Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 14
Sigríður Sveinsdóttir. Jakob Björnsson. arhús. Rak hann á tímabili all-umfangsmikla verzlun og útgerð, en ekki mun það hafa orðið honum til auðsæld- ar. Þegar hér var komið sögu, var hann hættur atvinnu- rekstri, en hafði verið skipaður yfirsíldarmatsmaður á Siglufirði. Jakob var greindur maður og víðlesinn. Heimiii hans var um margra ára skeið mesta myndar- heimili sveitarinnar, maðurinn veitull og skemmtilegur. Kona hans var Sigríður Sveinsdóttir kaupmanns frá Búðum, fríðleiks- og myndarkona hin mesta. Systir hennar, Steinunn, var gift Bjarna Sæmundssyni náttúru- fræðingi. Var Bjarni oft á sumrin um tíma hjá þeim Jakob og Sigríði við fiskirannsóknir. Man ég eftir því, að ég fór stundum þarna hjá, utan og framan við hús Jakobs. Sat þá Bjarni á kassa þar frammi í fjörunni, en hjá honum var stampur með mörgum smávöxnum fiski- tegundum, sem hann hafði náð með fyrirdrætti, en fyr- irdráttarnótin var breidd þar í fjörunni. Þótti mér hún einkennileg, langur poki, mjög stórriðinn, á miðju nót- arinnar, en endarnir aftur stórriðnari. Hafði ég ekki séð svona fyrirdráttarnót áður. En í gegnum pokann hafa ekki sloppið nema smæstu seiði. Aldrei átti ég tal við Bjarna, þó ég færi þarna hjá. Einn son áttu þau Jakob og Sigríður, sem Theodór hét, glæsimenni hið mesta og hvers manns hugljúfi. Hann var bráðvel gefinn og gekk menntaveginn, en mun ekki hafa lokið háskólaprófi. Ekki var Jakob auðsæll, eins og áður segir. Sagði hann eitt sinn við mig, að sér hefði gengið vel að afla peninga, en aldrei kunnað að varðveita þá. Hann var greiða- og rausnarmaður og rétti mörgum hjálparhönd, sem í erfið- leikum voru, og þeir voru margir á þeim árum. Mjög var gestkvæmt hjá þeim hjónum. Jakob lét svo, að hann væri trúlaus. Hann hafði mjög gaman af að pexa við menn og reyna, hve sterkir þeir væru í rökræðum. Ekki var sízt orð á því gert, að hann hefði gaman af að beita þessu við presta, og gagnrýndi þá biblíuna. Var talið, að sumir þyldu það misjafnlega vel. Þegar því orð komu frá Jakob, að hann byði Haraldi ofan eftir til sín, varð mér hálf-illa við. — Datt mér í hug, að tognað gæti úr samtalinu, meira en mér þætti æskilegt. En nú varð að taka því. Voru Svalbarðshjónin kvödd með virktum. En við Haraldur gengum ofan á Svalbarðseyrina. Stóðu þau hjónin á tröppum og fögn- uðu okkur af mestu alúð og kurteisi. Vorum við leiddir inn í stofu, en þar var þá dúkað borð til kaffidrykkju. Ótti minn við það, að Jakob færi að beita pexi við pró- fessorinn, reyndist alveg ástæðulaus. Heldur mátti merkja það á öllu, hve mikla virðingu hann bar fyrir honum. Urðu því viðtökur og samræður hinar skemmti- legustu á allan hátt, svo sem verið hafði hjá þeim Sval- barðshjónum. Þegar við komum út frá þeim Jakob og Sigríði, beið Þórður okkar með þrjá hnakkhesta. Eg hafði valið bezta hestinn handa prófessornum, bæði all-vel viljugan og góðgengan. Bjóst ég við, þar sem kominn var háttatími, að þegar við stigum á bak, myndi hann vilja hraða sér til náttstaðar, og myndi hann þá njóta þess að vera bezt ríðandi. Eg hafði sæmilega röskan hest, en hafði aldrei verið neinn reiðmaður. Þó hugsaði ég mér að halda svo í við prófessorinn, að ég tapaði ekki alveg sjónar af hon- um fram ströndina. Þórður hafði fremur latgengan klár og ekki reiðgapi að eðlisfari. Voru því mestar líkur til að hann drægist aftur úr. En hér fór allt á annan veg. Þegar við höfðum stigið á bak, reið prófessorinn upp að hliðinni á mér og tók mig tali. Höfðum við varla tal- að saman frá því hann kom, sem stóð heldur ekki til. En nú riðum við fót fyrir fót og hlið við hlið alla leiðina, en Þórður rétt á undan, þannig að hann gat fylgzt með samtali okkar. Byrjaði prófessorinn á því að róma þær glæsilegu viðtökur, sem hann hefði fengið, er hann kvað vera með hinum mestu ágætum. Dáðist hann mjög að glæsileik frú Líndal, bæði í sjón og framkomu allri. Þá lýsti hann ánægju sinni yfir, hve margt fólk hefði kom- ið. Sönginn í kirkjunni ltvað hann þann bezta, sem hann hefði heyrt í sveitakirkju. Sagði ég honum, að þar hefð- um við notið aðkomumanna, eða þeirra feðga frá Glæsi- bæ, en þeir væru víðkunnir söngmenn. En það, að menn kæmu vestan yfir fjörð og utan úr Höfðahverfi á virk- um degi talaði sínu máli um það, hversu eftirsóttur kennimaður hann væri. Þá spurði hann mig eftir því, hvort margir í sveitinni aðhylltust spiritismann. Ekki sagðist ég vita það með vissu en þó myndu það nokkrir, en fyrst og fremst staf- aði aðsóknin af því, hve mikið orð færi af honum sem predikara. Þar til og með myndi marga fýsa að kynnast sálarrannsóknum frá þeim mönnum, sem mest hefðu þar um fjallað. Hann spurði mig, hvort ég væri spiritisti. Kvað ég nei við því, en ég hefði löngun til að kynnast þessum málum, þó ég fyndi að mig skorti þekkingu til að taka afdráttarlausa afstöðu til þeirra. Þá spurði hann mig eftir því, hvort bók sín, „Árin og eilífðin“, væri mikið keypt. Ég sagðist ekki vita það. En ég hefði keypt eina og gefið móður minni hana. Spurði hann mig, hvort ég hefði lesið hana, Kvað ég það vera, því í bemsku minni hefði það verið venja, að faðir minn læsi húslestra. 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.