Heima er bezt - 01.02.1978, Page 15

Heima er bezt - 01.02.1978, Page 15
Halldór Stefánsson, Hlöðum. Ljósm.: E. H. Arnórsson, Akureyri. engi, og kostaði þá 30 krónur. Var það hið eina, sem Hlaðir áttu sunnan Tréstaðalækjar. Ekki veit ég nú (1977), hvemig frá þessum merkjum hefir verið gengið, en svona voru þau öll mín æskuár. Þá er að greina frá örnefnum og landslagi. Best er að hefja þá lýsingu á túninu. Það skiptist í Gamlatún og Nýjatún. Um mestan hluta gamla túnsins var vallargarð- ur, sumt af honum var gamalt, en meiri hluta hans hafði Stefán gert á fyrri búskaparárum sínum. En upp úr alda- mótunum hófst hann handa um mikinn túnauka, og varð þá Nýjatúnið til, þá var allt túnið girt með garði, nema nokkur hluti að norðvestanverðu með gaddavír. Gamlatúnið skiptist í tvennt af alldjúpri vatnsgrafinni dæld, heitir syðrihluti hennar, sem er grynnri og breiðari Leyningur en hinn nyðri Gil, eftir því rennur bæjar- lækurinn, vatnslítil seyra, sem kemur upp í norðanverðum Leyningnum. Bærinn stendur þar sem hæst ber á austur- bakkanum við mót Leynings og Gils. Fram af hlaðvarp- anum er hólbunga, Öskuhóll, og framan í honum snar- brattur bakki niður í iækinn, Öskubakki, þangað var kastað allri ösku og bæjarsorpi. Hefir vafalaust verið gert svo frá öndverðu. Mjög mikið var grafið framan úr Öskubakkanum af gamalli ösku og flutt i flög, en ekki sá högg á vatni. Vestan að dældinni heitir Vesturvöllur, nyrsti og mjósti hluti hans heitir Skott, og nær það suður á móts við bæinn. Syðst á því var gamall kartöflu- eða kálgarður, löngu vallgróinn, en vel mótaði fyrir garðlaginu. (Mig minnir að hann væri eldri en tíð Stefáns á Hlöðum). Skammt þar fyrir sunnan voru vallgrónar tóttir, sem Sauðhús hétu. Voru þau lögð niður fyrir miðja s.l. öld. Dálítil spilda vestur af þeim í túnjaðrinum hét Horngrýti, var það mjög illslægt vegna sands í rót, er sifellt fauk þangað úr melunum fyrir vestan. Nafn þetta lagðist mjög niður eftir að heimilisgrafreitur var settur þar niður syðst. Var honum valinn staður þar, því að hvergi er fegurra stæði á túninu öllu. Þar suður frá og síðan austur með túngarði allt að Leyningi eru Vesturhúsasléttur og í fram- haldi þeirra Leyningssléttur austur að gamla vallargarði. Sléttur þessar voru allar nýrækt gerðar um aldamótin. í bugnum, sem á sléttunum verður stóðu fjárhús, Vestur- hús, en tóttarbrot Miðhús austur undir Leyningi. Af þeim stóðu enn veggjarbrot, og voru þau notuð fram undir aldamót. Vesturvöllurinn var sléttur að mestu, en þó naumast véltækur, nema smáblettir, og þúfnastykki var meðfram Leyningi og Gili. Suður frá bæ og heimreiðargötum, austan Leynings heitir Austurvöllur, sléttur að kalla. Austurhús voru fjár- hús sunnarlega á honum. Austan að Austurvelli var vallargarður mikill og fom, var hann grjóthlaðinn á þeirri hlið, er frá túninu vissi, hafði sýnilega oft verið hlaðið innan á hann, hann „gildaður upp“, sem kallað var. Þegar tekið var til um ræktun Nýjatúns var hann jafnaður við jörðu, heita þar síðan Garðssléttur. Á austurbakka Leyn- ings, suður frá bæ heitir Rani. Yfir Leyninginn var gerður vegur nokkru sunnar en bærinn, var hann einkum notað- ur til að aka heim heyi. Norðan bæjar og heimreiðar heitir Útvöllur. Norðan við Öskuhólinn og bæinn var slétt brekka, var hún einn grösugasti bletturinn í túninu, en á gilbarminum niður frá henni heitir Beinrófa, hún var slétt að mestu, en annars var Útvöllurinn austan við hana nær allur kargaþýfður, gekk hann neðst yfir í mýrarsund. í brekkunni niður með gilkjaftinum og framan í melnum norður frá honum, voru kartöflugarðar, en gamall garður, löngu gróinn, austan við þá, hallaði honum að þúfnastykkinu. Norðaustur frá bænum er hólarani, Fjóshólar, en austan við þá og lengra suður annar Leyningur. Út með honum gekk annar hól- rani samhliða Fjóshólum en lægri, heitir hann Járnhóll, þótti hann harðslægur, milli hólanna er Járnhólslaut. Austan við Jámhól en sunnan Leynings er Hesthúshóll, og Hesthúslaut á milli þeirra, markaði fyrir tótt hins gamla hesthúss uppi á hólnum, en austan í honum stóðu Lamb- hús, og sunnan undir þeim gömul fjárrétt að heimreiðinni. Sunnan við hana voru Hesthús og Skúrhús, sambyggt þeim, en syðst í þeirri samstæðu verkfærageymsla. Nýjatún liggur norðan og austan að Útvelli og Austur- velli. Nyrst og vestast heitir Kinn andspænis Útvelli. Hallar henni til suðvesturs. Uppi á brekkubrúninni lágu Lónsgötur. Þar fyrir fyrir austan hét einu nafni Löngu- sléttur suður að heimreiðargötum, þó var þar syðst Heima er bezt 5 1

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.