Heima er bezt - 01.02.1978, Qupperneq 18
GÍSLI HÖGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI:
Bodö — Tromsey
FRAMHALD
Er menn höfðu neytt dýrra krása að vild, var boðið til
íþróttasalar. Gestir fá sér sæti við smáborð og nú hefst
fræðslustund um norskan landbúnað og norsk bænda-
samtök. Mættir eru fulltrúar hinna ýmsu starfsgreina
landbúnaðarins, svo sem í jarðrækt, skógrækt, verslun
o.s.frv. erindi skýra þeir með skuggamyndum. Arne
Nilssen hóf umræður með fræðslu um uppbyggingu
norsku búnaðarsamtakanna, hvernig þræðir þessa stóra,
sterka félagsskapar liggja vítt um byggð þessa langa og
vogskorna lands, samantvinnaðir í 47 einingar, sem allar
tengjast saman á einum stað í „Landbrukets Sentralfor-
bund“, höfuðstöðvum norsks landbúnaðar.
Ekki er þess nokkur kostur að gera erindi Nilssens nein
skil hér svo yfirgripsmikið sem það var og stór fróðleiks-
gjafi. Þá tóku til máls fulltrúar hinna ýmsu starfsgreina og
fluttu fróðleg erindi. Um skógrækt flutti erindi ungur
maður með alskegg og má slíkt heita óþekkt hér, ekki var
það þó vegna skeggvaxtarins að sérstaklega var eftir hon-
um tekið, heldur gjörfileiks og glæsimennsku og getur
hans síðar. Á tíundu stund voru veitingar fram bornar, vín
í glös, vinaveigar, síðan kaffi með gómsætu brauði
heimabökuðu, sem allstaðar annarsstaðar hér í Noregi.
Karl úr Fióa situr við borð með Jóni í Bjarnarhöfn og frú.
Á móti karli sest ung norsk kona og karl fer að spyrja hana
hvaðan hún sé. Jú, hún er frá Osló, var að koma fljúgandi
send af norska útvarpinu til viðtals við Islendinga og fá þá
til að syngja dálítið fyrir sig. Þá segir karl á íslensku: „Þú
ert þá stórhættulegur kvenmaður.“ Auðvitað skildi hún
þetta ekki, og með leyfi, endursagði kona Jóns þetta á
norsku, því ekki vildi karl gera það sjálfur. Sú norska
bókstaflega veltist um af hlátri. En inn á segulband fóru
þessi orð vonandi ekki. En í veislulok tók hún upp þátt
sem fluttur var í norska útvarpinu. Var mikið á sig lagt að
gera slíkt. Veislulok voru eftir 6 stunda langa gleði og
fræðslufundi, og voru þar þakkar- og kveðjuræður fluttar.
Agnar Guðnason flytur sínar þakkir í snjöllu erindi.
Kemur inn á sögu Haraldar gráfelds, og leggur um leið
gráan gærufeld á herðar Arne Nilssen og segir: „Hér er
gráfeldur Noregs í dag.“ Að þessu var gerður góður rómur
og þakkaði Nilssen með snjöllu erindi. Slík voru veislulok.
Nú hugsuðu víst flestir til hvíldar eftir hamingjuríkan
dag, en þá kallar Agnar: „Hér eru komnir norskir bændur
með bíla sína og bjóða íslendingum til kvöldkaffis á
heimilum sínum og auðvitað farið þið!“ í rauninni treystir
Flóa karlinn sér ekki í kvöldverðarboð, en honum finnst
sæmd sín við liggja. Og þar sem Eyþór bóndi í Kaldaðar-
nesi og hans ágæta kona, Guðbjörg, eru boðin á sama bæ,
herðir karl sig upp, því betri félaga gat hann ekki kosið
sér. Bóndinn, sem býður okkur og ekur bílnum, heitir
Anselm Kristoffersen, stór er hann og vasklegur, snarleg-
ur í hreyfingum. Ekið er inn með Sortlandsfirði næstum
10 km„ þá er beygt þvert af leið upp í fjöllin um skógi-
vaxið skarð, næstum þriggja kílómetra leið ofan í lítinn
dal, og heim í hlað á snotrum nýupphúsuðum bæ.
Húsmóðirin, Björg Kristoffersen, stendur á hlaði úti, og
býður þessa fjóra langferðamenn velkomna. Við augum
blasir fjós, hlaða, vélageymsla ásamt tveim íbúðarhúsum,
annað mjög lítið og þar búa foreldrar húsbóndans. Og til
afa og ömmu í litla húsið eiga sonarbörnin tvö oft erindi,
ömmusögur eru líka vel þegnar hér eins og heima. Enda
finnst Flóa karli að litla húsið setji sérstakan rómantískan
svip á þennan litla dal, þar sem'snjór er í hlíðum niður að
skógarmörkum. Hér er jörðin agablaut og ill til framræslu
svo bóndinn hér verður að hafa traktorinn sinn á tvöföld-
um dekkjum að aftan. En þrátt fyrir þetta á hann fallegt
sáðgresis-tún, næstum hálfsprottið, en það beitir hann
ekki og slær það aðeins einu sinni. Nýtt fjós, rimlaflór,
rörmjaltakerfi og mjólkurtankur. Fimmtán fallegar kýr á
básum, hvergi sjást óhreinindi hvorki á kúm né fjósi, sem
er ljósmálað. Og málverk af tveimur kúm á sitt hvorum
langvegg og fögru kýrhöfði á gafli þess. Slíka dásemd
hefur Flóa karl aldrei séð og hefur orð á. Það er dóttirin
sem dútlar við þetta í frístundum. Hún hefur gaman að
fikta við pensil og liti. Klukka í stálumgjörð hangir á
vegg.. Allt skal á réttum tíma unnið, stundvísi er dyggð.
Besta kýrin hans Anselm mjólkaði á síðasta ári yfir 10.000
kg mjólk, og hún „Veslemöy“ gaf henni lítið eftir með
8135 kílóum af 4% feitri mjólk, eða 331 kíló af smjöri,
mjólk pr. árskú rúmlega 6500 kg. Fóður kúnna ígulgott
vothey. Nú er gengið til stofu. Þar er hlaðið borð með
gómsætu heimabökuðu brauði, hér mundi vel veitt. Á
einum vegg stofunnar var stór bókaskápur með fallegum
bókum, sumum eftir þekkta norska höfunda. Á öðrum
vegg var skápur með gleri fyrir, á hillum hans voru yfir 30
silfurbikarar ásamt fleiru, auðsýnilega verðlaun fyrir
íþróttaafrek, og nú gekk alveg yfir Flóa karl og hann fer
að spyrja húsbóndann. Anselm var greiður í svörum en án
alls yfirlætis. Jú, mest af þessum verðlaunum hafði hann
unnið í iþróttum, bæði á skíðum og einnig öðrum íþrótt-
um. Og nú voru börnin farin að bæta við í skápinn. Það
var svo sem auðvitað að hann væri enginn meðalmaður
þessi vasklegi, norski frændi hans, og meira var spurt. Hér
54 Heima er bezt