Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 17
mýrastör. í hana var safnað vatni á vorin til áveitu á túnið, en annars var hún þurr að kalla á sumrin. Var hún engi, og torfrista nokkur syðst í henni. Oft var hún þó notuð til kúabeitar. í tjamarstæðið safnaðist leysingavatn á vetrum og var þar stundum skautasvell. Sennilega er Tjörnin gamall vatnsbotn frá síðjökultíma, hefir þá fallið vatns- mikill lækur úr henni um Leyninginn og lækjargilið í túninu. Sunnan við Tjömina er Kollótti melur (neðri), þar austan við lágt hall, Flóahall, mýrlent, en sunnan við hann Hraunhólsbolli, einnig mýrlendur, en Hraunhóll er stór grýttur hóll austast á melrana, sem gengur austur úr Ásn- um. Suður frá Hraunhól, en skilinn frá honum með mjóu sundi, er Efriás, samhliða Neðriási og er Hraunhólssund milli þeirra. Austan við Efri Ás norður á Flóahall er Flói, blautur fífuflói uppað hálsbrekkunum. Yfir Flóann voru hiaðnir tveir flóðgarðar, til að safna áveituvatni á túnið til viðbótar við Tjömina. Breyttist þá gróðurinn í starungs- mýri, þar voru síðar kölluð Hólfin. Suður með Tjöminni var Ásinn grasi gróinn en all- brattur, þar lágu Tréstaðagötur, sem beygja síðan upp á háásinn, en hverfa í mýrlendið suður af ásendanum, um þær var farið að Tréstöðum, en voru annars aðal hey- bandsvegurinn sunnan úr engjum. Nokkru sunnar en Hraunhóll var puntmór vestan í Ásnum og uppi á honum, kenndur við Ólöfu skáldkonu, Ólafarmór, heyjaði hún hann árum saman, þótt naumast gæti hann kallast engi, en þó allgrösugur og heyið gott. Varla hefir það verið meira en 6—7 hestar. Mórinn er nú horfinn í tún. Sunnan við ásendann eru tveir grashólar með tóttarbrotum Efri- og Neðri Grœnhóll. Á neðri hólnum kvað hafa staðið bær, en ekki er vitað hvenær og engar skráðar heimildir eru þar um. Tóttabrotin eru allstór og ekki ýkja fomleg. Á efri hólnum gæti hafa verið peningshús. Suður og suðvestur af Grænhólnum heita Grœnhólsmóar, og ná þeir suður að Tréstaðalæk. Næst Melunum eru það lyng- og grasmóar, en smáþýfð hálfdeigjumýri ofar, vaxin mýrastör, elftingu og allmiklu af grösum. Var það besti hluti engjanna. Suður við við Tréstaðalæk var Kaffihóll, þar var oft drukkið kaffi. Suður frá Efriási, en skilinn frá honum með mjóu sundi er Hrafnaás. Elftingarmór sunnan undir Efriási heitir Lambamór. Þar voru lömb setin fyrir löngu síðan. Austur af honum er Þórdísarmór, allstór spilda. Nafnið er eftir Þórdísi nokkurri, sem sinnaðist eitthvað við samverka- konu sína og rakaði allan móinn án þess að mæla við hana orð meðan henni rann reiðin. Suður frá Lambamó er blautur mýraflati, sem heita Grafir. Eru það svarðargrafir ævagamlar. Sú sögn fylgdi þeim, að þar hefði verið svarðartekja frá Möðruvöllum (klaustrinu) gegn engja- ítaki á Möðruvallahólma. Sums staðar í Gröfunum eru alldjúpir pyttir eða pollar, gamlar djúpar grafir. Heita þeir Ker, stóru- og litlu eftir stærð. í mörgum þeirra uxu ljósa- starartoppar, sem ekki eru annars staðar í engjunum og horblaðka stærri en annars staðar. Sunnan við Grafimar eru grasi vaxnir hólar Krókhólar, nafnið dregið af lögun hólaranans. Flötumóar