Heima er bezt - 01.02.1978, Qupperneq 6
Þorbjörg og Jónas.
hvatningar- og forystumenn á tónlistarsviðinu í sínum
heimahögum.
— Þessir músíkhæfileikar, hvaðan koma þeir?
— Ég hugsa að þeir séu úr báðum ættum og kannske
ekki síður úr móðurættinni, þótt minna hafi borið á því.
— Var mikil músík á þínu æskuheimili?
— Já, já, það var nú heilmikið. Mamma átti gamalt
orgel, hún spilaði á þetta hljóðfæri og kenndi okkur öllum
systkinunum að lesa dálítið nótur. Við spilum öll meira og
minna og erum músíkhneigð. Einn vetur var meira að
segja fenginn maður til að kenna okkur svolítið meira en
mamma taldi sig vera færa um. Það var Þorsteinn Jónsson
frá Eyvindarstöðum sem nú er látinn. Hann var kunnur
maður hér um slóðir fyrir músíkáhuga sinn og hæfni. Ætli
ég hafi ekki verið 12—13 ára þegar þetta var. Og þetta var
nú eiginlega það eina sem ég lærði í þessum fræðum um
dagana.
Að vísu fór ég til Reykjavíkur árið 1934, eins og ég hef
áður sagt þér, og sótti þá nokkra tíma til Jakobs Tryggva-
sonar sem nú er kirkjuorganisti hjá ykkur á Akureyri. Þetta
var nú allt og sumt sem ég fékk af tilsögn í músíkfræðun-
um. Ég var þó með allan hugann við þetta um þetta leyti
og var farinn að velta því fyrir mér að læra verulega til
þess með það í huga að gera það að atvinnu. Kannske
hefur mig langað meir til þess en nokkurs annars. Það
varð svo úr að pabbi fór með mér til Páls fsólfssonar til að
ráðgast við hann um þetta og eins til að ganga úr skugga
um hvort einhverjir hæfileikar væru fyrir hendi til að
ráðast í þetta. Páll taldi þá til staðar en sagði að hér á landi
væri þess enginn kostur að vinna fyrir sér með músíkinni
einni saman og ég yrði þá að fara til útlanda ef ég ætlaði
mér að fara út á þessa braut. Þetta leist mér ekki á, að
þurfa að fara til útlanda, svo ég gaf þessa hugsun alveg
upp á bátinn. Síðar sköpuðust svo skilyrði fyrir atvinnu-
menn í tónlistinni, en það gat hvorugur okkar Páls séð
fyrir á þessum atvinnuleysisárum.
— Hvemig fórstu að því að lesa nótur á nótnaborði
hljóðfæris?
— Eiginlega gat ég það nú ekki, en með hjálp
stækkunarglers gat ég rýnt í þær, lært þær og lesið, og
síðan spilað eftir minni. Og eftir heyrninni og minninu
spila ég í dag.
— Ég hef heyrt þess getið að músíkáhugi hafi verið
töluverður í Bólstaðarhlíðarhreppi hér fyrr á árum og er
kannske enn?
— Já, það voru margir sem höfðu mikinn áhuga og
42 Heimaerbezt