Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 7
Bæjarstjórnin treysti sér ekki til frekari framkvæmda,
og málið lá niðri um langan tíma, þótt öðru hverju væri
á því bryddað. Þannig var samþykkt 1915 að fá upp-
drátt að bókasafnshúsi, og það ítrekað tveimur árum
síðar. Um 1930 tók bókasafnsnefnd fjörkipp og ákvað
nú að hefjast handa, en ekkert gerðist. Þá var það að
Stúdentafélagið gekk í málið, og hóf forgöngu um, að
á aldarafmæli síra Matthíasar yrði reist bókhlaða til
minningar um hann. Hét það 30 þús. króna framlagi,
og fékk bæ og ríki til að heita 30 þúsundum hvort. En
þá var áætlað að bókhlaða mundi kosta um 100 þús-
und. Efnt var til samkeppni um beztu teikningu og
hlutu fyrstu verðlaun þeir arkitektarnir Gunnlaugur
Halldórsson og Bárður Isleifsson, sem báðir voru þá
kornungir menn. Þá fékkst einnig samþykkt, að bær-
inn legði lóðina vestan Brekkugötu og norðan Odd-
eyrargötu til bókhlöðubyggingar, þar sem byggingin'
er nú hafin. Þegar svona langt var komið hefði mátt
ætla að öllu væri siglt í trausta höfn. En nú fór sem
fyrr, málið tafðist, fyrst vegna kreppuáranna og banns
við fjárfestingu í bili. En síðar kom verðhækkun, og
fé það, er safnazt hafði varð sífellt verðminna. Bætt var
úr bráðabirgðaþörf safnsins með því að kaupa húsnæði
það, sem það nú er í.
Loks gerist það 10. maí 1960, að bæjarstjórn Akur-
eyrar gerir svofellda samþykkt á fundi þann dag:
„Bæjarstjórn samþykkir að minnast 100 ára af-
mælis bæjarins m. a. með þeim hætti að láta reisa
hús yfir Amtsbókasafnið á Akureyri. Verði undir-
búningi hraðað eins og unnt er, og að því stefnt,
að framkvæmdir verði hafnar á 100 ára afmælinu.“
Því miður seinkaði undirbúningi svo, að framkvæmd-
ir hófust ekki fyrr en sl. sumar. Arkitektarnir, sem verð-
laun hlutu fyrir aldarfjórðungi fyrir Matthíasarbók-
hlöðuna, hafa nú teiknað bókhlöðuna á ný í nýjum
stíl og eftir nýjustu kröfum nýrra tíma.
Þú nefndir áðan héraðsskjalasafn. A það að verða ein
deild safnsins?
Já, það vona ég, og ekki sú ómerkasta. Því er ætlað-
ur staður á efstu hæð hússins, og filmusafnið verður í
nánum tengslum við það. Þarna er ætlunin að verðveita
allt sltjalasafn kaupstaðarins ásamt öllum skjölum sýslu-
manns- og bæjarfógetaembættisins, og verða öll þau
skjöl, sem nú eru í Þjóðskjalasafninu frá þessum aðil-
um, flutt hingað. Einnig viljum við safna hingað öll-
um skjölum og skilríkjum, sem snerta Eyfirðinga og
Akureyringa, annað hvort sem frumritum eða film-
um, sé ekki annars kostur. Af þessum hlutum má nefna
auk hinna eiginlegu opinberu skjala, bæjar, sýslu og
sveitarfélaga, gerðabækur og reikninga alls konar fé-
laga og stofnana, bæði þeirra, sem enn starfa og dáið
hafa út, handrit alls konar, byggingarbréf og önnur
jarðaskilríki, sendibréf, dagbækur, ljósmyndir og ann-
að það, sem fróðleik geymir um sögu og menningu hér-
aðsins, á liðnum tímum og í nútíð. Mér þykir trúlegt,
að enn sé margt af slíkum hlutum úti um héraðið, en
hver seinastur mun nú verða að ná þessu saman. En
ekkert plagg er svo vesælt, að það geti ekki haft ein-
hverja þýðingu seinna. Vænt þætti mér um, ef þú vild-
ir láta það berast út um héraðið, að Amtsbókasafninu
væri mjög kært að ná sambandi við áhugamenn víðs
vegar um héraðið, sem hafa vildu forystu um söfnun
þessara gagna, hver í sínu nágrenni. En þetta þolir enga
bið. Safnið mun taka allt, sem berst, til góðrar geymslu
þegar í stað, en tæpast er unnt að skrá það eða raða því
fyrr en nýja bókhlaðan er fullbúin og í hana flutt.