ná frá Gröfum og suður að merkjum. Það eru engir móar, heldur samfelld greiðfær mýri allblaut, ofan við Grænhólsmóana, sennilega hefir þetta allt verið kallað Grænhólsmóar, en nafnið breyst, því að Flötumóamir eru nær sléttir, skárafærir að mestu. Einstök stórþúfa í þeim heitir Matarþúfa. Þar var stund- um matast, því að þurrt var umhverfis hana. Undir Hrafnaásnum að vestan er Krappimór, alvaxinn snar- rótarpunti, ber hann nafn með rentu. Var hann oftast sleginn, því að hann var sæmilega grasgefinn og heygóð- ur, en seigur og seinsleginn. Sunnan undir Hrafnaás er elftingarsund fremur þurrt, Reiðmelsmór, en ofan við hann Reiðmelur, dregur hann nafn af því, að sunnan í honum eru reiðgötur, og lá þar alfaravegur áður en Hörgárbrú var byggð. Lá hann frá Staðarvaði og Ferju- klauf á Hörgá, sem er rétt norðan við brúna, eða Hey- hólsvaði, nokkru norðar. Lá vegurinn yst í Tréstaðalandi um túnjaðarinn þar, síðan sunnan í Reiðmel og upp á háls um Messuklauf en sameinaðist þjóðveginum austan í hálsinum. Framhald af Flóanum er Hrafnasund, liggur það nokkru hærra en hann austan undir Hrafnaás. Syðsti hluti þess breikkar allmikið og er flatur og blautur oft nefndur Hrafnaflói. Hann var að mestu vaxinn mýrafinnung, sem ekki óx annars staðar á þessum slóðum. Hrafnaklöpp er stór steinn (Grettistak?) sunnarlega á Hrafnaási, en sunnan undir ásnum vex óvera af jarðarberjum, sem ég veit ekki um annars staðar í Hlaðalandi. Upp frá Hrafnasundi og allt upp á hálsbrúnina er mýrasund sem Háasund heitir, þar sprettur upp vatnsmikið dý, Háa- sundsdý. — Eru þá tahn ömefni innan engjagirðingar Hlaða. Á árunum 1912—13 var gerð um 1200 faðma löng girðing frá suðausturhomi túngarðs, suður vestan í háls- inum, efst um Háasund suður undir merki. Síðan liggur hún niður sunnan í Reiðmel og þaðan beint niður í Hörgá. Var hún talin merkjagirðing en lá þó ýmist norðan eða sunnan við merkin. Innan þessarar girðingar voru allar engjar Hlaða, sem eru að mestu leyti mýrasund. Sam- felldasta engið voru Grænhólsmóar, Flötumóar og Graf- ir. Þá skulu rakin ömefni utan girðinga og byrjar lýsingin við Hörgá norðan við tún. Þar er snarbrattur, hár mel- bakki niður að ánni oftast kallaður Ytramelshorn. Lá túngirðingin næstum fram á brún, en grind frá girðingar- homi fram á brúnina, svo að hægt væri að reka þar fé ef á lá. Litlu norðar er vatnsgrafin gjóta eða jarðfall í mel- bakkann, nefnd Skonsa. Norðan við hana byrja Sandhól- ar með landamerkjum, sem fyrr er getið. Austan undir hólunum er þurr grasi vaxin dæld, Skonsulág. Þar var stundum heyjað lítilsháttar. Þar fyrir norðan og austan, milli bæjanna Lóns og Hlaða, em samfelldir, flatir lyng- og hrísmóar, ýmist nefndir Hlaða- eða Lónsmóar, en miklu mestur hluti þeirra er í Lónslandi. Aðalgatan að Lóni, Lónsgötur lágu um Hlaðatún síðan austan í Sand- hólum og norður melbarð og loks yfir móana heim að Lóni. Miðmóagata lá suður móana milli bæjanna. Hún var nær aldrei farin, enda víða sigin saman. Lónsgötur voru akfærar. Framhald í næsta blaði. \ Heimaerbezl 53

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.