Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 5
Tryggvi Jónasson í Finnstungu. Guðrún Jónsdóttir í Finnstungu. nefndi, að Tryggvi Jónasson hafi viljað „öllu til kosta að göfga og þroska sjálfan sig og síðan heildina.“ Trúverð- ugir hafa frætt mig um að kostir Guðrúnar Jónsdóttur hafi ekki verið síðri. Er því augljóst hver styrkur Jónasi hefur verið af slíkum foreldrum. Þau Tunguhjón eignuðust fjögur börn. Jónas var elstur. Næstur er svo Jón bóndi í Ártúnum, kunnur fyrir félags- málastörf í heimabyggð, ekki síst vegna söngstjórnar sinnar á Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Síðan er Guð- mundur, fyrrum bóndi í Finnstungu, nú húsvörður í Húnaveri. Og yngst var Anna, búsett á Blönduósi. Jörðin Finnstunga er búin að vera eign sömu ættarinn- ar allt frá árinu 1870. Og horfur eru á að svo muni áfram vera a.m.k. um sinn, því að þar búa nú dóttir Guðmundar Tryggvasonar og tengdasonur. í æsku vöndust Tungusystkin öllum algengum sveita- störfum á búi foreldranna, og Jónas segir að þau hafi átt vel við hann, einkum að fást við kindur. Tvo vetrarparta 1934 og 1935 var stuðlað að því að Jónas færi til Reykjavíkur til að læra burstagerð og að smíða dívana. Eftir það nám setur hann upp burstagerð í Finnstungu sem hann aðallega fékkst við á vetrum, en búskap sinnti hann á sumrum. Árið 1947 eignuðust þeir bræður, Jónas og Jón, býlið Ytra-Tungukot og þar stofnuðu þeir nýbýlið Ártún sem svo heitir síðan. Þeir hófu þar saman búskap árið 1948 og þangað flytur Jónas burstagerðina frá Finnstungu, sem hann sinnir ásamt búskapnum. Árið 1958 hefst svo Jónas handa með að láta smíða fyrir sig húsið að Húnabraut 26 á Blönduósi. Þótti það dýr bygging þá, enda öll vinna við hana aðkeypt. Árið 1959 tekur hann sig svo upp frá Ártúnum og flyst alfarinn til Blönduóss þar sem hann hefur átt heima síðan. Jón bróðir hans býr hinsvegar enn í Ártúnum og er oft við þann bæ kenndur. í hinu nýja húsi á Blönduósi starfrækir Jónas fyrst í stað burstagerð sína sem gekk vel. Einnig byrjar hann að versla með ýmislegt fleira en hann nú hefur á boðstólum. En upp úr 1960 byrjar hann svo að bólstra húsgögn og versla með þau. Hann tekur einnig að sér uppgerð á gömlum húsgögnum og hefur sú vinna færst heldur í vöxt. Við bólsturgerð hefur hann svo unnið upp frá þessu. Fyrst í stað oft langan vinnudag, en nú skaplegri eftir að árin fóru að segja til sín. — Ég hefði nú ekki haldið það, þegar ég var krakki, að ég færi að fást við handverk, ég þótti nú ekkert sérlega laginn í höndunum, segir Jónas hlæjandi við greinarhöf- und og bætir því við að verslunarstörf hafi þó verið hon- um enn fjarlægari. Tónlistin kemur fljótt til umræðu í tali okkar Jónasar. Ég hafði heyrt talað um hæfni hans og mikinn áhuga á henni. Mér segir svo hugur um að við hana verði nafn hans lengstum tengt í hugum Húnvetninga. Og svo er hún það sem hann helst af öllu vildi hafa getað gert að ævi- starfi- ef kaupin hefðu þannig ráðist á eyrinni. Einnig þekkti ég það af orðspori að allir Tungufeðgar hafi verið Heima er bezl 41

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.