Heima er bezt - 01.02.1978, Side 23
sem Thyrrestrup gerðist faktor
Buschverslunar þar.
Busch kaupmaður lést 1822, og
tveim árum eftir dauða hans, eða 25.
janúar 1825, kaupir hinn þekkti
kaupmaður, Jóhann Gudmann þessa
verslun og verður þar með eigandi
tveggja verslana á Akureyri. [21]
Thyrrestrup hélt faktorsstöðu sinni
þrátt fyrir eigendaskiptin. Fyrir hinni
Gudmannsversluninni var Andreas
Daniel Mohr, faðir Jóhanns þess sem
fyrr hefur komið við sögu. Með bréfi,
dags. 11. júlí 1839 [22], selur svo Jó-
hann Gudmann Thyrrestrup verslun
þá sem hann svo lengi hafði veitt for-
stöðu og rak Thyrrestrup hana á eigin
nafni til dauðadags 1853.
Haft hefur verið á orði að sala þessi
hafi verið með undirmálum og hafi
Gudmann raunverulega átt hana
áfram eða a.m.k. stóran hlut í henni.
Þegar sala þessi fór fram var í upp-
siglingu bann við því að kaupmenn
ættu fleiri en eina verslun á hverjum
verslunarstað og kom til framkvæmda
með konungsbréfi 7. apríl 1841.
Svo mikið er víst að Gudmann er
aftur kominn með verslun þessa í
hendumar eftir fráfall Thyrrestrups
og af honum kaupir J. G. Havsteen
1855, og rekur til ársins 1874.
Því má skjóta hér inn að þegar
Andreas Daniel Mohr lætur af
faktorsstörfum og flyst til Danmerkur
1852, verður Björn okkar Jónsson
fyrir versluninni um hríð, en síðan
hinn merki maður Bernhard Steincke
til ársins 1875.
Thyrrestrup var voldugur kaup-
maður á Akureyri og rak jafnan stóra
verslun. Hann var stórríkur og dætur
hans fengu mikinn arf eftir hann í
skuldabréfum, lausafé og húseignum,
m.a. stórt hús í Kaupmannahöfn.
Hann var greftraður í Hrafnagils-
kirkjugarði.
Þegar auður hans er hafður í huga
vekur undrun að Bjöm Jónsson skyldi
telja fjárhagsástæður (pekuniær)
dóttur hans bágar á janúardögum árið
1861. Enda voru þær það ekki. Við
auð hennar átti svo eftir að bætast við
andlát systurinnar, Ane Mette, 1862,
en þá erfði hún hvorki meira né
minna en fast að 3.796 ríkisbanka-
dölum sem var mikið fé.
Eyrarlandsbœr. Eftir vatnslitamynd
Kristinar Jónsdóttur frá Arnarnesi.
Eign Minjasafnsins á Akureyri.
Þær Thyrrestrup systur voru sagðar
dramblátar og lítt við alþýðuskap. Sú
saga er sögð af þeim að þegar búið var
að ákveða kirkjusmíðina á Akureyri
(vígð 1862) vildu þær láta setja
tvennar dyr á hana, aðrar fyrir
hefðarfólk, hinar fyrir almúgann.
Þegar séra Daníel Halldórsson á
Hrafnagili heyrði þetta á hann að
hafa sagt: „Ég hélt að aðeins einar dyr
væru á himnaríki."
4 Meira sagt frá því
Thorarensenfólki
Þess hefur áður verið getið að eftir lát
Stefáns Þórarinssonar amtmanns árið
1823 fluttist ekkja hans, Ragnheiður,
til Akureyrar og sat þar í óskiptu búi
og stundaði fjáraflastarfsemi. Árið
1830 þótti henni tími til kominn að
skipta einhverju af eignunum upp á
milli barnanna og stefndi þeim til
fundar við sig á Akureyri í þeim til-
gangi. Skipti þessi ætluðu ekki að
ganga átaka- eða hljóðalaust fyrir sig,
eftir því sem Jón Espólín segir:
„... fengu þau nú öll nokkuð, helst
jarðir, en þó alllítið þau sem mest
höfðu uppborið áður, lá við þeim
semdi ekki, og að skotið væri til
sýslumanns, en þó varð ei af því ..."
[23]
Það leikur enginn vafi á því að við
þessi skipti koma 3/4 hlutar Stóra-
Eyrarlands í hlut Magnúsar Thorar-
ensen og eftir það fer hann að búa þar
alfarið.
Árið 1844 deyr svo móðir hans, og í
arf eftir hana (4. sept. 1844) [24] hlýtur
hann þann fjórða partinn sem eftir
var af Eyrarlandseigninni. Einnig
hreppir hann jarðirnar Naust og
Kotá, sem báðar voru á Brekkunni,
sem og jarðimar Syðra-Holt í Svarf-
aðardal og Nes í Saurbæjarhreppi.
Arfshluti Magnúsar við þessi síðustu
skipti var uppá 3.000 ríkisbankadali í
jarðeignum og dönskum skuldabréf-
um. Af þessu má sjá hve feiknarlegur
auður hefur verið í garði þeirra amt-
mannshjóna, því margir voru erfingj-
amir og drjúgur hluti komið til út-
hlutunar áður, svo sem hér á undan
var sagt.
Ef reynt væri að gera sér grein fyrir
verðmæti þessara 3.000 ríkisbanka-
dala miðað við núgildandi peninga,
mun ekki fjarri lagi að telja þetta um
12 milljónir króna. Er þá miðað við
kýrverð í dag (120—150 þús. kr.
mjólkandi kýr) og verð á henni þá
eftir verðlagsskrám (26—30 rbd.).
Kusa hefur löngum þótt nokkuð
haldgóð til svona viðmiðunar, þó ekki
teljist þessi útreikningur fyllilega ná-
kvæmur. Kýrverð í dag gerir lítið
betur en halda í við dýrtíðina, þótt
Heima er bezt 59