Heima er bezt - 01.12.1963, Side 30

Heima er bezt - 01.12.1963, Side 30
„Hvar er annars hitt fólkið?“ spurði Jón. „Ég gleymdi því alveg.“ „Bróðir þinn og mágkona skruppu til foreldra henn- ar. Það var svo gott veðrið, Halldóra hefur verið vest- ur í Lónssveit um tíma.“ „Jæja, hvernig er það með Ella og Ástu? Ætla þau ekki að hafa manndáð í sér til að yngja ykkur upp?“ spurði Jón og hló. „O, vertu bara rólegur, væni minn. Það verður áreið- anlega búið að skíra hér á Heiði áður en þú ert orðinn prestur,“ sagði Kári og kímdi við. „Hana, þá heyrir maður hvaða stefnu skal taka,“ sagði Jón. „Og það bezta er, að í þessu tilfelli er það alveg í samræmi við mínar eigin óskir,“ bætti hann við. Daginn eftir var sólskin og hægur sunnan-andvari. Þegar Jón reið niður dalinn var hugur hans eins og ólgandi haf af gleði. Honum heyrðist hlátur í söng Hamradalsárinnar og mófuglarnir kvökuðu um yndi og ást. Ó, hve lífið er dásamlegt að vera ungur! Honum var tekið með fögnuði á heimili Geirþrúðar, og laust eftir hádegi héldu hjónaleysin af stað. Þegar þau riðu í hlaðið á Heiði, kom Jórunn út. Hún gekk til móts við þau. Geirþrúður rétti henni höndina og sagði lágt: „Komdu sæl, Jórunn!“ Jórunn tók hendi hennar, hélt henni þétt í báðum sínum, horfði brosandi í augu Geirþrúðar og sagði styrkri röddu: „Komdu sæl, barnið mitt, og velkomin að Heiði!“ Síðan kyssti hún tilvonandi tengdadóttur sína inni- legum kossi á ennið, vék sér því næst að syni sínum, heilsaði hontun og sagði brosandi: „Sæll, vinur minn, og hjartans þakkir fyrir að færa mér svo yndislega tengda- dóttur! En komið þið nú inn. Geirþrúður er orðin þreytt, að þeytast alla þessa leið.“ Geirþrúður var tvo daga um kyrrt á Heiði í þetta sinn. Seinni daginn gengu hin trúlofuðu út í hvamminn til Gáska. Jórunn gekk með þeim út á hlaðið og horfði á eftir þeim. „Mikið eru þau falleg! “ hugsaði hún. „Geirþrúður er lifandi eftirmynd Agnars,“ bætti hún við; „sama háa ennið og svarta, liðaða hárið, brosið og blásvörtu aug- un — hvort tveggja ómótstæðilegt eins og föður henn- ar. En hvað þetta allt er undarlega spunninn þráður; sonur minn og dóttir hans,“ hugsaði hún. Einu sinni gekk hún sjálf þarna út götuslóðann við hlið Agnars Ólafssonar. Það var langt síðan. Já, fuglarnir, er sungu þeim söngva sína sumarið það, voru löngu dánir. Jórunn snerist á hæl og gekk inn í bæinn. Hún var ein inni; allir voru önnum kafnir við vorannirnar, og hjónaleysin úti í hvammi. Hún fór inn í svefnhús þeirra Kára, opnaði skúffu í gömlu kommóðunni sinni, — og strauk hendinni mjúkt og hlýtt eftir samanbrotinni flík, sem lá í skúffunni. Hún stundi þungt. „27 ár!“ sagði hún hægt. „Ó, Agnar, Agnar! Hvernig gaztu gert það? Og nú — börnin okkar! Var þetta kannski bezt svona? Ó, guð minn! Þú einn veizt það.“ Brúðkaup Geirþrúðar og Jóns var haldið um haust- ið. Þau voru gefin saman í Borgar-kirkju 15. september, og að lokinni hjónavígslu var veizla haldin með mikilli rausn á heimili Agnars Ólafssonar. Mikið var rætt um það dagana fyrir brúðkaupið, hvort Jórunn Erlendsdóttir myndi sitja veizluna í húsi Agnars. Menn veltu því fyrir sér, hvort myndi hafa betur: ást hennar til Jóns eða forn sársauki frá viðskipt- um þeirra Agnars. En Jórunn sjálf var aldrei í neinum efa. Skartklædd og glæsileg gekk hún inn í hús manns- ins, sem hafði leikið hana svo grátt, mannsins sem hún unni hugástum og myndi unna meðan lífið entist. Hún ræddi af fjöri og gáska við veizlugesti og kastaði jafn- vel gamanyrðum til Agnars og Solveigar; hún var hrókur alls fagnaðar. Engan viðstaddan gat grunað ekk- ann, sem leyndist bak við hlátur hennar og hnyttni. Stuttu síðar tóku þau Jón og Geirþrúður sér far til Hafnar, þar sem Jón skyldi lesa guðfræði við Hafnar- háskóla. Er hann nú, er sagan hefst á ný, eins og að framan getur prestur á Borg við Hamarsfjörð. XI. HARÐINDI. Veturinn hafði verið afar harður og vonir manna um vorbatann rættust ekki. Hörkur og snjóalög héldust fram yfir sumarmál. Menn sögðu að ísinn gæti ekki ver- ið langt undan. Engar skipakomur höfðu verið síðan um haustið og nú var farið að „harðna alvarlega á daln- um“ hvað matvæli snerti. Einnig voru hey á þrotum og hjá sumum alveg uppurin. í Hamarsfirði og nágrenni hafði þó enginn liðið til- finnanlegan matvælaskort. Agnar Ólafsson hafði deilt þeim matvörum, er til voru í verzluninni, milli hinna nauðstöddu. Þeir, sem bezt voru efnum búnir, höfðu birgt sig það vel upp um haustið, bæði fyrir menn og málleysingja, að þeir töldu sig færa um að mæta vetrar- hörkum og vorkulda. Þetta höfðu þeir fátækari ekki getað; þar var það gjaldmiðillinn, sem vetrarbirgðun- um réði. Þeir urðu nú mikillar hjálpar þurfi, og heyrð- ist kurr í sumum efnabændum er fregnir bárust af hjálp- semi Agnars. „Hann verður að gá að því, sá góði maður, að hann er hér að rista lengjur af annarra húð. Verzlunin er ekki hans eign,“ sögðu þeir. Efalaust hefur þetta umtal borizt Agnari til eyrna, en hann lét sig engu skipta og hélt uppteknum hætti. Ein var það þó er fylgdist fagnandi með gerðum hans — gamla húsfreyjan á Heiði. Á Skarði, litlu koti skammt frá þorpinu Hamarsfirði, bjó maður að nafni Jakob Árnason ásamt konu sinni og börninn. Lífsframfæri sitt hafði fjölskyldan þessi af 434 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.