Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 33
þaut hann upp stigann. Nú varði tröllið hann ekki lengur. Manfreð konungur tók sér stöðu við hlið Bjöms sterka. „Þú ert særður konungur,“ mælti Björn, og gleymdi í hita bardagans að þéra konunginn. „Að vísu er ég það,“ mælti konungur. „En fant þennan drep ég nú með eigin hendi.“ Björn svaraði engu. Hann hafði nóg að gera að verjast þeim, sem að sóttu. Nú stóð kempan mikla ekki lengur við hlið hans. Álfgeir greifi var óvanur vopnaburði og vantaði alla leikni í meðferð sverða. Sótti hann að konungi með æði miklu. Konungur var miður sín enn eftir meiðslið af axarhögginu. Samt tókst honum að slá sverð greifans til hliðar og veita greifanum banahögg. Valt Álfgeir greifi dauður niður stigann að hlið glæpabróður síns Valgeirs greifa. í þessu heyrðust köll og hróp úti fyrir. „Niður með þorparana! Drepum uppreisnarseggina, sem svíkja kon- ung sinn á neyðartímum." Áuðheyrt var, að þetta var rödd Hrólfs hershöfðingja. í þessum svifum geystust þeir inn í turninn, kapparnir þrír, Bjarnharður konungur og þeir bræður Valdimar konungur og Víglundur. „Gefizt upp skilyrðislaust! Fleygið vopnunum!“ Skip- unin var snögg og skýr, hljómaði eins og dauðadómur í eyrum þessara dauðhræddu manna. Þeir hlýddu þegar. Bjarnharður konungur og þeir bræður flýttu sér upp stigann. Bardaginn hélt áfram fyrir utan. Björn sterki stóð enn í varðstöðu við stigann. Manfreð konungur hallaðist upp að veggnum, náfölur. „Er faðir minn fallinn?“ mælti Valdimar konungur. „Nei herra,“ mælti Björn sterki. „En hann er mikið særður.“ „Foringi,“ kallaði Bjarnharður konungur. „Settu vörð við stigann. Leysið Björn tafarlaust af verðinum, og sjáið um að Manfreð konungi sé veitt hjálp og hjúkrun.“ „Nú er sigur unninn, Bjarnharður konungur,“ mælti Valdimar. „Ég skal bera Manfreð konung á óhultan stað, um leið og ég vitja föður míns.“ „Þakka þér fyrir, Valdimar konungur. Ég fer út og stöðva bardagann." Að svo mæltu hljóp Bjarnharður niður stigann. En Valdimar konungur tók Manfreð konung upp á sína sterku arma og bar hann léttilega upp stigann, þó kon- ungur væri í öllum herklæðum. Víglundur tók sér stöðu hjá hermönnunum. Allt var orðið hljótt úti. Stríðið var unnið. 23. kafli. Sögulok. DAUÐI HRÓÐMARS. Margir dagar voru liðnir frá orustunni miklu og valda- tökutilraun þeirra uppreisnargjörnu höfðingja, Valgeirs og Álfgeirs. Við þeirra lénum tóku friðsamir og góðgjarnir menn. Allt var með kyrrum kjörum í höll konunganna, Man- freðs og Bjarnharðar. Valdimar konungur og Elísa drottning voru ekki farin heim í ríki sitt. Nú háði hinn mikli kappi Hróðmar Valdimarsson sitt síðasta stríð. Hann var ólæknandi af sári því er Valgeir greifi veitti honum og hlaut banahögg í staðinn. Það var hljótt í höll Manfreðs konungs. Bæði fyrirfólk, hermenn og þjónustulið, var hljóðlátt. Menn hvísluðust á. Hróðmar konungur er að deyja. Sagan um vörnina frábæru við stigann í turninum barst út um landsbyggð- ina, milli fylkja, frá borg til borgar. Og nú var þessi mikla kempa að heyja sitt dauðastríð. Hróðmar konungur lá í rúmi sínu, í viðhafnarherbergi í höllinni. Andlitið hvíldi náfölt á koddanum. Friður og ró hvíldi yfir góðmannlegum svipnum. Höndin, sem unnið hafði mörg afrek um ævina, hvíldi nú máttvana ofan á sænginni. Inni í herbergið voru komnir vildustu vinir Hróðmars ásamt sonum hans og tengdafólki. Hróðmar, sem vildi ekki bera konungsnafn lengur, vildi fá að kveðja þessa vini sína, áður en hann legði af stað í sína hinztu för. Hróðmar leit á þá og mælti: „Vinir mínir. Ég er á förum. Ég hlýt nú að skilja við ykkur. Ég vil kveðja ykkur öll, hvert eitt og einasta. Takið ekki fram í fyrir mér. Ég finn lífsaflið dvína óðum. Lífið er að fjara út. Komið að rúminu til mín, jafnóðum og ég nefni nöfn ykkar. Björn, vaski vinur, vertu sæll. Þá kveð ég ykkur næst, Hrólfur hershöfðingi og frú. Þið eruð bæði tíguleg og trú konungi ykkar, landi og þjóð. Ég heyri sagt, Hrólfur, að þú sért kappi mikill. Slíkir menn eru mér að skapi. Farið heil, kæru hjón. Það var gott að kynnast ykkur. Þá eru það mínir tignu vinir, Manfreð konungur og Matthildur drottning. Nú vona ég að framvegis ríki friður í ykkar ríki, svo að þið fáið að lifa í næði, það sem þið eigið eftir ólifað. Þið eruð merk bæði tvö. Þökk sé ykkur báðum fyrir góðvild og drenglund, mér og mínum til handa. Lifið heil. Njótið friðar og gleði. Verið sæl. Komið til mín, Bjarnharður konungur og Júlía drottn- ing. Mínir kæru vinir. Þú Bjarnharður, áður landflótta barnið, en nú konungur orðinn. Heill þér hetjan frábæra og mannkostamaðurinn mikli. Og þú, Júlía, drottningin hugljúfa fagra og röggsama. Verið þið sæl, vinir mínir. Þökk fyrir allt. Kom þú hingað að rúmi deyjandi manns, ekkjudrottn- ing Ásta Karlotta. Þú dásamlega kona, sem gekkst Valdimar syni mínum í móðurstað, þegar hann þurfti mest á kvenlegri dyggð og móðurlegri umhyggju að halda. Hann hefur sagt mér það allt. Bæði misstum við ástvini okkar í blóma lífsins. Þú þroskaðist í deiglu reynslunnar. Ég öfugt. Mér er ljúft að deyja nú. Sárið, sem ég fékk við að varna fólskunni veg til þín og annarra vina minna, hefur verið mér minnisstætt, og kvalirnar, sem af því leiddu, hafa verið mér góður kennari. Nú er ég á förum. Valdimar, sonur minn, kom þú hér. Tak þennan hring, sem ég ber á minnsta fingri hægri handar. Tak hann og set á fingur ekkjudrottningar Ástu Karlottu. Hringurinn er Heima er bezt 69

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.