og nú er byrjað að byggja yfir safnið, hyggur þú
ekki gott til þess?
Jú, loksins, loksins er bókhlaðan tekin að rísa af
grunni. Og nú verður ekki aftur snúið. Kannske verð-
ur hún mörg ár í smíðum. En einhvern tíma verður
hún fullbúin, og við flytjum.
Þetta mun verða mikil bygging og góð?
Já, svo mikil og góð, að mér næstum óar við að flytja
úr þessari blessaðri holu, sem við nú erum í og í þessa
höJl. Húsið er um 30 m á lengd og 16 m breitt, tvær
hæðir. Útlánadeild verður á neðri hæð, en lestrarsalur
og filmusafn á efri hæð. Bókageymslur og vinnuher-
bergi eru á þrem hæðum bakatil í húsinu, og verður
Eléraðsbókasafnið á efstu hæðinni. Ég vona að þetta
verði gott hús, sem gegni því menningarhlutverki, sem
því er ætlað.
Hafa þessi byggingarmál verið lengi á döfinni?
Víst um það. Áreiðanlega hátt á sjötta áratug. Þegar
amtsráðið afhenti sýslu og bæ safnið var það sett að
sldlyrði, að byggt yrði yfir það, eldtraust hús með
bókageymslu og lestrarstofu. Borgarafundur, sem hald-
inn var um málið 1905, samþykkti að verða við þess-
ari kröfu. Og efnt var til samskota og hálfum mánuði
síðar voru komnar inn í loforðum 975 krónur, sem var
mikið fé í þann tíma. Þetta mundi nálgast hundrað
þúsund krónur í nútíma fé, og hefur þá verið meira
en tíundi hluti alls byggingarkostnaðar. Heldurðu að
við gætum núna safnað 500 til 600 þúsund krónum á
örskömmum tíma til bókasafnsbyggingar?
Ég held varla, en þó er ekki gott að segja, en hvernig
fór þetta svo?
410 Heima er bezt