Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 21
FORNAR SLÓÐIR J Kaupinhöfn ég úti fyrri undi, þá æskusólin brosti heið og fríð. Það voru mínar æsku yndisstundir, og ekki þyngdi hugann sorg né stríð. Glatt var þá á góðra vina fundum við gamanræður, æskuljóð og söng, við gullnar veigar saman oft vér undum, svo ekki reyndust vetrarkvöldin löng. Þá man ég einnig laufi skrvdda skóga og skemmtigöngur úti um vorsins stund. Því ástadrauma áttum við þá nóga og ótal stefnumót í grænum lund. En nú er horfinn æskubjartur blómi, og breyttur svipur mjög á gömlu Höfn. Þó mun alltaf leika hinn sami ljómi um liðna tíð og minninganna söfn. Á SÓLHEIMUM Sat ég úti á Sólheimum unt sumarlangan dag. Kátir fuglar kvökuðu kváðu lindir brag. Þar var hvorki sár né sorg né sólarlag. Brostu við mér bláklukkur, brekkusóley hló. Angan ljúf úr lyngi og laufi unað bjó. Sólin skein svo heið og hlý í hásumarsró. Líða fer að kveldi logn er enn í dal, margt ber fyrir augu í minninganna sal. En yndið, sem mér eitt sinn brosti, aldrei fölna skal FJALLATREGI Ég festi ást við íslands f jöll og ungan heiðasvan, er flaug þar um mót sumri og sól, - það síðast um hann man: Að vetur kom með hörku og hríð og hneppti allt í bönd. og svanurinn ungi sveif á brott að sólarvermdri strönd. Hann kom ei aftur hingað heim á heiðarvatnið sitt. En söknuðurinn ramma rún sér risti í hjarta mitt. Er hlýnar í lofti og heiðarnar gróa ég hljóður uni við vatnið blátt. Ég bíð og hlusta, þótt veik sé vonin, að vængjablak heyrist úr suðurátt. Á GENFARVATNI Á báðum ströndum skógar skrýða völl og skipið brunar ört í góðu leiði. I fjarska rísa þungbrýnd þokufjöll, þetta er ekki íslands bjarta heiði. En þó að móða og mistur hylji sýn, og margt sé það, sem augað tæpast nemur. Að baki þess hin bjarta fegurð skín og birtist þeim, sem lengra áfram kemur. En er það ekki einmitt þess mynd, sem alltaf vakir fyrir sjónum vorum. Vér eygjum kannske fjarran fjallatind, þótt förum aldrei burt úr sömu sporum. En ef vér á þann bratta legðum leið, sem ljúfar þrár og æskuvonir kalla, þá trúum vér, að opnist útsýn heið og endalaus - til lífsins björtu fjalla. HVANNALINDIR Við lindir á lágum bala er ljómandi hvannastóð af Kverkf jöllum kalt þó blási kyljur, um auða slóð. En blásnar og berar rústir bera því vitni skýr, að áður áttu hér heima útlagar, menn og dýr. Örlög þau enginn þekkir, öræfa þögn er djúp. Þau geyma sögur sínar sveipaðar dimmum hjúp. Heima er bezt 129

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.