Heima er bezt - 01.02.1978, Qupperneq 26
og flest af því unnið hjá óðalsbónd-
anum, a.m.k. upp í jarðarafnotin.
Magnús þurfti m.a. margt fólk við
mótekjuna sem hann hafði mikið upp
úr. Sumir af skráðum ábúendum
Barðs hafa og unnið við einhver störf í
verslunarstaðnum.
8 Hjáleigan
Hamarkot
Deildar meiningar hafa verið um hvar
bærinn hefur staðið. Eldra fólk sem
man hann vel getur ekki alveg sagt til
um það vegna mikilla breytinga í
landslagi af völdum byggðarinnar.
Skrásetjari þessara pistla telur
mestar líkur á að bærinn hafi staðið
þar sem nú er Ásvegur 26, hús Hreins
Óskarssonar múrarameistara og
starfsmanns fþróttaskemmunnar á
Akureyri. Lýsingar Hreins á staðhátt-
um, þegar hann byrjaði að grafa fyrir
grunni húss síns, benda eindregið til
þess. Einnig segist hann hafa komið
niður á moldargólf og veggjahleðslu
gamals torfbæjar og séð greinileg
merki um gamlan öskuhaug við
norðurenda húsgrunnsins. Grjótið
sem kom upp við jarðraskið var svo
mikið að það tók hann heilt sumar að
hreinsa það úr grunninum. Lýsingu
Hreins og lýsingu þeirri sem Tryggvi
Emilsson rithöfundur gefur af bænum
Uppi á Brekkunni. Barð sést næstum
því fyrir miðri mynd og er þarna timb-
urhús sem flutt var þangað upp úr
aldamótunum 1900 og var eitt af rann-
sóknarhúsum danskra norðurljósa-
skoðunarmanna sem dvöldu á Akur-
eyri veturinn 1899—1900. Myndin er
tekin af Hallgrími Einarssyni Ijós-
myndara, sennilega 1904 því gagn-
frœðaskólahúsið (núv. menntaskóli) er
í byggingu en það sést í stafn þess til
vinstri á myndinni. Eign Minjasafnsins
á Akureyri.
og staðháttum í bók sinni „Fátækt
fólk,“ ber svo að segja alveg saman. í
bók Tryggva segir svo m.a.:
„Hamarkotsbærinn stóð á háum
hól og túnið á alla vegu, hlaðið var
lagt hellugrjóti leirlituðu og setti það
þokkafullan svip á bæinn, framundan
var hlaðbrekkan, há og brött, á vetr-
um svifaði svo snjó frá bænum að
aldrei þurfti að moka frá dyrum. Á
brekkubrún norðan bæjarins var
öskuhaugur forn og grasi gróinn og
skipti hann um lit árlega, það var
puntgras, leggirnir voru ýmist hvítir
eða gulir og öxin rauð og gul, ekki
mátti slá hauginn og var sá trúnaður á
að því fylgdi barnaólán ef út af var
brugðið....“
Aðspurður kveðst Tryggvi hafa
þessa vitneskju af skrifuðum blöðum
sem faðir hans lét eftir sig, en hann
bjó um tíma í Hamarkoti eins og
kunnugt er orðið af bók Tryggva. [35]
Húsið Staðarhóll, sem nú er horfiðj
var reist í túni Hamarkots á sínum
tíma.
Hæðirnar upp af Oddeyri og vestur
undir Kotártún drógu nafn sitt af
þessari hjáleigu og voru nefndar
Hamarkotsklappir.
Af úttektabókum Gudmannsversl-
unar má sjá að þessi hjáleiga hefur
verið nokkuð farsæl bújörð, a.m.k.
virðist afkoma landseta bærileg eftir
því sem þá gerðist.
Árið 1860 bjuggu eftirtaldir í
Hamarkoti:
Guðmundur Magnússon, bóndi,
lifir af grasnyt, 42 ára. Þorbjörg
Magnúsdóttir, 41 árs, kona hans. Jó-
hann Kristján Ágúst, 11 ára, og Sig-
ríður Magnbjörg Margrét, 8 ára, böm
þeirra. Jóhann Rósant, 10 ára, sonur
bóndans. Benedikt Ólafsson, 33 ára,
ógiftur vinnumaður.
9 Jörðin Kotá
í hlut Geirþrúðar kom einnig jörðin
Kotá. Samkvæmt skiptaskránni er
hún talin 20 hndr. á landsvísu með V/i
kúgildi og álna landskuld, 230 ríkis-
bankadala virði. Landamerkjaskrá
þessarar jarðar er til, samin af Jó-
hannesi Halldórssyni 1. janúar 1886.
Jóhannes þessi var bróðir séra Daníels
á Hrafnagili, og var kennari og skóla-
stjóri hins fyrsta eiginlega barnaskóla
á Akureyri sem hóf starf í nóvember-
mánuði 1871.
Landamerki Kotár hafa verið þessi:
„Að austan. Úr ysta homi á holti
því sem liggur fyrir austan Kotártún
og fast að er bein sjónhending til suð-
urs eftir tveim vörðum í austanverðu
téðu holti milli Kotár og Hamarkots,
úr nefndum vörðum er enn aftur bein
sf'..u í vörðu norðanvert við Grófar-
gilslæk, lítið eitt fyrir norðan gamalt
vað sem verið hefir þar í honum.
Að sunnan og vestan, frá síðast
nefndri vörðu, ræður Grófargilslækur
merkjum stuttan spöl til vesturs, og
litlu er þar sem hann þrýtur eða
hættir að falla í stokk, er hlaðin varða.
Úr þeirri vörðu er bein sjónhending til
vesturs í miðjan Hestklett á sunnan-
verðu svonefndu Krossholti, en úr
honum er aftur sjónhending bein til
62 Heima er bezt