Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 8
Heimilisfólk og gestir á Gvendarstödum 1963. (Börn Helga og barnabörn). Helgi fékk snemma mikinn áhuga á skógrækt, og flutti birkiplöntur úr Fellsskógi heim í garð við bæinn. Þessar plöntur eru nú orðnar um 7 metra háar hríslur. Einnig hefur hann girt dálítið svæði norðan við bæinn, og plantað það skógviðum, innlendum og erlendum. Grasafreeðingurinn Helgi Jónasson i Forvöðum í Jökulsár- gljúfri i Oxarfirði haustið 1967. Er þar nú laglegasti skógur. í þessum skógarreit hvílir nú kona hans, Halldóra, sem dáin er fyrir nokkrum ár- um, og munu fáir hafa búið konum sínum jafn veglegan legstað. Þau Helgi og Halldóra eignuðust átta börn og eru þau öll á lífi, sum búsett í fjarlægum sveitum, en þrjú eru enn í föðurgarði og hafa nú tekið við búskap á Gvendarstöðum. Þau heita svo talið í aldursröð, frá því elzta: Jónas, Ingi, Forni, Rannveig, Jórunn, Kristín, Sæmundur og Oddur. Helgi á nú góða vist heima á Gvendarstöðum, þar sem allir eru samhentir um að gera honum lífið létt. Hann hefur á undanförnum árum getað helgað sig á- hugamálum sínum, grasafræðinni og skógræktinni. Þrátt fyrir háan aldur er hann ennþá ern, hefur fulla sjón, og minnið óskert, a. m. k. hvað snertir plönturnar. Tíð- um má sjá hann sitja í stofunni á Gvendarstöðum, með hlaða af herbaríumörkum fyrir framan sig, rýnandi með stækkunargleri í blöð og blóm, talandi í lágum hljóðum við sjálfan sig eða börnin um eiginleika grasanna. Og börnin bera mikla virðingu fyrir honum, því þau skynja, að sá sem þarna situr er enginn venjulegur maður, held- ur einhver sem hefur umboð frá æðri máttarvöldum. Á milli rannsókna fæst Helgi við bókband, sem hann lærði, einnig af sjálfum sér, á síðari árum. Þarf hann því ekki lengur að kaupa band á flóru sína, eins og forðum, þótt hann hafi sennilega betri efni á því nú. Við spyrjum Helga að lokum, hvað hann haldi að hafi valdið því að hann varð grasafræðingur. „Það veit ég ekki, ég varð að gera þetta, gat ekki að þessu gert, og ef ég væri ungur aftur og mætti velja, veit ég ekki nema ég lenti í einhverju náttúrugrúski.“ Ef til vill verðum við að viðurkenna, að orsakalög- málið gildi ekki hér. 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.