Heima er bezt - 01.02.1978, Qupperneq 27
Uppi á Brekkunni. Sunnuhvoll, oftast
kallað „Hœnsnagerði“ í tali almenn-
ings, því að þar hafði Axel Schiöth
bakarameistari hœnsnabú.
útnorðurs eftir miðjum Hestklettsás, í
vörðu utarlega í honum, þar sem hann
er hæstur og þaðan beint út í Glerár-
gi'-
Að norðan og útnorðan ræður
Glerá landamerkjum.“
Af öðrum örnefnum í Kotárlandi
má nefna:
Suðaustur af bænum var tjörn,
Kotártjörn. Neðan við túnið var dæld
sem nefndist Görn. Vestan við túnið
var djúpt gil, Lœkjardalur, um það
rann Kotárlœkur sem náði suður
vestan við Skarð (áður Grœnhóll,
e.t.v. sama og Grœnutóttir). Ofan við
Lækjardal hétu hæðirnar einu nafni
Kotárborgir, upp að efri Glerárbrú.
Eins og fram hefur komið var þrí-
býli á Kotá árið 1860 og voru ábú-
endur þessir:
1. býli: Sveinn Jónsson, 67 ára, lifir
af grasnyt. Ingibjörg Ólafsdóttir, 72
ára, kona hans.
2. býli: Þórður Erlendsson, 44 ára,
bóndi, lifir af grasnyt. Jóhanna Páls-
dóttir, kona hans, 39 ára. Geirþrúður
Margrét, 13 ára, Erlendur, 12 ára,
Helga, 5 ára, og Wilhelmína Pálína, 3
ára.
3. býli: Gunnvör Einarsdóttir, 38
ára, ekkja, lifir af grasnyt. Ólafur Jón,
4 ára, Jón, 2 ára, börn hennar. (Ólafur
Þorsteinsson, bóndi, maður Gunn-
varar, fimmtugur að aldri, lést
skömmu áður en manntal þetta var
tekið). — Hans Kristján Jónsson, 22
ára, ógiftur vinnumaður.
Auk ofannefndra jarða kom svo í
hlut Geirþrúðar búpeningur, vand-
aðir innanstokksmunir sem höfðingj-
um einum sómdi o.fl. o.fl. Þá má ekki
gleyma kúgildunum sem undanskild-
ar voru arfafjáreign en fylgdu jörð-
unum.
[16] Saga Akureyrar. Klemenz Jónsson. Akur-
eyri 1948. Neðanmálsgrein, auðkennd
Brynleifi Tobiassyni sem sá um útgáfuna,
bls. 31.
[17] Lýðir og landshagir: Brot úr verzlunar-
sögu II. Þorkell Jóhannesson. Rvík 1965,
bls. 272.
[18] Strandamenn. Jón Guðnason. Rvík 1955,
bls. 450.
[19] Safn Fræðafélagsins um Island og íslend-
inga. Khöfn 1943. Bjarni Thorarensen,
bréf, fyrra bindi. Jón Helgason sá um út-
gáfuna.
[20] Sbr. [18] hér að ofan.
[21] 1 brotum úr verzlunarsögu II, sem er rit-
gerð eftir dr. Þorkel Jóhannesson og birtist
í Andvara 1958, bls. 37—67, og síðar í
bókinni Lýðir og landshagir, fyrra bindi
1965, bls. 277, segir að þetta hafi gerst árið
1822, strax eftir andlát J.L. Busch. Þetta er
ekki nákvæmt og skakkar miklu, því í
kaupbréfa- og pantabók Eyjafjarðarsýslu
1839 má finna að sala þessi var gerð 25.
janúar 1825. Bókun þessi ber undirskrift
Jóhanns Gudmanns, og vottar að undir-
skrift hans eru þeir J.G. Havsteen og W.
Gudmann (sonur Jóhanns). Ljósrit af
þessu plaggi er í fórum höfundar. —
Kaupbréfa— og pantabók Eyjafjarðar-
sýslu 1839. Bæjarfógetaembættið á Akur-
eyri.
