Heima er bezt - 01.12.1963, Page 23

Heima er bezt - 01.12.1963, Page 23
Lát mig horfa á litlu kertin þín: Ljósin gömlu sé ég hérna mín! Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið. Hve allt var dýrðlegt við annan brag, á Þorláksmessu þann þráða dag Helsingjar heitir ljóðabók eftir Stefán frá Hvítadal, sem út kom árið 1927. — í þeirri ljóðabók er hið gull- fallega jólaljóð, sem hann nefnir JÓL. I. Þau lýsa fegurst er lækkar sól, í bláma heiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum mitt hjarta brann. I dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá. — Og von á mörgu ég vissi þá. Því jólasveinar úr jöklageim — trítluðu um fjöllin og tíndust heim. Ég aldrei sjálfur þau undur leit: Hann Kertasníki og kveldsins sveit. Ég man sá lýður í myrkri ólst og jólakötturinn jafnan fólst. II. Það lækkaði stöðugt á lofti sól. Þau brostu í nálægð, mín bernskujól. Og sífellt styttist við sérhvern dag. Og húsið fylltist af helgibrag. Hann leið um hugann sá ljúfi blær. Og laust var sofið þau liðu nær. Um bekki var strokið og brík og hólf. Og hirzlur þvegnar og húsagólf. Og allt hið gamla var endurfætt. Og ilmur í göngum frá eldhúsgætt. Ég reikaði um bæinn, er rökkur fól. Ég man þá hrifning: Á morgun jól! III. Ó, blessuð jólin, hver bið mér sveið. í ldæðunum nýju ég kveldsins beið. Það skyggði aldrei, hvert skot var Ijóst. Ég fylltist gleði, er fólkið bjóst. Að sjöttu stundu um síðir dró. Kveldið var heilagt, er klukkan sló. Þá hljóðnaði fólkið. Ég heyrði og fann, að Ijóssins englar þá liðu í rann. IV. Ég þokaðist burtu — ég þoldi’ ei bið, og kistuna gömlu, ég kraup nú við. Elún húkti þar frammi, sem hrörnað skar, en heimsins dýrasta liirzla var. Hún mamma fól þar sinn mikla auð: Ljómandi kerti og laufabrauð. Og lífið var sæla og lánið heilt, er kistan var opnuð og kertum deilt. Heima er bezt 42T

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.