Heima er bezt - 01.02.1978, Side 32

Heima er bezt - 01.02.1978, Side 32
„Hvað segist?" mælti Matthildur drottning, er kon- ungur birtist. „Það er áhlaup í vændum,“ mælti Manfreð. „Herdeild undir stjóm Álfgeirs greifa illa læðist hingað, þegar dimmir. Þeir ætla að brjóta upp turninn, drepa mig en ræna ykkur öllum. Svo á að flytja ykkur til Hamraborgarkast- ala. Þetta er ráðagerðin. Auðvitað er það hásætið fyrst og fremst, sem þeir hafa í huga.“ „Þeir verða þá að flytja mig dauða þangað,“ mælti Matthildur drottning. „Aldrei fell ég lifandi í hendur ill- mennum þeim.“ „Það kemur aldrei til þess, tigna drottning,“ mælti Hróðmar, fyrrum konungur. „Skuld hef ég að gjalda, sem bezt er þvegin burtu með mínu eigin blóði. Kvíðið engu, Matthildur drottning, né heldur þið hinar, tignu konur. I nótt verður barizt. Barizt við níðinga. Vesalmenni hræðist ég ekki. Kvíðið engu. Við Björn sterki verjum stigann. Komi þeir bara. Nú er að búa sig undir bardagann, hervæðast, eta og drekka. Þetta verður langt viðnám, sem veita þarf. En nú fæ ég loks að greiða skuld mína við þig, Elísa drottning, barnið mitt.“ Rödd Hróðmars varð blíð, næstum barnsleg. Þrumu- röddin breyttist, og varð eins og ljúfur lækjarniður: „Elísa mín. Skilaðu kveðju minni til Valdimars sonar míns. Segðu honum þau orð frá mér, að fyrst verði þorpararnir að ganga yfir Hróðmar Valdimarsson dauðan áður en þeir geta unnið ykkur mein. Og tignu vinir. Ég kveð ykkur nú. Margt getur komið fyrir í bardaga sem þessum. Ör getur hitt, svo banvænt verði. Spjót í hendi afarmennis getur klofið skjöld og rofið brynju. En hvað um það. Eitt sinn skal hver deyja.“ Hróðmar hafði lokið máli sínu. „Þá er næst að setjast að matarborði," mælti Manfreð konungur, „og þar næst að hervæðast." „Ég mun fylgja þér yfir landamærin, Manfreð kon- ungur, verðir þú með vopnum veginn,“ mælti Matthildur drottning. „Fer vel á því, áð ég þjóni við borðhaldið þetta skipti, ef þessi máltíð yrði okkar síðasta.“ Að svo mæltu skundaði þessi tígulega kona til dyra. „Óvinirnir koma. Opnið fljótt,“ var kallað við dyrnar á vígturninum. Varðmaður gægðist út um gægjugat á hurð- inni, þekkti félaga sína og opnaði. Mennirnir ruddust inn um dyrnar. Þungu, járnslegnu hurðinni var lokað aftur og slagbrandar settir fyrir að innan. Nú var barið ofsalega á dyrnar og hrópað grimmdar- lega: „Opnið dyrnar. Gefizt upp. Við erum hér með fjögur þúsund hermenn. Öll vörn er þýðingarlaus með öllu. Gefizt upp á vora miskunn.“ „Hvernær eignaðist þú þá dyggð, Álfgeir illi. Þú átt enga miskunn til að sýna, blauði fantur. Sæktu okkur bara með vopnum. Komist ég í höggfæri við þig, skalt þú ekki oftar ógna neinum.“ mælti Manfreð konungur. Ofsaleg höggin dundu á hurðinni, sem ekki gaf sig hið minnsta. „Komið með múrbrjótinn,“ var öskrað fyrir utan. Brátt dundu högg á hurðinni, þung og dimm. Hurðin þoldi höggin lengi vel. Loks fóru plankar að brotna, tréð rifnaði frá járnslánum og óaldarlýður þessi ruddist inn með ópum og óhljóðum. Skyndilega þögnuðu ópin. Mennirnir stóðu eins og steinrunnir . Þama stóð Björn sterki og bjóst til varnar. Hann þekktu þeir og bjuggust við honum þarna. En hver var hann þessi, ókunni risi, sem var enn þá stærri en Björn? Þeim stóð ógn af trölli þessu. Enginn þeirra hreyfði sig. „Á hvað glápið þið , mannhundar?" öskraði dólgslegur maður, hár og digur, sem nú kom inn fyrir dyrnar. „Þetta mun vera fyrirliði árásarmannanna,“ mælti tröllið við stigann. „Það fer vel á því að fyrirliðinn gangi á undan út í hættuna. Blauði fantur. Komdu, ef að þú hefur mannshug en ekki merar.“ En Álfgeir illi hreyfði sig ekki. Hann var bleyðimenni hið mesta, en óragur við það að siga öðrum út í dauðann. „Áfram mannhundar. Áfram með ykkur. Ryðjið þess- um báðum burtu. Takið konurnar.“ „Komið þið bara,“ kallaði tröllið við stigann. „Komi þið mannfýlur, sem látið siga ykkur fram til illra níð- ingsverka og það af svona blauðum fanti, sem aðeins getur sigað öðrum í opinn dauðann, en þorir hvergi sjálfur nærri á koma.“ Illræðismennirnir gerðu áhlaup og æddu upp stigann. Þeir vissu vel hvað beið þeirra fyrir svikin. Þeir voru enn hræddari við refsinguna, sem þeir höfðu unnið til, en tröllið, sem varði þeim uppgöngu. Ein syndin býður annarri heim. Nú varð eigi aftur snúið. Svona hélt bardaginn áfram klukkutímum saman. Þessir tveir sem stigann vörðu, voru ósigraðir enn. Að vísu voru þeir farnir að þreytast, en höfðu þó kastað mestu mæðinni, á meðan dauðir menn voru bornir burtu, áður en áhlaup gat hafizt á ný. Það var farið að elda af degi. Ókyrrð heyrðist úti fyrir. Maður mikill vexti og tröllslegur ruddist inn um dyrnar. „Hvað er þetta, Álfgeir greifi. Ert þú enn ekki búinn að ná konunum. Nú er hver síðastur. Bjarnharður konungur er rétt á eftir mér með mikið lið og alla kappa sína. Þú blauði hundur! Hefst þú ekkert að?“ Álfgeir greifi svaraði engu orði, honum fannst hann jafnvel hafa hengingarólina um hálsinn nú þegar. Tröllslegi aðkomumaðurinn, sem var enginn annar en Valgeir greifi, rak upp reiðiöskur og geystist upp stigann. Hann var með atgeir í hendi sér. Fyrir honum varð Hróðmar Valdimarsson. Hann bar skjöldinn fyrir lagið, sem var svo mikið, að skjöldurinn klofnaði og atgeirinn fór í gegn um þrefalda brynjuna. Kempan mikla lét sverðið falla. Það var síðasta sverðs- högg Hróðmars í þessu lífi. Höggið var mikið og klauf Valgeir greifa í herðar nið- ur, sem valt dauður niður stigann. I sama bili féll kempan mikla uppi á loftsbrúninni. Nú vaknaði Álfgeir greifi af dvalanum. Með reiðiöskri 68 Heima er bezi

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.