Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 22
fundum kassann. En þá sagði eitt okkar, það yngsta,
þessi ógleymanlegu orð:
„Eg er viss um, að Jesús sér til okkar.“ Þá vorum
við allt í einu vör við, að við vorum að stela og lædd-
umst út hvert á eftir öðru með vonda samvizku, án
þess þó að hafa opnað kassann.
En seinna komst mamma að því, að við höfðum far-
ið þessa rökkurferð. Og það var þá, sem hún kenndi
okkur vísumar um Jesús og jólin, en það yrðu beztar
varnir gegn öllum freistingum.
Eöngu síðar var ég sem hálffullorðinn og hálfmennt-
aður maður að gera lítið úr þessum kveðskap sem við
höfðum Iært sem böm, fannst það blikna við hliðina á
ljóðum eftir Einar Benediktsson, Matthías Jochums-
son og Davíð Stefánsson og fleiri, sem þá tóku hug
minn allan.
Þá sagði mamma: Þú finnur það seinna, að sumt af
þessu gamla er fallegt, þótt það sé ef til vill ekki mik-
ill skáldskapur, þá nær það til hjartans, og þannig verð-
ur allt að vera, sem hefur mikil áhrif. Ekki mundum við
t. d. þurfa aðra trúarjátningu en síðustu hendingarnar
í vísunni: „Komin eru jólin“. Manstu þetta:
„Eg skal alltaf reyna
að lifa líkt og hann:
Lýsa hverri sálu og
hryggja ei nokkurn mann.“
Ég hef oft hugsað um það seinna í sambandi við
mína mörgu nemendur í mörgum skólum, að ekki
þyrftum við annað kennararnir en að kenna börnun-
um þetta. Allt hitt er aukaatriði, jafnvel trúarjátning
kirkjunnar með öllum sínum guðfræðilegu útskýring-
um.
Og einungis með því að Iifa líkt og hann, sem var
Ijós heimsins, lærist að lýsa hverri sálu, og bera birtu
jólanna inn í skammdegismyrkur mannlegra rauna og
böls.
Þessi ljósburður lærist ekki síður í skuggum skamm-
degiskvöldsins í gömlu moldarkofunum, sem fáir sakna
nú en í skrauthýstum höllum nútímans. Þar var oft svo
bjart og hlýtt í hjörtum og hugum fólksins, þegar
„Mamma settist sjálf við okkar borð, sjáið enn þá man
ég hennar orð“.
Því verða minningarnar um löngu liðin jól oft með
miklu meiri ljóma, þótt jólatréð væri ekki annað en
birkihrísla, skreytt með sortulyngi.
En vonandi verða björtu borgarljósin enn yndislegri
í minningum þeirra, sem nú njóta þeirra, þegar húmar
að kvöldi ævinnar. Það mun æ sannast ekki sízt um
jólin, að
„HEIMA ER BEZT“.
Gleðileg jól!
Árelíus Níelsson.
in •• • / 7 / • r iV ^
bogur jolaljoo
Engin hátíð ársins á slík tök á hugum ungra og aldr-
aðra sem jólahátíðin. Hefur svo verið í kristnum lönd-
um um aldaraðir. — Jafnvel fyrir fæðingu Jesú héldu
heiðnar þjóðir á norðurhveli jarðar gleðihátíð í sam-
bandi við það náttúrulögmál, að um þann tíma á ári
hverju vann Ijósið á í baráttunni við myrkrið. — Þá fór
daginn að lengja að nýju.
Fæðing Jesú flutti mannkyninu hið skærasta ljós, sem
væntanlega verður bjartara og bjartara um allar byggð-
ir veraldar eftir því sem árin líða og fleiri þjóðir kynn-
ast ljósi trúarinnar, þekkingarinnar og kærleikans.
Mörg íslenzk skáld hafa ort fögur jólaljóð, sem ekki
fyrnast, þótt áratugir og aldir líði. Þar minnast skáldin
bernskuminninga sinna um jólahaldið og jólahelgina á
æskuheimilum þeirra.
Ein fegurstu ljóðin af þessari gerð er kvæðið Jólin
1891 eftir Matthías Jochumsson og kvæðið Jól eftir
Stefán frá Hvítadal.
Eg ætla að birta hér fimm fyrstu erindin af jólakvæði
Matthíasar og tvö þau síðustu, — og ennfremur kvæð-
ið Jól eftir Stefán frá Hvítadal.
JÓLIN 1891.
Fullvel man ég fimmtíu ára sól,
fullvel meir en hálfrar aldar jól.
Man það fyrst, er sviptur allri sút
sat ég barn með rauðan vasaklút.
Kertin brunnu bjart í lágum snúð,
bræður fjórir áttu Ijósin prúð.
Mamma settist sjálf við okkar borð;
sjáið, — ennþá man ég hennar orð:
„Þessa hátíð gefur okkur guð,
guð, hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæzku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert ljós.
Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð,
guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð;
jólagleðin ljúfa lausnarans
leiðir okkur nú að jötu hans.“
Síðan hóf hún heilög sagnamál,
himnesk birta skein í okkar sál;
aldrei skyn né skilningskraftur minn
skildi betur jólaboðskapinn.
Ljá mér, fá mér litlafingur þinn,
Ijúfa smábarn; hvar er frelsarinn?
Fyrir hálmstrá herrans jötu frá
hendi ég öllu: lofti, jörðu, sjá!
426 Heima er bezt