Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.04.1972, Blaðsíða 20
KVEÐ ÉG mér til bugarbægðar STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöð- um, f. á Möðruvöllum í Hörgárdal 12. ág. 1902- Stúdent 1925, stundaði náttúrufræði við Hafnarháskóla 1925—30. Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1930—1966, skólameistari við sama skóla síðan. f bæj- arstjórn Akureyrar 1946—58. Landskjörinn alþingismaður 1959. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965. Hefir stundað gróðurrannsóknir á nær hverj u sumri síðan 1930, og skrifað margt um náttúrufræði og önnur efni. Ritstjóri HEB síðan 1956. — Á GÓÐU DÆGRI Það er áfeng ilman í lofti, angan frá nýslegnu heyi. Daggperlur glitra sem gullin blóm á glóbjörtum hásumardegi. Um heiðloftin allt er á flugi og ferð, við fagnaðaróma frá söngfugla mergð, er kveða hinn lífsglaða ástaróð sinn: Ástvinur, ástvinur minn. ÖII náttúran fagnar með friði og fegurð á þvílíkum degi. Jafnvel steinarnir syngja við hjólanna högg á holóttum, rykugum vegi. Lækirnir hjala við bakkanna blóm, og bergþursinn hlakkar með drynjandi róm. Álfamær leikur við Ijúflinginn sinn: Ástvinur, ástvinur minn. En mennirnir kvarta og kýta og karpa um metorð og ríki. Þeir ættu að fljúga frá blómi til blóms í blikvængja fiðrilda Iíki, fleygja burt áhyggjum og sorgum um sinn, en syngjandi kallast á: Ástvinur minn, ástvinur, ástvinur minn. TUNGLSSKIN Skín skarður máni í skýjarofi, leika ljósbrot létt á tindum. Minningar merlaðar mánasilfri læðast léttklæddar úr leynum hugans. í HVÍTÁRNESI Umkringt af eyðisöndum við óblíð veðrakjör. Hvítárnes iðgrænt er þar alvaxið broki og stör. Jökullinn grár og grettinn gnapir á aðra hönd. En svellkaldur silfurfloti siglir að lágri strönd. Hér andar allt af friði og einkum er húmið hljótt. En - bílljós á Bláfellshálsi boða okkur gesti í nótt. HORFT UM ÖXL OG ÁFRAM Ungur var ég, orti ljóð, orti fyrir mína þjóð, hafði lítil, lagleg hljóð, en ljóðin tæpast nógu góð fyrir hinn kæra - löngu liðna tíma. En nú er komin önnur öld, ævi fer að nálgast kvöld. Að mér sækja syndagjöld svona má ekki ríma. Ég er að verða nátttröll í nýjum tíma. En aftur sól úr ægi rís, og eins og nýr er dagur vís, á vori grær á heiðum hrís, ég held áfram að ríma. Okominn ég eygi betri tíma. Með vordögum hefst þessi nýi þáttur í blaðinu. Honum er ætlað að flytja Ijóð þeirra, sem ekki hafa fengið skáldanafn af bókum, en yrkja sér til hugarhægðar á stemnings-stund. Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur orðið við þeirri ósk útgefanda HEB að fara á stað með þátt þennan. stgurður o. björnsson 128 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.