Heima er bezt - 01.02.1978, Side 22
Uppi á Brekkunni
bjó einnig fólk
3 Geirþrúður
Thorarensen
Hún var fædd í Reykjarfirði (Kúvík-
um) á Ströndum 15. desember árið
1804. Skírnarnafn hennar var Ger-
trud því hún var dönsk í báðar ættir.
Foreldrar hennar voru Christen
Knudsen Thyrrestrup og Edele Eleo-
nora, fædd Torp, kaupmannsdóttir
frá Kaupmannahöfn. Þau munu hafa
farið ógift til íslands árið 1804 og giftu
sig þar 13. febrúar árið 1806, tveim
árum eftir að Geirþrúður fæddist. [16]
Edele Eleonora var fædd um 1780
og deyr 25. nóvember 1834 á Akur-
eyri, 54 ára að aldri.
Christen Knudsen Thyrrestrup var
fæddur 1779 en dó 25. apríl 1853 á
Akureyri. Hann mun hafa verið ætt-
aður frá Álaborg á Jótlandi og nam
beykisiðn á unga aldri. Til Islands
kemur hann að áeggjan J. L . Busch
kaupmanns í Höfðakaupstað (Skaga-
strönd) eða verslunarstjóra hans, Chr.
G. Schram, og gerist verslunarstjóri
Busch í Kúvíkum (Reykjarfirði). Sú
verslun mun hafa verið rekin sem eins
konar útibú frá Höfðaverslun. Þar var
ekki föst verslun árið um kring fyrr en
Thyrrestrup kom þangað. [17] Hann
rak þar verslun og sjávarútveg til árs-
ins 1818, að því talið er, en átti þó ekki
heima í Reykjarfirði lengur en til árs-
ins 1815.
Þegar hann dvelur í Reykjarfirði
fær hann það orð að hann sé „for-
núftugur, hjartagóður og vel að sér.“
[18] Og hann var einn af fáum í Eyja-
firði sem Bjarni skáld og amtmaður
Thorarensen talar vel um í bréfi til
vinar og segir hann vera „gullærleg-
an.“ [19]
Kona Thyrrestrups er framan af
dvöl sinni í Reykjarfirði talin vera
„forstöndug og aðsjál“ en síðar „um-
sjónarsöm og góðhjörtuð og vel að
sér.“ [20]
Þau hjón eignuðust þrjár dætur sem
allar voru fæddar í Reykjarfirði.
Elst var Geirþrúður (Gertrud) sem
hér kemur við sögu.
Önnur í röðinni var Ane Mette,
fædd 21. júní 1807, deyr á Akureyri
1862, ógift alla ævi.
Hin þriðja var Sophie Jacobine,
fædd 12. apríl 1814 en dó á Akureyri
1. ágúst árið 1881. — 11. september
1835 giftist hún Johan Gottfred Hav-
steen, síðar faktor og kaupmanni á
Akureyri. Þau fluttust frá Hofsósi til
Akureyrar 1837 þar sem J.G. Hav-
steen starfaði fyrst sem aðstoðarmað-
ur við verslun tengdaföðurins. Þau
eignuðust 13 börn, en urðu fyrir því
þunga mótlæti að missa svo að segja í
einu fjögur uppkomin börn úr slím-
veikinni sem Bjöm Jónsson nefnir svo
í bréfinu til Eggerts og varð lands-
mönnum þung í skauti á þessum ár-
um. Barnaveiki þessi (difteritis) gekk
á Akureyri á árunum 1861 og 1862 og
skildi mörg heimili eftir í sárum.
Havsteens-hjón misstu einnig nokkr-
um árum síðar fullorðinn son, Christ-
en að nafni, og heitinn var eftir afa
sínum, Thyrrestrup kaupmanni.
Önnur böm þeirra komust upp og
meðal þeirra var Júlíus Havsteen,
síðar amtmaður, og Jakob Valdemar
Havsteen, síðar kaupstjóri Gránu-
félagsins, etasráð og konsúll og kunn-
ur kaupmaður á Oddeyri, einn helsti
frumbyggi þar, sem eitthvað kvað að
í atvinnurekstri.
Árið 1815 flytjast þau Thyrre-
strup-hjón og dætur til Akureyrar þar
58 Heima er bezt