Heima er bezt - 01.02.1978, Síða 20
l,
Ritstjóri bændablaðsins „Norden", Karl Aartun ogfrú. í
baksýn sést til Kvœfjord og Kvœö.
sérkennilegt og fagurt í bjarkarskrúða með gulleitum
berggeirum allt til snævi þaktra tinda. Áfram veginn er
haidið inn í þröngan dal, Langavatn í samnefndum dal,
segir Agnar í hljóðnemann. Bændabýli eru beggja vegna
dalsins meðfram löngu vatni, undir bröttum hlíðum,
skógivöxnum þar sem hjarðir eru á beit. Geitahjörð er í
rjóðri ofan við einn bæinn. Gullhomsfjallið blasir alltaf
við yfir nærliggjandi hæðir.
Brátt tekur botn Kvæfjörds við. Ekið er fram með
honum norðan megin í neðstu brúnum snarbrattra
skógarhlíða, meðfram blátærum, lygnum firðinum á
hægri hönd í átt til Flesnes. Þar skulu bílamir fluttir yfir
fjörðinn til Refsnes og þaðan er þeim leiðin greið til
áfangastaðar í dag, Harstad. Rétt við ferjustaðinn er
æfaforn fiskhjallur með torfþaki. Þar hefur
reyniviðarplanta fest rætur sínar, og eftir þroska hennar
að dæma virðist hún una vel hag sínum. Hér eykst
byggðin. Reisuleg, velmáluð bændabýli blasa við í
hlíðarslökkum hárra og snjóþaktra fjalla, og Johan Jensen
leiðsögumaður í bílnum er sífellt að fræða um
búskaparhætti og sögu byggðanna, en Agnar þýðir í
hljóðnemann.
Frá Refsnes er ekið fram með Kvæfirði. Snjórinn eykst
á hnúkum hárra fjalla. Björkin er hér alls ráðandi. Burkni
og annað blómaskrúð dafnar vel í brekkum þessa
bjarkasals. Bændabýli tylla sér um tanga og nes. Á einum
bænum er sagt að sé yfir 100 ára gamalt bjálkafjós, sem
gegnir sínu hlutverki ennþá. Hér er þurrari jarðvegur,
betri mold, enda stækka býlin og þéttast, og sumir
bændanna framleiða meira en 200.000 kg. af mjólk. Hér
er líka mikil kartöflurækt. En sérstaklega er þó
jarðarberjaræktin mikil, og mikil ber í skógunum sem tínd
eru til búdrýginda.
Bílamir eru stöðvaðir við litla vík út frá Kvæfjörd, sem
karli úr Flóa heyrist nefnd „Grosted". Kannski hefur karl
ekki heyrt rétt, en hvað sem því líður er hér ósegjanlega
fagurt. Nú blasir allur fjörðurinn við, sem er í raun ekki
annað en skott af Andfjörd, sem opnast víður og stór i
Norskahafið. Og þessi litli fjörður leynir sannarlega á sér
við fyrstu sýn. Víðátta blasir við augum, dýrðarsýn
gömlum manni. Allur er fjörðurinn umkringdur háum
fjöllum með skógivöxnum hlíðum, þéttsettnum
bændabýlum. Silfurglitrandi snjór þekur hvem tind og
víða nær hann að skógarmörkum. Yst á annesjum spúa
fiskiðjuver ljósleitum gufumekki í loft upp, þar er gull
hafsins malað og matbúið. Sem næst miðjum firði er eyja,
Kvæö. Þar er skógræktarstöð og einhver búskapur, en svo
er landið þröngt, að kýmar eru fluttar til lands á sumrin og
hafðar í seli. Gamait hjarta íslensks bónda slær örar hér í
þessu landi andstæðnanna, íss, fjalla, skóga og sunda.
Hann skynjar skyldleika sinn við þetta fagra land.
Hvemig skyldi þá „Paradís“ líta út, fyrst forgarður hennar
er svona? Á stöku stað eru hús með torfþökum, er falla
einkar vel að umhverfi í þessum bjarkasal. Hér skammt
frá, við Broknes, er garðyrkjuskóli, þar sem íslensk stúlka
dvelur við nám. Ær með lömbum, og bjöllu um háls, eru
hér víða á beit í skógarhliðum. Þær eru heyrðar en sjaldan
séðar í skóginum, og hreindýr hafa sést hér á stöku stað
efst í skógarmörkum. Greni og fura vaxa hér ekki, nema
til sé plantað. Það er aðeins björkin sem ráðið hefur hér
rikjum um aldir, en verður smá saman að víkja fyrir
verðmeiri trjátegundum, en beinvaxin er hún og
drottningarleg.
Áfram, áfram upp frá þessari fögru vík, beint norður
um mishæðótt land í átt til Harstad. Skógur, tjamir, víða
hæða á milli, bændabýli og byggðin þéttist. Harstad
kemur í ljós. Vegurinn liggur á milli tveggja skógivaxinna
hæða, þar sem ystu hús kauptúnsins rísa, og niður að vík
þar sem aðalbærinn er. Þessi vík sem liggur inn af
Vogsfjörd er bogadregin, afmarkast af Trondenes að
norðan, þar sem hin foma Trondeneskirkja stendur, og
löngu nesi að sunnan. Umhverfi bæjarins er ákaflega
fagurt. f bakgrunni skógivaxnar hæðir, skíðaland
bæjarbúa, með brautum og stökkpalli. íbúamir eru
21.100 dreifðir um 349 ferkm. svæði. Bærinn óx mjög ört á
síldarárunum, og er enn mikill útgerðarbær, þó verslun og
iðnaður gegni nú stóru hlutverki í vexti bæjarins.
Bíllinn ekur niður í bæ og nemur staðar hjá
höfuðstöðvum bændasamtakanna, mjólkurbúinu og
Nord-Noregs Salgslag. Fyrst er mjólkurbúið skoðað, það
er nýlega endurbyggt, en athyglisvert að mörgu leyti. Hér
eru flestar vélar fjarstýrðar frá stjómborði sem staðsett er
utan og ofan við vélasal. T.d. ef stutt er á hnapp fer
strokkurinn að þvo sig sjálfur, slíkt er aðeins fyrir
fagmann að skýra.
Árið 1976 tók búið á móti 10.128.221 kg. af kúamjólk,
aukning 4.7%, og 582.671 kg. geitamjólk, aukning 16.1%.
Á mjólkurbússvæðinu eru 325 kúabændur, með 2400 kýr.
Framleiðendum hefur fækkað um 36. Geitabændur eru
31, hefur fækkað um 2. Þrátt fyrir það hefur mjólkurmagn
aukist. Sama þróun og á íslandi. Stærsti bóndinn virðist
mér vera Esten Hokland, sem leggur inn 217.352 kg
56 Heimaerbezt