Heima er bezt - 01.02.1978, Síða 8

Heima er bezt - 01.02.1978, Síða 8
Lionsfélagar 1976. Jónas sitjandi til hægri. og er formaður þess í dag. Félag þetta rekur skóla á þrem stöðum í sýslunni, á Blönduósi, Skagaströnd og á Húna- völlum. Að skólanum standa öll sveitarfélög í sýslunni nema eitt. Fyrstu fjögur árin rak Tónlistarfélagið skólann með nemendagjöldunum og fjárstyrk úr ríkissjóði og frá hreppunum. En með tilkomu nýrra laga um tónlistar- fræðslu tekur ríkið nú þátt í launakostnaðinum til helm- inga á móti hreppsfélögunum. Nemendagjöldin fara hinsvegar í ýmsan kostnað sem er mikill, svo sem ferða- kostnaður kennara á milli staðanna þriggja. Aðsókn að skólanum hefur verið góð og sýnir þörfina á honum. Mesta vandamálið er útvegun kennara, því eiginlega þyrfti að vera einn á hverjum ofangreindra staða ef vel væri. Skólinn er auðvitað í húsnæðishraki eins og vel- flestar svona stofnanir og háð samkomulagi við velviljaða hvar hann fær inni hverju sinni. Allt hefur þetta þó gengið, en hlýtur að valda formanni erfiðleikum, þvi á hans herðum hvílir skipulagið og framgangur skóla- haldsins. En eftir þeim tíma sem í þetta starf fer sér Jónas áreiðanlega ekki eftir, svo brennandi sem hann hefur verið í andanum um framgang tónmenntafræðslunnar. ímynda mætti sér að sjóndöprum, og síðan alblindum manni, væri það eitt ærið starf að vinna fyrir lifibrauði sínu og sinna jafn tímafreku áhugamáli og tónlist- inni. En Jónas Tryggvason hefur ekki látið þar við sitja. Allt frá því hann komst til vits og ára hefur hann haft mikinn áhuga á félagsmálum héraðs síns og þjóðfélags- málum almennt. Um tíma var hann t.d. gjaldkeri sjúkra- samlagsins í heimabyggð sinni, Bólstaðarhlíðarhreppi, og hlaut lof fyrir það starf. Árið 1966 lætur hann tilleiðast, að þrábeiðni vina og kunningja, að gefa kost á sér til framboðs í hreppsnefnd Blönduósshrepps í baráttusætinu á lista Framsóknar- flokks og óháðra. Jónas var þar sem fulltrúi Framsóknar- flokksins. Víst er um það að mörgum andstæðingi þessa lista fannst það stappa nærri fullkomnu ábyrgðarleysi að ætla sér að fela blindum manni forsjá vandasamra og allt að því viðkvæmra sveitarstjórnarmála. Þetta varð sögufræg kosningabarátta sem ekki verður gerð hér að umtalsefni. En framboðslisti Jónasar rétt marði meirihlutann og þá í fyrsta sinn. Trúverðugir hafa sagt mér að hér hafi ráðið úrslitum kynni Blöndósinga af hæfileikum Jónasar, prúðmennsku í daglegu fari, rök- fastur og einarður málflutningur hans og einlægur um- bótavilji. Einkum var það þrennt sem dró Jónas út í þennan slag: Lenging hafnarbryggjunnar og bætt hafnarskilyrði, smíði viðbótarbyggingar við barnaskólann með það í huga að hann yrði fullkominn gagnfræðaskóli sem sinnt gæti þörf- um nágrannabyggðanna, svo og sundlaugarbygging og íþróttavöllur. Allt eru þetta stór verkefni fyrir fámennt og fjárvana byggðarlag. { Tímanum, laugardaginn 29. nóvember 1969, birtist viðtal við Jónas um gang hreppsmálanna það sem var af kjörtímabilinu. Þar kemur fram að sumt af ofannefndum hugðarefnum Jónasar var vel á veg komið, svo sem hafnarbryggjumálið, og annað í undirbúningi og varð síðar að veruleika. Draumurinn um gagnfræðaskóla sem sinnt gæti þörfum nágrannabyggðanna á þó langt í land, bæði vegna skiptra skoðana um það í héraði svo og vegna annars skipulags kennslumála, með grunnskólalögunum nýju. Jónas sat í hreppsnefnd Blönduósshrepps tvö kjör- tímabil (1966—1974) og bar ekki á öðru en hann skipaði þann sess með sóma, enda studdu samstarfsmenn hans hann með ráðum og dáð og reyndu að gera honum starfið bærilegt, eins og t.d. þegar Þórhalla Davíðsdóttir vara- hreppsnefndaroddviti, og síðar oddviti, útbjó kort með 44 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.