Heima er bezt - 01.02.1978, Side 29

Heima er bezt - 01.02.1978, Side 29
Á blíðstilltum ljóðhreimum berst mín önd, sem brosandi leiði mig guð sér við hönd í eilífra hugsjóna heiðbjört lönd, og heyrir þar friðarmál sungin. — — Hún leggur á öxl mér lófann sinn, og létt og vorhlýtt um kollinn minn hún strýkur, og mjúkan koss á kinn ég kenni sem árblæ hlýjan. Þá finnst mér sem góðir andar að mér ástmálum hvísli’, og geisla bað frá himni mig laugi’ á helgum stað og hreimblæ mér veki nýjan. Mér finnst ég göfgast og hreinka’ í hug, og hálfu léttara viljans flug, — sem ósjálfrátt víki allt á bug, er andann til moldar dregur, Við guðdóminn skyldleik hans fyrst ég finn, er fyllir hún kærleik huga minn: Guðs miðill er elskandi ásthuginn og eilífrar gæfu vegur! Það titrar í kyrrðinni ljós um lín, hún leiðir mig þegjandi inn til sín og bendir á sofandi börnin mín við bólsturinn ljósa og mjúka. Þau draga andann svo djúpt, en rótt, sem dreymi þau guð á helgri nótt. — Hún læðist á tánum létt og hljótt um lokkana þeirra að strjúka. f bæn mætast samhuga sálir tvær og sjálfar sig kenna guði nær; — við mænum þögul í framtíð fjær á forlaga dulda vegu. O sjálfkrafa ljóðstrengir titra títt, og tónamál skelfur í hreimi blítt, — hve blessað er inni, bjart og hlýtt hjá börnunum elskulegu! í þessu blaði hefst frásögn Steindórs frá Hlöðum um Hlaðaheimilið, æskuheimili hans. Mér finnst þvi fara vel á því að enda þennan þátt með ljóði eftir skáldkonuna frá Hlöðum, Ólöfu. Elsa Sigfúss söngkona hefur gert við það lag, en tónskáld hafa ekki gert mikið af því að búa til lög við kvæði Ólafar. KENNDU MÉR Lengi var ég lítil, snauð, lagðist þungt í efa. Loksins fann ég feikna auð, fékk hann til að gefa. Sá ég og heyrði hinna nauð, hróp úr myrkri efa, hélt á krafti og kynja auð kunni ekki að gefa. Áköf löngun í mér brann annarra hungur sefa. Kyntu, guð minn, kærleikann, kenndu mér að gefa. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. LEIÐRÉTTINGAR í greininni um Arnfríði Jónasdóttur á Þverá í Blöndu- hlíð, sem birtist í janúarblaði, misritaðist nafn móður Hannesar Stefánssonar. Hún heitir Hjörtína — en ekki Hjaltlína — eins og prentast hefur. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Þá hefur Sigurbjörg Halldórsdóttir, Brekkukoti í Ós- landshlíð, Skagafirði, sent kærkomna leiðréttingu: „f janúarblaði Heima er bezt 1978 er grein sem ber nafnið „Stebbi í Bröggunum“. Þar er vísa sem ekki er alveg rétt með farið. Og af því Stefán vinur minn og nágranni vildi ætíð hafa það er sannara reyndist, vil ég láta vísuna koma rétta aftur í blaðinu, eins og hann gerði hana. Hún er svona: Ég vissi þú myndir verða hér vinsældar með gnóttir. En þennan böggul bjó ég þér Bjögga Halldórsdóttir.“ Þjóðarbókhlaða Framhatd af bls. 39. ______________________ dagsins munu menn lengi sækja hvíld og lífsnautn í kyrr- látum félagsskap við bókina. Og ekki þurfum vér að skyggnast lengi um í lestrarsölum bókasafna, stórra og smárra, til að sjá hve margir leita á vit þeirra sér til menningar og sálubótar. Þjóðarbókhlaða vor er að rísa af grunni. Þar verða fjársjóðir vorir geymdir um ókomin ár. Þangað munu menn af öllum stéttum sækja sér fróðleik og menntun. Þar sitja prófessorinn og fróðleiksfús alþýðumaður hlið við hlið, lesa og leita. Þar inni er kyrrð og friður frá skarkala borgarinnar. Þar er og verður menning vor geymd. Því ber OSS að fagna af alhug, að sú framkvæmd er hafin. St. Std. Heima er ben 65

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.