Heima er bezt - 01.12.1963, Page 25
Skáldsaga eftír Magneu frá Kleifum
HOLD OG HJARTA
ÞRETTANDI HLUTI
Ég játaði því bara. Það átti víst ekki við, að ég færi
að gera neins konar uppistand.
Fremsti bíllinn stóð kyrr og hleypti hinum fram
fyrir.
„Hvað ætla þeir að gera?“ spurði ég.
„Ná í Ingimar. Hann hefur varla komizt langt á
tveimur jafnfljótum,“ svaraði Brói.
Anna horfði stórum augum á okkur Bróa, þegar við
komum inn. Ég skildi fyrst ekki fátið, sem kom á gömlu
konuna, því hún var ekki vön að verða uppnæm fyrir
smámunum, en þegar ég sá í speglinum, hvílíkt heljar
glóðarauga ég hafði fengið, skildi ég hana, — ég var
ekkert frýnileg útlits.
Brói talaði eitthvað við Onnu í hálfum hljóðum og
fór síðan út.
„Er nú allt orðið gott hjá ykkur aftur?“ spurði gamla
konan, þegar við vorum orðnar tvær einar.
„Ég veit það ekki,“ svaraði ég, „það veltur allt á
Birni.“
Þá brosti Anna hughreystandi og fór óvenju léttstíg
fram í eldhúsið. Hún spurði ekki eftir Hans, og ég kom
mér ekki að því að segja henni neitt að fyrrabragði.
Hún hefur líklega séð, að ég var of niðurdregin til að
geta svarað spurningum.
Litli Hans-sonurinn brosti til mín, þegar ég heilsaði
honum, ég held að hann hafi þekkt mig. Björn kom
heim nokkru seinna. Hann sagði, að Hans yrði fluttur
suður strax daginn eftir, ef veður yrði svo gott, að
sjúkravélin gæti sótt hann. „Hann er miklu veikari en
ég hélt. Ég hefði sent hann með vélinni í dag, hefði
mig grunað, að hann væri svona illa farinn.“
„Er þá engin von?“
Björn hristi höfuðið áhyggjufullur á svip.
„Hvemig vissir þú, að Hans væri veikur?“ spurði ég.
Björn leit á mig undrandi, en svo var eins og hann
áttaði sig og sagði, að hann hefði lengi verið að reyna
að fá Hans lausan til að koma honum á hæli, en Hans
vildi bara heldur vera laus og strauk strax af hælinu,
og þá var honum stungið inn á Litla-Hraun aftur.
„En Ingimar?“
„Hann fær áreiðanlega að dúsa inni nokkur ár. Ég
get varla vorkennt honum, maður í hans stöðu að haga
sér þannig! Það er ófyrirgefanlegt!“
„Þér er annt um heiður stéttarinnar?“ gat ég ekki
stillt mig um að segja.
„Já,“ svaraði hann alvarlegur. „Mér er annt um þá
stétt, sem ég hefi valið mér að starfa með. Það er ekki
neinn leikur að gerast læknir, og þeir sem velja starfið
aðeins vegna launanna, eða hvíta sloppsins, ættu að vera
útilokaðir frá öllum almennilegum lækningum.“
Ég spurði Björn, hvort ég mætti ekki fara með barn-
ið til Hans, svo hann fengi að sjá son sinn.
Björn brosti ofurlítið og sagði, að ég hefði víst ætl-
að að segja son sinn.
Ég roðnaði, en sagði ekki neitt. Björn þurfti að minna
mig á þetta, en nú vissi hann, að ég hafði skipt um skoð-
un. Hann tók við stráknum og bar hann út í bílinn.
Ekkert orð var sagt á leiðinni. Loftið á milli okkar var
rafmagnað, og þögnin þrungin spennu. Bráðum yrði
þessu ástandi að ljúka, ég þoldi það ekki lengur. Hvers
vegna var Björn svona í kvöld? hví sagði hann ekki
annað hvort af eða á, hvort hann ætlaði að fyrirgefa
mér einu sinni enn og taka mig í sátt?
Hans lá og sneri sér til veggjar. Hann fussaði bara,
þegar ég sagði honum, að hér væri ég komin með son
hans, sem ætlaði að heilsa upp á föður sinn, en þó sneri
hann sér aftur til okkar. Andlit hans var nærri eins hvítt
og koddinn, sem hann lá á, og augun virtust langt inn í
höfðinu. Hann horfði dálítið vandræðalegur á bamið,
strauk svo hár þess með einum fingri, laust og varlega.
„Halló, karlinn! Jæja, svona lítur þú þá út!“ sagði
hann lágt. Hann vissi auðsjáanlega ekki, hvað hann ætti
að segja. Síðan sneri hann höfðinu til veggjar.
„Svona, nú er ég þá búinn að leika hlutverk hins ást-
Heima er bezt 429