Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 15

Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 15
hann staðnæmdist örlitla stund til að grípa egg. Víða hagaði þannig til að sigmaðurinn gat fikrað sig áfram stað úr stað án þess að þurfa að kasta sér frá berginu í kaðlinúm. Við sáum manninn grípa hvert eggið af öðru og stinga í poka sinn, sem var bundinn á bak hon- um. Eitthvað hafði farið forgörðum af eggjunum, því við sáum leka í stríðum straumum úr pokanum. Samt var þetta góð ferð hjá honum, því seinna — þegar við komum upp á bjargbrúnina — fréttum við að hann hafi komið upp með 342 egg heil i þessari einu ferð. Það er með því mesta sem gerist. FLEKAVEIÐAR. Nú erum við að komast upp undir eyna og áður en varir siglum við framhjá einhverjum fjölum á sjónum, er voru alsetnar fugli. í fyrstunni datt mér ekkert illt í hug, og það var ekki fyrr en einn bátsverja hrópaði: „Sjáið þið flekaveiðarnar!" að upp fyrir mér rann ljós, ný ömurleg staðreynd, sem ég hafði skoðað sem óraun- verulega sögulega heimild aftan úr miðaldagrárri forn- eskju, en væri löngu úr sögunni, gleymt og grafið og það væri gjörsamlega útilokað og óhugsandi að fyrir- Drangey er öll þverhnípt og viðast hvar samfellt hengiflug í sjó niður. Sd sem missir fótanna og hrapar á enga lífsvon. I baksýn er Kerlingin. Kerlingin. bæri sem þetta þekktist í nútíma þjóðfélagi. Ég hafði lesið um flekaveiðar við Drangey í Lærdómslistafélags- ritunum á seinni hluta 18. aldar og þá voru þær í raun- inni sjálfsagðar. Ríkti hungur í landinu og önnur vopn eða aðrar veiðiaðferðir voru ekki tiltækilegar. Drangey var í þá daga forðabúr Skagfirðinga og fuglinn og egg- in úr henni komust á nær hvert einasta býli í héraðinu. Það hefur vafalaust bjargað lífi fjölda fólks fyrr og síðar. Viðhorfin í dag eru önnur. Hver sem nennir að rétta út hendina hefur gnægð matfanga og miðalda veiðiaðferðir og dýrapyndingar eru ekki lengur rétt- lætanlegar. ÓMANNÚÐLEGAR PYNDINGAR. Þarna sáum við fuglinn berjast um á flekanum, vit- stola af hræðslu og þrá eftir frelsi, þar til allur máttur var þrotinn þá kúrði hann sig niður og hreyfði sig ekki þótt báturinn kæmi alveg upp að flekanum. Flekaveiðar eru mér vitanlega hvergi stundaðar nerna við Drangey. I aðaldráttum eru þær þannig, að þrem flekum er fest saman, hver þeirra um metri á lengd og hálfur metri á breidd. Þeir eru tengdir saman með þunn- um fjölum. Boruð eru göt á flekana og í gegnum þessi göt er þrætt snæri. Þegar fuglinn sezt á flekana og gengur eftir þeim dregst snærið til og snarast að fót- Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.