Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 30
ÞÓRARINN E. JÓNSSON PRinSESSfl í útlegð Saga í miðaldastíl SÖGULOK Deyjandi tröllmennið leit hálfbrostnum augum á Bjarnharð konung og mælti: „Hlífðu Kastori, bróður mínum.“ Þetta voru síðustu orð Brúsa konungs í þessum heimi. „Takið lík Brúsa konungs,“ kallaði Bjarnharður kon- ungur til þeirra, sem höfðu barist undir merkjum hans. „Öllum þeim, sem nú hætta að berjast, verða grið gefin. Þeir hinir sömu mega halda vopnum sínum.“ Allir þeir, sem undir merkjum Brúsa konungs höfðu barist, hættu bardaganum. Nú er að segja frá viðureign hinna foringjanna og þeirra liðsmanna. Valdimar konungur mætti Kastori konungssyni fljót- lega. Sóttust þeir í ákafa, því Kastor var vígfimur maður og hafði góð vopn. Hann barðist af hugrekki miklu. En Valdimar konungur var ofurefli þessa unga kappa. Eitt af hinum miklu höggum Valdimars konungs hitti sverð Kastors með þeim afleiðingum, að það brotnaði. Valdimar konungur, sem ekki vildi vega að vopnlausum manni. fleygði vígöxinni og réðst á Kastor. Kenndi þar skjótt aflsmunar. Féll Kastor til jarðar. Var hann þegar fangaður og bundinn. Viðureign þeirra Hrólfs og Bölverks var bæði hörð og löng. Hún endaði á þann veg, að Bölverkur jarl féll í valinn óvígur, en ekki lífshættulega særður. Enn börðust þeir af harðfengi Víglundur og Harðbeinn harðhenti. Vann hvorugur á öðrum. Bjarnharður kon- ungur gekk þangað, sem þeir áttust við. Kallaði konungur til þeirra og skipaði þeim að hætta. Sagði konungur Harðbeini harðhenta, að honum væru grið gefin ásamt öllu hans liði, ef þeir hættu bardaganum. Brúsi konungur væri dauður og Kastor bróðir hans fangi. Kallaði Bjarn- harður konungur alla foringja innrásarhersins á sinn fund. Leiddi hann Kastor konungsson þangað og sagði þeim öllum síðustu orð Brúsa konungs, að hann hefði beðið Kastori bróður sínum griða. „Nú vil ég gefa þessum unga manni líf,“ mælti Bjarnharður konungur. „Ég virði þau orð Brúsa konungs, að hann bað um grið bróður sínum til handa. Vil ég verða við þessum síðustu tilmælum hins dána manns með þeim skilyrðum þó, að þið nú þegar verðið á brott úr ríki mínu án þess að vinna nokkur hermdarverk á þeim, sem á vegi ykkar kunna að verða. Eins verð ég að krefjast þess, að þið lofið því að fara ekki með ófriði á hendur mér framar.“ Þessu játuðu foringjarnir þegar. Var Kastor konungs- son leystur. Tók hann ásamt Harðbeini harðhenta að sér yfirstjórn hersins. Fóru þeir þegar á brott. Þeir tóku líka lík Brúsa konungs með sér og einnig þá, sem særðir voru. Eru þeir þar með úr sögu þessari. Margir höfðu fallið af mönnum Bjamharðar, og enn fleiri særst. Miklu fleiri höfðu þó fallið af liði árásarhers- ins, sem goldið hafði mikið afhroð. Margir voru skildir eftir til þess að grafa þá sem fallið höfðu. Voru fallnir hermenn landsmanna grafnir sér og hinir á öðrum stað. Meginherinn hélt heim á leið, sömu leiðina og komið var. Hugðist konungur ná skarðinu um kvöldið. En liðið var á daginn. Sá konungur þá, að dags- birtan myndi ekki endast þeim, ef ekki væri hraðar farið. Tók hann því með sér átta þúsund af liðinu, það sem óþreyttast var, ásamt foringjum þess liðs. Voru þessir allir ósærðir. Kvaðst konungur vilja flýta förinni, því fátt væri vígra manna heima. Ásamt liði þessu voru í fylgd með konungi hershöfðinginn Hrólfur. Einnig þeir bræður Valdimar konungur og bróðir hans Víglundur með það, sem eftir lifði af liði hans. Hafði lið Víglundar fylgt hon- um fast eftir í orustunni og margir fallið. Er komið var að brekkunni bröttu, heyrðist orustugnýr og vopnabrak. Flýtti þá konungur og hans menn förinni sem mest þeir máttu. Jafnóðum og lið konungs náði brekkubrúninni, steyptu þeir sér í bardagann sem þarna var í algleymingi. Þarna varðist Hreiðar jarl og menn hans af mestu hörku. Voru þeir orðnir fáliðaðir, þegar hjálpin barst. Enn fleiri bættust við af konungsmönnum. Sáu hinir sitt óvænna, lögðu á flótta og létu myrkrið skýla sér. Hreiðar jarl gaf þá skýringu, að Valgeir greifi af Klé- borgum hefði komið og þótzt eins og aðrir af höfð- ingjum ríkisins vera kominn konungi til hjálpar. En þar sem hann var undarlega seint á ferðinni og kom þó mjög fjölmennur, hafði jarl allan varann á og var viðbúinn með liði sínu, ef svik væru í tafli. Þetta kom fljótt í ljós. Snögglega gerðu Valgeir greifi og lið hans áhlaup og ætluðu auðsýnilega að taka skarðið. En hinir voru viðbúnir, og tóku snarplega á móti. Barist var af mikilli hörku. Voru hinir miklu liðfleiri. Voru menn greifans orðnir fáliðaðir og áttu í vök að verjast, er hjálpin barst. Bjarnharður konungur var bæði hryggur og reiður, er hann heyrði um þessi svik. Sagðist konungur ekki hlífa svikurum þessum, sem reyndu að leggja rýting í bak kon- ungs og mönnum hans, á meðan þeir börðust fyrir frelsi sínu og þjóðarinnar. 66 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.