Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 2
Jafndægrahríð Jafndægrin eða vorinngöngudagur- inn, eins og þau kölluðust fyrrum hafa jafnan vakið von í brjósti um það, að þá færi þrautum vetrarins að linna og skammt væri að bíða betri tíma. Sú von var það, sem gerði þjóðinni kleift að þreyja Þorrann og Góuna. En allt um fyrirheit árstíðarinnar var það jafnvíst, að vonin snerist furðu oft í vonbrigði. Veðurhörkurnar norður við íshaf, skeyttu lítt ákvörðun almanaksins og létu engan bilbug á sér finna, þótt dagurinn gerðist lengri en nóttin, og vorið lét þrekaða þjóð bíða komu sinnar, vikum eða jafnvel mánuðum saman. Um þær harmsög- ur, sem þá gerðust vitum vér að vísu margt, en þó raunar ekki nema á ytra borðinu. Vér vitum sáralítið um þjáningarnar, bænarandvörpin, ótt- ann við að vita hungurvofuna á þröskuldinum, og þá þrekraun að horfa á bústofninn dragast upp og hrynja niður eftir ósegjanlegar þraut- ir. Vér lesum hinar stuttorðu frásagnir annálanna um fjárfelli og mannfelli, en það eru aðeins grófustu drættirnir í myndinni, hitt verðum vér að fylla upp með ímyndunarafli voru og skynjana á mannlegar þjáningar. Og enn lifir fólk, sem stóð í þeim sporum gagnvart vágesti harðindanna, sem nú hefir verið lýst, og hinir þó enn fleiri, sem höfðu sagnir þeirra, sem staðið höfðu í stríðinu. Vér höfum um undanfarna áratugi búið við mildara árferði, en löngum var áður, þótt nokkuð hafi breyst til hins verra hinn síðasta áratuginn, allt um það að margir vetur voru mildir og vorin áfellalítil. Sá vetur, sem nú er tekinn að líða hefir verið óvenjulegur á marga lund. Hann settist snemma að, lengstum verið kaldur, víða á landinu óvenju snjóþungur, og þó umfram allt umhleypingasamur, svo að þeir, sem gamlaðir eru. muna ekki annað eins. Hans mun því áreiðanlega verða getið og ekki að góðu í árferð- isannálum, er stundir líða fram. Jafndægrahríðin hefir verið lengsta hrina vetrarins og um margt hin harðasta um alian norðurhluta lands- ins allt vestan frá Breiðafirði til Aust- fjarða, og suðurhlutinn engan veginn farið varhluta af frosthörku og veður- hæð, þótt lítt snjóaði þar. En þegar líða tók á hríðarrumbuna, sem þó stóð ekki nema rúma viku, tóku að berast fregnir af margvíslegum örð- ugleikum og jafnvel skorti á einstök- um fæðutegundum frá stöðum, þar sem samgöngur hafa teppst. Slíkar fréttir fá oss til að spyrja, hvað myndi gerast, ef hafísinn kæmi og lokaði höfnum um allt norðanvert landið, jafnvel mánuðum saman svo sem vér vitum dæmi til, stórhríðar geisuðu samtímis viku eftir viku, með eins eða tveggja daga upprofum, flugsam- göngur lægju niðri að mestu vegna dimmviðris og veðurofsa, og allir vegir lokaðir vegna fannfergis. Gera menn sér yfirleitt Ijóst hvílík vá væri þá fyrir dyrum, jafnvel þótt ráð sé gert fyrir, að bændur væru svo vel í stakk búnir að þeir ættu fóður fram á sum- ar. Undanfarið hefir nokkur umræða verið um almannavarnir, hlutverk þeirra og hversu að þeim sé búið. En mér hefir virst að þær umræður hafi einkum snúist um viðbrögð og varnir gagnvart eiginlegum náttúruhamför- um, eldgosum. landskjálftum. stór- flóðum o.s.frv. að ógleymdu hernað- arástandi. Allt slíkt er vitaskuld sjálf- sagt, og gæti oss jafnvel virst, að á sumum sviðum sé meira tómlæti en góðu hófi gegnir. En gleymist ekki þarna það, sem ef til vill stendur oss allra næst og það er íslensk veðrátta, meðhafísumogsamgöngutálmunumá landi, og legi eða í lofti. En ætti ekki jafndægrahríðin að minna oss á það, hversu óendanlega er skammt í það, að neyðarástand gæti skapast, ekki einungis á afskekktum stöðum, held- ur einnig þar sem þéttbýlið er meira og samgöngur greiðastar við venju- legar kringumstæður. Og vér spyrjum, skortir þá ekki bæði birgðir og getu til bjargar? Ég ræddi fyrr um harðindi fyrri alda, og skal ekki orðlengt meira um þau, en þó skulum vér einnig minnast þess, að þegar þjóðin tók að rétta úr kútnum í byrjun þessarar aldar voru menn að ýmsu leyti betur búnir til að mæta vetrarharðindum og sam- gönguteppu en nú. Það var vegna gjörólíkra þjóðlífshátta og vitanlega ekki síst að kröfurnar voru minni, og menn létu sér nægja þótt þá skorti flest þau lífsþægindi, sem vér nú telj- um oss lífsnauðsyn. Meiri hluti þjóð- arinnar bjó í sveitum, og heimilin leituðust við að vera sjálfum sér næg um flesta hluti, og þau voru að kalla mátti óháð aðfenginni orku, og vél- tækni þekktist ekki. Engin nauðsyn var að losna daglega við afurðir bú- anna o.s.frv. En nú er svo komið, að vér stöndum nær ráðþrota ef raf- magnið bregst eða bílarnir geta ekki gengið stanslaust að kalla. Og það jafnt í þéttbýli bæjanna og strjálbyggð sveitanna. í rafmagnsleysinu er ekki hægt að mjólka kýrnar, og þó að ein- hver dropi næðist úr þeim með gamla laginu, þá kemst hún ekki til neyt- Framhald á bls. 133. 110 Heimaerbe:l

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.