Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 32
gangur ferðarinnar. Við getum leyft okkur að hafa þar talsverða viðstöðu. Nú er ég búinn að koma málum mínum svo vel fyrir, með aðstoð þinni meðal annars, að ég kvíði ekki nokkurri fjarveru héðan frá Islandi.“ „Þú ert nú draumur, afi,“ var það eina, sem hún fann til að segja á þessari undrunarstund. „Allt læt ég það nú vera. Ég ætlaði mér víst held- ur að vera einhvers konar ráðning eða uppfylling á draum þínum með ferð til Noregs. — En nú er þér ekki til setunnar boðið. Þú þarft að búa okkur bæði undir ferðina. Þú varst að tala um í fyrradag, að þú þyrftir að athuga ýmislegt við fatnaðinn minn. Ég læt þig alveg um hann. Þú gerðir prýðilega við nátt- fötin mín um daginn. Jæja, ég læt þig um þetta.“ „En allir peningarnir, sem fara í þetta ferðalag?“ „Það verður þá mitt hlutverk að sjá um þá. Svona skulum við skipta verkum með okkur. Flugvélin fer frá íslandi til Osló og þaðan förum við með henni til Björgvinjar. Þar geri ég ráð fyrir, að við fáum flug samdægurs til Álasunds. Ég bað svo um að panta tvö hótelherbergi fyrir okkur í Álasundi. Við sjáum svo hvað setur, þegar þangað er komið. Þá koma dagar og þá koma ráð.“ Strandferðaskipið lagði frá bryggjunni. Út við skjólborð þess, sem að landi vissi, stóðu þau, gamli maðurinn og gangastúlkan og veifuðu til vina sinna, sem höfðu fylgt þeim til skips. Framhald Talið frá vinstri: Bergþóra Bergsdóttir 86 ára, fyrrum húsfreyja á Arn- órsstöðum Jökuldal. Eignaðist 13 börn, hennar maður var Þorkell Jónsson frá Fjallseli Fellahreppi. Hann er látinn. Margrét Þorkelsdóttir 62 ára, húsfreyja á Skjöldólfs- stöðurn Jökuldal. Á 7 börn. Gift Þorsteini V. Snædal frá Eiríksstöðum Jökuldal. Bergþóra Sölvadóttir 38 ára, húsfreyja á Grænhól við Akureyri. Á 8 börn, gift Víkingi Guðmundssyni frá Mýrarlóni, Eyjafirði. Laufey Björnsdóttir 20 ára. Hennar maður er Omar Óskarsson úr Reykjavík. Þau búa í Reykjavík og eiga eitt barn, Þorbjörgu Maríu, 3 mánaða, sem er yngsti ættliðurinn á myndinni. BERNSKUMINNING . . . I'ramhald. af bls. 126. --------------------- er ég kom heim, var mér sagt að Kalli hefði rétt eftir hádegið, flogið á rafmagsvír, mist flugið og hrapað til jarðar. Þegar pabbi kom að var Kalli dáinn. Ég hefði gjarnan viljað láta þessa sögu enda á annan hátt, en úr því að ég er að segjá sanna sögu, þá verður þetta að vera endirinn. Þrátt fyrir allt er ég Kalla þakklát fyrir að hafa dáið án þess að ég yrði vitni að því. Einnig er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast kostum og göllum gæsa, því þó þær séu sóðar, og leiðin- legur flutningur, þá eru þær þó gulls-ígildi í viðkynn- ingu. Og þó það sé vont að láta þær bíta sig, þá er það þó gaman að sumu leiti. Þessi saga er ekki gömul, hún skeður á svo að segja nákvæmlcga 390 dögum, og er um dýr, sem fáir öðlast að kynnast, en það er ómaksins vert að lcggja á sig þá vinnu sem þarf til að hirða gæsir, ef launin verða svo aðrir eins vinir. BRÉFASKIPTI Andrés II. Einarsson, Bessastöðum, Fljótsdal, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—21 árs. Æskiiegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Málfriður Hannesdóttir, Skriðustekk, Bieiðdalsvík, vill skrifast á við pilta 12—13 ára. Hafdís Edda Stefánsdóttir, Skriðu, Breiðdalsvík, vill skrifast á við pilta 12—13 ára. Kristin H. Ásgeirsdóttir, Ásgarði, Breiðdalsvík, vill skrifast á við pilta 12—13 ára. Svandis Ó. Ingólfsdóttir, Kleif, Breiðdalsvík, vill skrifast á við pilta 12—13 ára. Maria Gisladóttir, Sómastöðum, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinttm 15—19 ára. Aslaug Friðriksdóltir, Sunnuhvoli, Stöðvarfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 12—13 ára. bóra Björk Nikulásdóttir, Vinaminni, Stöðvarfirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku eða pilt á aldrinum 12—13 ára. 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.