Heima er bezt - 01.02.1978, Page 3
NÚMER 2
FEBRÚAR 1978
28. ÁRGANGUR
(srdxsstt
ÞJÓÐLEGT HEIMILISRIT
HEIMA ER BEZT . Stofnað árið 1951 . K'emur út mánaðárlega . Áskriftargjald kr. 3.000 . Gjalddagi 1. apríl: 1 Ameríku $11.00
Verð í lausasölu kr. 400 heftið . Útgefandi Bókaforlag Odds Björnssonar . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 558, sími 22500. 602
Akureyri. Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson . Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum . Prentverk Odds Björnssonar hf.
Þegar vér höfum þetta í huga verður ljóst, hversu snar
þáttur bókin er og hefir verið í sögu og framþróun þjóðar
vorrar. En það leggur oss um leið þá skyldu á herðar að
sýna henni þá virðingu, sem henni ber og skipa henni hinn
veglegasta heiðurssess.
Ég gat áður um trúfesti kynslóðanna við geymd bók-
anna, en þó vitum vér vel, að margt hefir glatast, sumt af
slysni, annað af óhirðu, en ef til vill þó mest vegna fá-
tæktar þjóðarinnar, sem hvorki gat komið sér upp viðun-
andi húsakynnum, og enn síður þvi húsnæði þar sem
bækur mættu varðveitast til almenningsþarfa.
Oft heyrum vér sagt, að dagar bókarinnar séu brátt
taldir. Tækni nútímans hefir fengið oss svo ótalmargt í
hendur, sem komið getur í hennar stað og að meira eða
minna leyti. En ég óttast slíkt ekki svo mjög. I ys og erli
Framhald á bls. 65.
Heima er bezl 39