Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 16
ADDA JONASDOTTIR, ÞVERA: g var ein af þeim heppnu konum sem dvöldu í Bifröst í Borgarfirði þessa daga, það voru þarna j konur úr öllum sýslum landsins sem gaman var að kynnast. Við vorum langflestar frá Kaupfé- lagi Skagfirðinga Sauðárkróki eða tíu talsins og hafi Sveinn Guðmundsson kaupfélagsstjóri kæra þökk fyrir höfðinglegt boð. Við vorum svo heppnar með veðrið, sólskin og blíða alla dagana, þar til síðasta kvöldið þá gerði hríðarskot sem hélzt um nóttina og þá var lítið sofið af sumum — hugurinn var heima hjá körlunum okkar og lambrollunum, en allt gekk vel. Við lögðum af stað heimleiðis í þoku og éljaveðri sem hélzt þar til fór að halla norður af Vatnsskarðinu, þá birti þokuna og Skagafjörður fagnaði okkur baðaður í kvöldsólar- skini. Ferðin suður gekk vel, þótt vegir væru slæmir á köfl- um svona snemma vors, og alltaf bættust konur í hóp- á leiðinni. Við Blöndhlíðingar fórum í Varmahlíð, tók- um rútubílinn þar. Þá liggja boð fyrir okkur frá kaup- félagsstjóra að fá okkur kaffi, og þar fengum við fínar viðtökur, svo að ekki byrjaði ferðin illa. Við vorum óvanar því að ferðast með langferðabíl án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. Nú komum við heim í Bifröst. Þar tekur á móti okk- ur Baldur Óskarsson, hann átti að stjórna þessari hús- mæðraviku og tókst honum það með prýði, því það þarf meira en meðalmann til að stjórna sjötíu konum, sem allar slepptu fram af sér beizlinu og urðu ungar og ærslafullar á ný. Stundvíslega klukkan 10 á hverjum morgni, nema sunnudaginn, áttum við að mæta í hátíðasalnum, þar voru fróðleikserindi flutt, kvikmyndir, snyrtikennsla og svo kynning osta og ostarétta, og grun hef ég um, að margar þær yngri hafi útbúið fínan ostabakka þegar heim kom, svo máttum við smakka á öllu þessu góðgæti, og það var einna líkast þegar rollur komast í síldar- tunnu, svo var hópurinn þéttur kringum borðið. Framhald á bls. 141. Skagfirzku konurnar, sem dvöldu i Bifröst. Talið frá vinstri, aftari röð: Svanhildur Guðjónsdóttir, Hofsósi; Sigur- björg Halldórsdóttir, Brekkukoti; Ólöf Gunnarsdóttir, Ríp; Sigriður Gunnarsdóttir, Stóru-Ökrum; Arnfriður Jónasdóttir, Þverá. - Fremri röð, frá vinstri: Sigríður Gunnarsdóttir, Flatatungu, Anna Jónsdóttir, Laufhóli; Jónína Sigurðardóttir, Egg; Sveinbjörg Árnadóttir, Hofi; Stefanía Jónsdóttir, Hofsósi. 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.