[22] Klemenz Jónsson segir í Akureyrarsögu
sinni að þetta hafi gerst 1840, og sennilega
tekur dr. Þorkell Jóhannesson það upp
eftir honum í ritgerð þeirri sem nefnd var
hér að ofan. Skv. bókun í Kaupbréfa- og
pantabók Eyjafjarðarsýslu 1839 fór sala
þessi fram 11. júlí 1839. — Bæjarfógeta-
embættið á Akureyri.
[23] Árbækur Islands í söguformi. Jón Espólín.
[24] Samkv. „Lóðseðli", skráðum í Eyja-
fjarðarsýslu kaupbréfa- og pantabók 1844.
— Bæjarfógetaembættið á Akureyri. —
Þess skal getið að lítill hluti þessa arfs voru
peningar sem Magnús hafði fengið áður til
einhverra nota.
25] Skrá yfir tíundartekjur og aukaútsvör í
Hrafnagilshreppi 1845. 1 þessa sömu
heimild eru einnig sóttar upplýsingar þær
sem gefnar eru um bústærð Magnúsar
Thorarensen. — Héraðsskjalasafn Akur-
eyrar og Eyjafjarðarsýslu.
[26] í skiptagerðinni frá 29. nóvember 1849 er
skráð 200 rbd. skuld til Magnúsar Elías-
sonar. Er ekki hægt að draga aðra ályktun
af þessu en þá, að hún sé vegna smíði
Eyrarlandsstofu. — Skiptabók Eyja-
fjarðarsýslu 1846—1859, filma. Amts-
bókasafnið á Akureyri. — Samkv. íbúa-
skrá 1844—1845 er Magnús Elíasson
sagður búa á Naustum.
[27] Samkv. skýrslu yfir inntekt af Eyrarlands-
eignum og Kotá 1894. — Héraðsskjalasafn
Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu. í skýrslu
þessari er talað um Eyrarlandshólma og sú
nafngift látin halda sér í frásögninni.
Réttara mun að nefna þennan hólma
Stórhólma eða Stórahóima, því hann var
einnig nytjaður af býlinu Kjarna, sem og
af Eyrarlandi, Barði og Hamarkoti. —
Ömefni í Akureyrarlandi. Samantekið
eftir ýmsum heimildum af Steindóri frá
Hlöðum.
[28] Sbr. [25] hér að framan, sem og búenda-
skrám. — Héraðsskjalasafnið á Akureyri
og í Eyjafjarðarsýslu.
[29] Bókun í skiptarétti 14. apríl 1846. Skipta-
bók Eyjafjarðarsýslu 1846—1859, filma.
— Amtsbókasafnið á Akureyri. — 1 arf
eftir Vigfús bróður sinn sem lést á geð-
veikrahæli út í Danmörku, fékk Magnús
t.d. skuldabréf uppá liðlega 498 rbd.
[30] Eftir þessu að dama hafa eignir Thyrre-
strups kaupmanns verið taldar 12 þúsund
ríkisbankadalir. 6.000 rbd. fá dæturnar
þrjár í móðurarf (2.000 hver um sig) og
öðrum 6.000 heldur Thyrrestrup eftir og
dæturnar fengu þær i arf eftir fráfall hans
1853.
[31 ] Bókun í skiptarétti 29. nóvember 1849. sbr.
[26] hér að ofan.
[32 Lög íslands. Safnað hefur Einar Arnórsson. ,
f. prófessor juris, ráðherra Islands. Fjall-
konuútgáfan. Rvík 1915.
[33] Skv. íbúaskrá Hrafnagilshrepps 1860,
filma. — Amtsbókasafnið á Akureyri.
Sama heimild er notuð við aðra ábúendur
á Eyrarlands jörðum.
[34] Sbr. [27], um örnefni í Akureyrarlandi.
[35] Höfundur fékk upplýsingar frá Hreini
Óskarssyni og Tryggva Emilssyni munn-
lega.
Framliald
Heima er hezt 63