Mér skilst að skjalasafn þetta verði ekki síður sýsl-
unnar og héraðsins en bæjarins. Þú nefndir áðan styrk
úr sýslusjóði. Eiga þá allir Eyfirðingar rétt til afnota
af safninu ef þeir kjósa?
Amtsbókasafnið er sjálfseignarstofnun, undir stjórn,
sem bæjarstjórn Akureyrar kýs. Og eins og ég gat fyrr
ber bæjarsjóður meginþungann af rekstri þess. Þó get-
ur það ekki talizt hreint bæjarbókasafn. Og það væri
mér mikil ánægja, ef fólk úr grannsveitunum vildi nota
sér þá þjónustu, sem safnið veitir. Að sönnu þori ég
varla að auglýsa það mikið, því ef aðsókn ykist mikið
frá því, sem nú er, gætum við varla sinnt öllum sem
skyldi vegna bókaskorts. En ég vona og trúi því, að
þetta standi allt til mikilla bóta. Eg er líka sannfærður
um, að á komandi tímum mun safnið víkka starfssvið
sitt. Einhvern tíma verður það gert að miðsafni fyrir
allt Norðurland, sem sinnir þörfum lestrarfélaga og
sveitabókasafna á svæðinu. Ég spái því einnig, að eftir
aldarfjórðung hafi Amtsbókasafnið 2—3 bókabíla í
þjónustu sinni, sem flytja þennan háskóla alþýðunnar
út um dreifðar byggðir Norðurlands.
Er það nokkuð fleira, sem þú vildir segja mér um
safnið og þær vonir, sem við það eru tengdar?
Ég gæti áreiðanlega haldið áfram að rabba við þig
um þessa hluti miklu lengur en þú entist til að hlusta
eða skrifa, en bezt mun vera að láta staðar numið. Ég
vil einungis bæta þessu við. Ég el í brjósti miklar vonir
um framtíð safnsins. Þegar það flytur í hina nýju bók-
hlöðu verða mikil og góð þáttaskil í sögu þessarar elztu
menningarstofnunar kaupstaðarins. I hálfa aðra öld hef-
ur hún verið á hálfgerðum hrakhólum, og lengstum bú-
ið við kotungskjör. I hinni nýju bókhlöðu ætti Amts-
bókasafnið á Akureyri að geta orðið höfuðból, traust
athvarf norðlenzkra mennta. — Draumar kynslóðanna
rætast stundum seint — en þeir rætast.
Ég þakka Árna Jónssyni fyrir góð og greið svör. Og
vil að endingu taka undir þá áskorun hans til Eyfirð-
inga og Akureyringa, að þeir bregðist vel við um söfn-
un skjala til héraðsskjalasafnsins. Með því er unnið mik-
ið menningarstarf, og það ætti að verða okkur Eyfirð-
ingum metnaðarmál, að slíkt héraðsskjalasafn yrði sem
fullkomnast. Að svo mæltu óska ég þess Amtsbókasafn-
inu til handa, að það fái sem lengst notið síns dugmikla
og hugmyndafrjóa bókavarðar, og draumar hans um
framtíð safnsins og hlutverk rætist sem fyrst.
St. Std.
Heima er bezt 411