Heima er bezt - 01.02.1978, Side 21
Kirkjan í Trondenes. Bcerinn Harstad sést í bakgrunni.
mjólkur, en sá minnsti Ottar Boltás, með aðeins 392 kg af
mjólk. 67 bændur leggja inn fyrsta flokks mjólk.
Sjálfsagt verður hér að nema staðar, því skal gengið til
sölusamlagsins, stórfyrirtækis á íslenskan mælikvarða. Þó
varasamt sé að hafa eftir tölur, sem skrifaðar eru niður af
ferðalúnum karli, en þar stendur uppsetning fyrirtækisins
yfir 100 milljónir norskra króna. Allar framleiðsluvörur
bænda eru hér teknar til sölumeðferðar, allt frá timbri og
niður í ber. Fyrirtækið rekur sláturhús af fullkomnustu
gerð, einnig miðlun með lífdýrasölu, sem og önnur
sláturhús í Noregil
Vinnudegi í sláturhúsi er lokið. Þess skal getið að hér er
allt nýtt og engu hent, enda sést hér enginn máfur á flugi.
Þeir ala ekki fugla á landbúnaðarafurðum hér. Þá er
aðeins að líta á kjötvinnsluna sem er nýtískulegt fyrirtæki.
Hér hanga íslenskir lambsskrokkar, sennilega af þyngsta
gæðaflokki. Við hlið þeirra héngu norskir lambsskrokkar,
sennilega 40 kg. eða meir. Þeir virtust betur vöðvafylltir og
fitujöfnun betri. Hér í kjötvinnslunni er unninn ljúffengur
matur úr innyflum. íslendingum ef til vill óskiljanlegt, en
þeir sem sáu það með eigin augum og neyttu réttarins, er
þetta ljóst nú.
Ekki alls fyrir löngu var hér hafin framleiðsla á pylsum
úr innmat, svo sem meltingarfærum, hjörtum, nýrum,
lifrum og að nokkru úr lungum, framleitt eftir
kúnstarinnar reglum og sjálfsagt með einhverjum
bragðefnum. í fyrstunni var þetta ódýr réttur og salan
treg, en nú er þetta dýr og eftirsótt fæðutegund, sem unnið
hefur sér vinsældir á norsku matborði. Þetta eru sverar
„pulsur" eða bjúgu, sem skorin eru niður og steikt á
pönnu, herramannsmatur.
Ósköp væri það nauðsynlegt að senda íslenska
kjötiðnaðarmenn til Noregs, þó ekki væri nema til annars
en að læra að búa til kjötfars, en það virðist enginn kunna
á Islandi, samanborið við norska vöru sömu tegundar.
Ánægðir að lokinni máltíð hjá sölusamlaginu halda
íslendingamir til Trondenes, hins forna kirkjustaðar og
sjálfsagt hefur byggðin til foma risið þeim megin víkur og
á nesinu, sem skagar fram, skógi skrýtt. Og Trondenes
kirkja stendur á sjávarhömrum við sjó fram. Þaðan er vítt
útsýni, og ekkert skip hefur af hafi komið inn Vogsfjörd
án þess að við væri vart frá víggirtri kirkjunni á
klettanesinu. Grafreitur er í skógarrjóðri, brekkuhalla
skammt frá kirkju. Þar rísa bautasteinar, sumir nokkur
hundruð ára gamlir. Um þennan grafreit er garðhleðsla
afar fom og innan hans fær björkin ekki að festa rætur.
Sagan segir að hér hafi kirkja fyrst verið byggð af Eysteini
konungi Magnússyni 1103—1122, sem eflaust hefur verið
trékirkja, víggirt með 5 metra háum grjótvegg, um meter á
breidd að ofan, og þakinn torfi. Hluti þessa garðs stendur
ennþá óhaggaður við gafl kirkjunnar, fast við
sjávarhamra. Á hornum garðsins eru varðskýli, sem rúma
4—6 menn. Frá þeim hefur verið fylgst með skipaferðum
inn fjörðinn. Margir hleðslusteinar hafa krafist stórra
átaka. í kirkjudyrum stendur sóknarprestur staðarins,
Ásbjöm Svartvasmo, og býður gesti velkomna.
Prestur flytur stutta ræðu í kórdyrum, en íslensku
gestirnir syngja sálm undan og eftir. Síðan segir prestur
sögu kirkjunnar, en Agnar endursegir á íslenska tungu.
Þetta er nyrsta steinkirkja í Noregi, söfnuðurinn er 7000
manns. Kirkjan er byggð á sama grunni og kirkja Eysteins
konungs á árunum 1220 til 1250, og er því yfir 700 ára
gömul. í gegnum öll þessi ár hefur kirkjan oft verið
lagfærð, en er í dag sem næst upphaflegri gerð. Síðasta
viðgerð hennar fór fram á árunum 1938—1950. Veggir eru
úr þriggja metra þykkum múr, grásteini, en umbúnaður
glugga og dyra er úr kljásteini. Er kirkjan var endurbyggð,
fundust undir gólfi hennar grafir í hundraðatali. Þessi
löngu látnu forfeður voru fluttir til kirkugarðs og grafnir
þar. Búnaður þessa guðshúss er æfaforn, og og sumt af
honum með vissu frá árunum 13—1400, en annað eflaust
eldra; átta ölturu, altarisborð, grásteinshillur, og sumar
geysi stórar, næstum þrír þumlungar á þykkt. Altaristöflur
eru yfir öllum ölturum, í kór og tveimur hliðarölturum.
Eru þetta ólýsanleg listaverk í augum gamals bónda og
svo mun fleirum þykja, skal ekki reynt að lýsa þeim, en
þess aðeins getið að taflan yfir háaltarinu sem var vígð
1476, mun smíðuð af sama manni og gerði altarisbúnað í
dómkirkjuna í Stokkhólmi. Skímarfontur er þarna
æfafom og á honum bikarlögun og er hann eldri en þessi
kirkja, unninn úr grásteinskletti. Ekki skal hætt sér út í að
rekja sögu eða lýsa þessari fornu kirkju frekar, en geta má
þess að hér þjónaði um skeið (1428) íslenskur prestur,
Sveinn Eiríksson að nafni, og sögu hans mun hægt að
rekja. Sæti átti hann í ríkisráði 1449.
Áð lokum safnast ferðafélagar saman utan kirkju, þá
eru komnir bændur úr sveitinni og bjóða næturgreiða.
Karli úr Flóa er boðið til dvalar á bóndabæ 3 km frá
Harstad ásamt húsmóður og Jóni bónda á Melaleiti og
konu hans Kristjönu, myndarhjónum og háttvísum.
Húsmóðirin á bænum, Eli Simonsen, ekur gestum sínum
heim til næturdvalar að fallegu húsi í hárri hlíð skammt
ofan þjóðvegar. Maður hennar kemur brátt heim, en hann
heitir Per Simonsen. Þau hjón eiga tvær dætur ungar. Hér
var vel veitt kaffi og heimabakað brauuð. Húsbúnaður er
hér góður og píanó i stofu. Gestum var vísað til herbergja
og snyrtingar.
Framhald í næsta blaði.
Heimaerbezt 57