Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 25
Sveinn Jónsson og Ingibjörg Ólafs-
dóttir ekki óheppnust.
5 Arfsskipti eftir
Magnús
Thorarensen
Skömmu eftir andlát Magnúsar var
hafist handa um skiptingu arfs eftir
hann, milli ekkjunnar og þriggja
bama þeirra sem þá voru öll undir
lögaldri.
Skiptafundir voru fjórir og skiptin
tóku rúmlega þrjú ár sem stafaði m.a.
af því að upplýsingar þurfti að fá frá
Danmörku um skuldir við lausa-
kaupmenn og eignir þar (skuldabréf).
[29]. Tók þetta sinn tíma eins og sam-
göngum var þá háttað milli landanna.
Tveir fyrstu skiptaréttirnir voru
settir 14. apríl 1846 og 19. desember
sama ár og haldnir undir stjórn Borg-
ens sýslumanns sem gegndi embætti í
Eyjafjarðarsýslu á árunum
1837—1847 og var danskur maður.
Tveir hinir síðari voru haldnir undir
stjóm Eggerts sýslumanns Briem. Bú-
ast má við að sýslumannsskipti hafi
eitthvað tafið fyrir málalyktum.
Síðasti skiptarétturinn var svo sett-
ur 29. nóvember 1849 á Eyrarlandi.
Þar mætir Eggert Johnsen fjórðungs-
læknir sem fjárhaldsmaður ekkjunnar
og J. G. Havsteen sem fjárhaldsmaður
bama. Svo hafði Thyrrestrup kaup-
maður vakandi auga á öllu saman.
Eignir dánarbúsins voru taldar að
verðmæti liðlega 5.006 ríkisbanka-
dalir (skildingum sleppt hér, því að
allt var talið nákvæmlega á þessum
árum). Frá þessari upphæð voru
dregnir liðlega 500 rbd. og látin fylgja
með svohljóðandi greinargerð:
„Eftir sýndum reikningi hefur
kaupmaður Thyrrestrup, er situr í
óskiptu búi, afgreitt upp í móðurarf
dóttur sinnar, ekkjunnar, 1481 rbd. 91
sk. Þegar sá móðurarfur hennar væri
talinn 2.000 rbd. [30], þá kæmi
dánarbúi þessu til góða 518 rbd. og 77
sk., en með því herra C. Thyrrestrup
nú einungis borgar 18 rbd. og 77 sk.,
en afgreiðslan á 500 rbd. bíður síns
tíma, þá dragist það frá dánarbús-
summunni að svo stöddu.“ [31]
Ctgjöld dánarbúsins voru talin 948
rbd. í þeirri upphæð voru 92 rbd. sem
ekkjan mátti „taka til útfarar sinnar af
óskiptu, skuldlausu búi, jafnmikið og
hóflega hefur verið kostað til greftr-
unar hins látna,“ eins og segir í lögum
um skipti og erfðir sem farið hefur
verið eftir. [32]. í útgjaldasummunni
voru einnig allar skuldir vegna smíði
Eyrarlandsstofu sem áreiðanlega hef-
ur verið verðmætasta eign dánarbús-
ins.
Skuldlaust bú var talið 3.557 rbd.
og 76 skildingar og er ekki fjarri lagi
að telja það 12—14 milljónir eftir nú-
gildandi peningum.
6 Jörðin
Stóra-Eyrarland
í arf eftir mann sinn fær Geirþrúður
jörðina Stóra-Eyrarland, ásamt hjá-
leigunum Barði (5 hndr.) og Hamar-
koti (12 hndr.), en samtals var stór-
býlið með hjáleigunum talið 52 hndr.
og metið á 1.470 ríkisbankadali, sam-
kvæmt endanlegri skiptaskrá. Odd-
eyri fylgdi þessari eign sem og hólm-
amir í Eyjafjarðará sem nefndir hafa
verið.
Árið 1860 voru ábúendur á Stóra-
Eyrarlandi þessir:
1. býli (Eyrarlandsstofa): Geir-
þrúður Thorarensen, ekkja, 55 ára
húsmóðir, lifir af eignum sínum.
Helga Guðmundsdóttir, 29 ára og
Margrét Hallgrímsdóttir, 15 ára,
vinnukonur hennar.
2. býli (torfbærinn): Christen Sæ-
mundur Thorarensen, bóndi og tré-
smiður, 33 ára, hefur grasnyt. Friðrika
Jakobína Thorarensen, kona hans, 28
ára. Stephanía Geirþrúður, 6 ára,
Vilhelmína Sigríður, 3 ára, böm
þeirra. Kristín Þóra Þorleifsdóttir, 20
ára, vinnukona. [33]
í landi Eyrarlands voru ýmis ör-
nefni sem mikið til eru horfin úr vit-
und fólksins og aðeins það eldra man
eftir. Hér skal nefna Eyrarlandslaut er
var nálægt miðjum Lystigarðinum.
Vestan við bæinn var Eyrarlandsholt,
en fyrir ofan það Eyrarlandsflói. Náði
hann upp að Viðarholti, sem áður hét
Krossholt. Þar fyrir ofan var seinna
reist býlið Lundur. Vestan við Viðar-
holt var Réttarhvammsmelur og
Réttarhvammur upp við Glerá. Sunn-
an við Eyrarlandsflóa voru margir
hólar, Smáhólar, náðu þeir suður á
móts við Naustatjörn. Milli þeirra og
Eyrarlandsholts var Smáhólasund, en
vestan við hólana var Miðhúsaflói.
[34] Fleiri örnefni mætti nefna en mál
ekki lengt með því.
7 Hjáleigan Barð
Á brekkubrúninni sunnan við Barðs-
gil var Barð (rétt norðan og neðan við
menntaskólann). Undirvöllur hét í
hallanum austan við bæinn (Spítala-
vegur 9—19). Járnhryggur var stór
hóll utan og neðan við bæinn. Hjall-
hóll var norðaustur af bænum. Báðir
eru nú horfnir.
Á Barði bjuggu eftirtaldir árið
1860:
a. Stefán Vigfússon, 68 ára, hús-
maður, lifir af ýmislegri hand-
björg sinni. Guðrún Gísladóttir,
61 árs, kona hans. Guðrún Anna
Vigfúsdóttir, 5 ára, tökubarn,
sonardóttir þeirra.
b. Þorleifur Þorleifsson, 55 ára,
húsmaður, óákveðin atvinna.
Elín Þorsteinsdóttir, kona hans,
54 ára. Steinunn Helga, 12 ára,
dóttir þeirra.
c. Sigurður Bjamason, 38 ára, hús-
maður, óákveðin atvinna. Sig-
ríður Bjamadóttir, 30 ára, kona
hans. Kristjana Margrét, 11 ára,
og Sigurbjöm Valdimar, 4 ára,
böm þeirra. Sigríður Einars-
dóttir, 27 ára, húskona, lifir af
ýmislegri handbjörg. Vilhelmína
Vigfúsdóttir, 3 ára, dóttir henn-
ar.
Útilokað er að hinn vesæli torfbær
á Barði hafi rúmað allt þetta fólk eða
landkostir getað brauðfætt það. Eitt
besta heyjasvæði hjáleigunnar,
Undirvöllurinn, var t.d. leigður kaup-
mönnum til grasnytja. Sumir þeirra
sem skráðir voru á Barði hafa átt
heima annarsstaðar, annaðhvort á
höfuðbólinu eða í verslunarstaðnum
Heima er bezt 61