Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 11
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps undir stjórn Jónasar 1948. Jónas er í er í fremstu röð, þriðji frá hœgri. bama- og unglingaskólann. Þau giftu sig svo 3. maí 1962. Sambúð þeirra hefur verið hin farsælasta. Ég heyri það á Þorbjörgu að henni er lítið gefið um það MARKA-LEIFI Sólhvarfatíð og vetur úti og inni. Illviðrahrinur krenkja stutta daga. Áfreðagljáin allan byrgir haga. Engin þess von, að frosti og hríðum linni. Fetar sig veginn , einn, í ótíðinni, óskilatrippi milli byggða rekur. Þunnklæddan mann á hjarni í spori hrekur, hnikar þó ei af leið á göngu sinni. Liðin er tíð og framar fást ei svör við farandsgestsins spurn, hvort yrði hann fær um ennþá einn dag að hitta á veðra hlé. Aldrei um Vatnsskarð oftar beinir för útigangsmaður, krýndur silfurhærum, aleinn á ferð með óheimt vonarfé. að ég tali um hana. Ég vona þó að henni mislíki ekki þótt eftirfarandi fljóti hér með í lokin. Hún er fædd 17. maí 1921 í Fljótstungu í Hvítársíðu, Mýrasýslu, og telst því Borgfirðingur samkvæmt mál- venju. Foreldrar hennar voru þau Bergþór Jónsson og kona hans Kristín Pálsdóttir sem eignuðust 7 börn. Þorbjörg lauk kennaraprófi 1944. Stundaði eftir það kennslustörf, aðallega við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Til Danmerkur hélt hún 1949, þar sem hún stundaði nám við Danmarks Lærerhöjskole í Kaup- mannahöfn um eins árs skeið. Eftir heimkomuna fór hún aftur að Hallormsstað og síðar í Sandgerði. Hún ílentist á Blönduósi á haustdögum 1956. Hún kennir enn hluta úr degi, en mikið af tíma hennar fer auðvitað í starfið með bónda sínum í Blindraiðjunni Björk. Jónas Tryggvason tók í fyrstunni heldur dræmt i þá bón mína að fá að tala um hann í þessum þætti. En ég veit hann tæki mig alfarið i sátt fyrir hnýsnina ef hann yrði þess var að þessi pistill yrði annað og meira en upplýs- ingar um hann sjálfan, heldur sæmilegt innlegg í þá veru að vekja til umhugsunar um annað fólk sem líkt væri ástatt um og gera því kleift að vinna að sveitarstjórnar málum, menningarmálum eða öðrum þeim viðfangsefn- um daglegs lífs sem hugur þess stefndi til og það teldi sig fært um að sinna. Heima er bezl 47

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.