Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 7
Húnabraut 26 á Blönduósi. Ljósm. E.E. voru góðir söngmenn. Mig minnir að á um 30 bæjum í hreppnum hafi verið til 14 orgel, eða eitt á næstum því öðrum hverjum bæ, og einn eða fleiri á hverjum bæ sem á þau spilaði. Ég held að miklu færri hljóðfæri séu nú til á heimilum þar en voru um það leyti sem ég var að alast upp. Þá var nú færra sem dreifði huganum og því mikið meiri tilbreytni að fást við þetta. — Hefur þú spilað undir á söngskemmtunum, t.d. hjá karlakórum? — Frekar lítið hef ég nú gert af því. Þó kom það nú fyrir, t.d. hjá Karlakórnum Vökumönnum á seinni árum og áður hjá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, en sá siður komst á eftir stofnun hans að hann söng við flestar jarðarfarir í hreppnum og er svo enn. Þegar hér er komið sögu þykir mér hlýða að geta þess að Tryggvi, faðir Jónasar, var einn helsti hvatamaður að stofnun þessa landskunna bændakórs. „Víst er að enginn unni kómum heitar né bar hag hans einlægar fyrir brjóstinu hátt í þrjá áratugi,“ segir séra Gunnar Árnason í afmælisritinu um kórinn 35 ára. Jónas starfaði í þessum kór frá árinu 1937, fyrst sem söngmaður og ein sex ár sem stjórnandi. — Það þótti ýmsum með ólíkindum er Jónas Tryggvason tók að sér stjórn karlakórsins, blindur að kalla. En fórst hún svo vel úr hendi að víðkunnugt varð,“ segir séra Gunnar Ámason. Jón í Ártúnum er nú stjórnandi þessa kórs. Þegar kór þessi varð tvítugur, 22. apríl 1945, var haldið hóf af því tilefni. Tryggvi Jónasson i Finnstungu flutti þar stutta ræðu við það tækifæri. Þau orð gefa svolitla innsýn í það hversvegna hann og synir, og ýmsir aðrir mætir menn, héldu dauðahaldi í þennan menningarauka. Tryggvi sagði m.a.: „Á þessari stundu er þrennt ríkast í huga mínum: Undrun — þakkir og minningar, og ég veit sannast sagt varla hvert af þessu er rúmfrekast. ...Undrunin á vissulega sinn tilverurétt. Eða munu ekki fleiri hugsa líkt og ég að það sé undrunarvert að þessi félagssamtök eru orðin 20 ára. — Samtök sem fyrst og fremst urðu til fvrir þá þrá mannssálarinnar að hefja sig upp (leturbr. hér) þó ekki sé nema stund og stund frá erfiði þess lífs sem sniðið hefur okkur svo þröngan stakk að flestir eiga í vök að verjast með að hafa í sig og á, enda þótt fyllstu spameytni sé gætt, (( Síðar segir Tryggvi svo m.a.: „... Það er þrekraun að taka svo mjög frá annarri kirkju mannlegs eðlis og leggja til hinnar, því vissulega er það eðlilegur mannlegur og sjálfsagður þáttur að dýrka Mammon nokkuð, — en sálin — eða Guð í manninum — þarf og sínar fómir. ... En af lágum — of lágum — sjón- stað sýnist allt sem til sálarinnar er lagt, vera frá Mamm- oni tekið. Þykir mér því sýnt að þeir sem í þessum félagsskap hafa starfað, og allir þeir og þær sem hann hafa stutt með ráðum og dáð, samúð eða samvinnu, muni á þeim sjónarhól staðið hafa og starfað, þar sem glöggt sér til orðanna gömlu og góðu: „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði“...." Þegar Jónas Tryggvason fluttist til Blönduóss 1959 hóf hann þegar afskipti af tónlistarmálum þar. Um hann safnaðist m.a. hópur áhugasamra söngmanna sem mynd- uðu kvartett sem starfaði samfleytt í 10 ár, og breyttist síðar í tvöfaldan kvartett um skeið og sungu þessir hópar við margs konar tækifæri. Síðustu sex árin koma nokkrir áhugasamir Lionsfélagar saman til að syngja undir stjórn hans og hafa þeir sungið innan héraðs og utan, m.a. hjá Húnvetningafélaginu í Reykjavík, t.d. vetrardag s.l. Auk þeirra sem sungið hafa þannig að staðaldri koma ýmsir og æfa í skemmri tíma af sérstökum tilefnum. í sex ár kenndi hann söng við Blönduósskóla. En við sönginn var ekki látið einan sitja. Fyrir um það bil átta árum var Tónlistarfélag Austur-Húnavatnssýslu stofnað. Jónas hefur verið í stjórn þessa félags frá byrjun Heima er bezl 43

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.