Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 19
EIRIKUR SIGURÐSSON:
Siguröur Póréarson frá Flatey
á Mýrum
(Niðurlag.)
BÚSKAPUR OG EFRI ÁR
Vorið 1897 fluttu foreldrar mínir að Reyðará í Lóni,
en það var eignarjörð Eiríks í Hlíð. Byggðu þau íbúð-
arhús um sumarið og bjuggu sig undir framtíðarbú-
skap. Með þeim var Solveig, ein af dætrum Eiríks og
ólst hún upp hjá þeim upp frá því. En dvölin á Reyð-
ará varð styttri en þau höfðu ætlað.
Þetta sama vor fiuttu þau Eiríkur og Sigríður með
allt sitt fólk til Papeyjar. Hafði Eiríkur keypt eyjuna
af Lárusi Guðmundssyni hinum ríka um vorið.
Þessi undarlega ráðbreytni kom af því, að Eiríki var
ráðlagt af læknum að flytja að sjó af heilsufarsástæð-
um. Gekk hann með nýrnaveiki og var þetta eins konar
örþrifaráð. En í Papey leit Eiríkur aldrei glaðan dag
og fór heilsu hans stöðugt hrakandi.
Vegna þessa heilsuleysis fór hann þess á leit við föð-
ur minn, að hann flytti einnig til Papeyjar til að taka
við ráðsmannsstarfi á heimilinu. Voru þó margir full-
orðnir karlmenn þar í heimili. En honum trúði hann
bezt fyrir forsjá heimilisins. Þessu gátu foreldrar mínir
ekki neitað, þótt þau sæju bæði eftir að fara frá Reyð-
ará. Vorið 1897 fluttu þau svo til Papeyjar og var þar
með lokið búskap þeirra á Reyðará.
Bjargræði var margs konar í Papey og mildð starfs-
svið, sjósókn var þar talsverð og stutt að róa. Eggja-
og dúntekja á vorin og fuglaveiði í björgunum á sumr-
in. En þar var afskekkt og sjóleiðin til lands ekki hættu-
laus meðal annars vegna strauma í sundunum.
Faðir minn hóf bjargsig þetta sumar, þótt hann væri
því gersamlega óvanur. Hann var kjarkgóður og gekk
þetta vel. En það sagði móðir mín mér, að oft hafði
hún verið hrædd um hann í björgunum, einkum eftir
það, að eitt sinn þegar hann kom upp á bjargið, var
hann allur blóðugur á höfðinu. Hafði þá losnað ein-
hver steinarða úr bjargbrúninni og komið við höfuð-
ið á honum.
En dvöl foreldra minna varð ekki löng í Papey.
Heilsu Eiríks hnignaði stöðugt og var hann mest rúm-
fastur um veturinn og lézt 15. maí 1899 aðeins 49 ára
að aldri. Hann var jarðsettur þar í kirkjugarðinum við
litlu kirkjuna. Löngu síðar, þegar Sigríður kona hans
dó, var hún jarðsett við hlið hans.
En Hlíðarfólkið undi ekki í Papey. Það seldi Pap-
eyna rúmu ári eftir, vorið 1900, eftir þriggja ára
dvöl þar, Gísla Þorvarðssyni, sem síðar bjó þar lengi.
Foreldrar mínir fluttu þá að Hamarsseli í Hamarsdal
og hófu þar búskap. Sumt af yngri börnum Sigríðar
fylgdi þeim, en sjálf flutti hún að Reyðará með hin
börnin en var þar stutt. Síðar kom hún einnig í Ham-
arssel og var þar um tíma.
Hamarsselið, sem er þriggja stundarfjórðunga gang-
ur frá Hamri er góð sauðjörð, en heyskapur fremur
lítill. Aðalengið var úti í svokölluðu Landi, en það er
mest mýrlendi. Þá var einnig heyjað út á Selhjalla og
uppi í Fellum. Túnið var lítið og þýft.
Ekld byrjaði búskapurinn vel í Hamarsseli. Um vor-
ið þegar faðir minn var að flytja búslóð Sigríðar Bjama-
dóttur á báti suður að Starmýri í Álftafirði, vildi það
slys til að skot hljóp úr byssu og lenti það í brjósti
föður míns. Lá hann lengi í skotsárinu á Borg í Djúpa-
vogi og hjúkraði móðir mín honum fyrst. En síðar um
vorið, er hann kom að Hamarsseli og fór að sinna vor-
verkum, þoldi hann ekki viðbrigðin, lagðist í lungna-
bólgu og lá lengi sumars.
Ekki verður hér skýrt neitt að ráði frá búskapnum
í Hamarsseli. Þar var margt fólk í heimili, fjör og
glaðværð. Fráfærur voru á sumrin og ærnar hafðar úti
á Selhjalla eða uppi í Fellum. Silungsveiði var þar á
haustin. En göngur voru þar erfiðar og hefur mér ver-
ið tjáð, að fé föður míns hafi verið þar sérstaklega erf-
itt í gæzlu. Kom það af því, að því var haldið mikið
til beitar, en lítið hænt að húsum. Síðar hafa bændur
í Hamarsseli þurft að hafa mun minna fyrir fé sínu, en
þurfa um leið að ætla því meiri hey.
Þegar foreídrar mínir höfðu verið sjö ár í hjóna-
bandi, gerðist sá viðburður, að þeim fæddist sonur
þann 16. október 1903. Þessi snáði var Eiríkur sá, er
þetta ritar. Og þó að Margrét móðir föður míns væri
þá orðin öldruð, varð það nú hennar hlutskipti að líta
mikið eftir barninu. í Hamarsseli fæddist einnig Guð-
björg systir mín þann 1. janúar 1907. Voru þá komin
óskabörnin í heimilið.
Faðir minn átti góða hesta í Hamarsseli, en þó bar
einn af. Það var dökkrauður hestur, sem hét Dreyri.
Heima er bezt 423