Heima er bezt - 01.02.1978, Page 2
Þjóðarbókhlaða
Fyrir nokkrum vikum var lagður homsteinn að merkilegu
húsi, svokallaðri Þjóðarbókhlöðu, sem ætlað er um ó-
komnar aldir að geyma tvö mestu bókasöfn þjóðarinnar:
Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið. En þau hafa
bæði árum saman kreppst í of þröngum húsakynnum,
sem bæði hafa skapað notendum og starfsliði margvíslegt
erfiði og óþægindi, sem meðal annars hefir valdið því, að
söfnin hafa naumast komið að því haldi, sem þau annars
eiga að gera.
Ég get naumast vænst þess, að fregnin um að hið lang-
þráða verk, bygging þjóðarbókhlöðu væri hafin, hafi
vakið verulega eftirtekt almennings a.m.k. utan Reykja-
víkur. En þó hafa heyrst raddir um, að hér sé óþarft verk
unnið, sem mátt hefði bíða, þangað til fram úr rættist um
efnahagsmálin.
Það er svo algengur viðburður, að hafist sé handa um
byggingu nýs stórhýsis í Reykjavík, að mönnum þykir það
ekki lengur fréttnæmt. Og einhvernveginn hafa málin
snúist svo, að segja má að stöðugt vaxi dýpið milli þétt-
býlis höfuðborgarsvæðisins og landsins utan þess. Er það
eitt af vorum þjóðarmeinum, en verður ekki rakið nánar
að þessu sinni.
En ég er heldur ekki viss um, að atburðurinn hafi snert
Reykvíkinga sjálfa nema þá lítinn hóp manna, sem
tengdir eru söfnunum, og jafnvel að þeir sem daglega
ganga í námunda við bygginguna veiti henni ekki meiri
athygli en verið væri að reisa nýja verslunarmiðstöð. Þor-
valdur Thoroddsen sagði einhverntíman um Kaup-
mannahafnarbúa, að þeir hefðu ekki áhuga á neinu nema
leikhúsum og hundunum sínum. Vafalaust hefir hinn á-
gæti vísindamaður tekið dýpra í árinni en sanngjarnt var
með öllu, en ef vér skyggnumst um í íslenskum fjölmiðl-
um nú á dögum, þá sjáum vér þó eitthvað í áttina. Dag-
lega er meira rúm helgað leiksýningum og deilum um
hundahald en vísindum og vísindaiðkunum. En Þjóðar-
3 8 Heima er bezl
bókhlöðunni er einmitt ætlað að verða einn af horn-
steinum menningarinnar í landinu, þar sem sérstaklega sé
hlynnt að þeim, sem vísindastörf leysa af hendi. Vissulega
njóta Reykvíkingar Þjóðarbókhlöðunnar meira en aðrir
landsmenn. En þau fræðistörf,sem þar verða iðkuð eru
óumdeilanlega eign vor allra, og andlegt forðabúr og
fræðauppspretta, sem vér öll, hvar sem bústaður vor er,
getum ausið af, og því snertir hagur þeirra og aðbúð oss
öll.
Það var ekki lítið átak, sem gert var, þegar Safnahúsið á
Amarhóli varreist á árunum 1908-1909. Húsið með öllum
búnaði kostaði þá rúmar 222 þúsund krónur, en allar
tekjur landsins þau tvö ár voru áætlaðar tæpar þrjár
milljónir króna. Hversu miklu ættum vér þá að geta varið
til þjóðarbókhlöðu, ef hlutföllin milli kostnaðar við hana
og ríkistekna væru hin sömu? Má og minnast þess, að
Safnahúsið var reist á tveimur árum, en bókhlöðunni er
ætlaður drjúgum lengri tími til að rísa af grunni. En
ráðamenn vora á fyrsta tug aldarinnar skorti ekki stórhug
né áræði, og þeir kunnu að meta hin andlegu verðmæti.
Safnahúsið var og er enn ein hin fegursta og virðulegasta
bygging á voru landi, samboðin þeim verðmætum, er það
geymir.
Áratugum saman hýsti Safnahúsið þrjú söfn auk
Landsbókasafnsins. Voru þau Þjóðskjalasafn, Þjóð-
minjasafn og Náttúrugripasafn. Brátt nálgast sá tími að
Þjóðskjalasafnið verði eitt eftir í hinu virðulega húsi og
mun ekki af veita. Svc ör hefir vöxtur safnanna verið á
þessari öld. Er það raunar spegilmynd af hinni öru þróun
þjóðfélagsins.
Safnahúsið er verðugt minnismerki sinnar kynslóðar,
og eins væntum vér þess, að Þjóðarbókhlaðan megi verða
tákn menningar og framtaks vorra tíma. Hvarvetna um
hinn menntaða heim eru vegleg bókasöfn talin meðal
dýrustu djásna þjóðanna og menningar þeirra, og hefir
svo verið allt aftan úr fornöld. Þau hafa verið það meðal
hámenntaðra þjóða um þúsundir ára, má þar minna á
bókasöfn Grikkja og Rómverja. Þau eru því flestu síður
sprottin af sýndarmennsku samtíðar sinnar.
Allt frá því menn tóku að gera letur og skrá frásagnir
sínar og hugsanir, hefir bókin í einhverri mynd geymt hið
skráða orð, og til hennar hafa kynslóðimar sótt menntun
sína og menningu um aldaraðir.
Vafasamt er, hvort nokkur þjóð á bókum meira að
þakka en vér íslendingar. Iðni og hugkvæmni forfeðra
vorra eigum vér það að þakka, að bækur voru skráðar hér
á landi og þá um leið lagður fram drýgsti skerfurinn til
þess, að tunga vor mætti haldast óspjölluð, og um leið að
vér gátum haldið sessi vorum sem sjálfstæð þjóð, þótt vér
yrðum að lúta erlendum stjórnvöldum. Tryggð og trúfesti
kynslóðanna megum vér þakka það, að hinar fornu bæk-
ur geymdust, en það að þær voru til og voru að meira eða
minna leyti almenningseign, og fólkið gat lesið þær, varð
er stundir liðu sterkasti þátturinn í að halda við þjóð-
erniskennd vorri, jafnvel þótt vér gerðum oss það ekki
ætíð ljóst, en henni máttum vér síðar þakka, að vér
endurheimtum frelsi vort frá erlendri yfirdrottnun.