Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 27
Landmannalaugar. Skáli Ferðafélagsins sést. Hrafntinnuhraunið er úfiö og grett. Bláhnjúkur sést hálfur. og lítillátur. Þama var kyrrt og nota- legt að hvílast um stund. Endumærðir risu ferðalangarnir á fætur, og búist var til ferðar í skyndi. Þama sem við áðum, var skógargróð- ur (kjarr) veitti það okkur skjól og batt saman sendinn jarðveginn. Komið var á nefndan stað, kl. 17.02. Farið þaðan aftur kl 18.04. Áningastaðurinn sem afleggjarinn vísaði okkur á var kvaddur á þessa lund. Skemmtileg sú villan var, vissuleg til bóta. Kátir, drukkum kaffið, þar, kunnum lífs að njóta. Nú var farið til baka, sama aflegg- jarann og við komum eftir, unz komið var á leiðina norður ... Eyðilegar slóðir, auðn og gróðurleysi, en vegur- inn greiðfær að Sigöldu. Þar var ekki komið, að þessu sinni, en þess í stað beygt af leið og stefnt til Land- mannalauga. Vegvísirinn að Land- mannalaugum benti á leiðina, sem lá um gróðurlaust land. Þoka huldi fjöll hið efra, sem á leið okkar áttu að sjást, ef hefði verið, Á þessari leið átti fjallið Loðmundur að sjást, svipmikið fjall og talið hæst fjalla á þessum slóðum, 1074 m. Vafalaust höfum við séð fjallið án þess að þekkja það, sökum þokuslæðings. Bíllinn hélt ótrauður áfram. Veg- urinn lá um hæðir og dældir, eftir sandöldum og á milli þeirra, er sumar skyggðu á útsýn alla, meðan ekið var fram hjá þeim. Leiðin, sem við fórum, til Landmannalauga, lá fram hjá Dómadal, hringlaga dalkvos með litlu stöðuvatni, Dómadalsvatni. Farar- stjóri las mikinn fróðleik fyrir okkur, um það markverðasta á því svæði, sem farið var um. Bókin Landið þitt, annað bindi, eftir Steindór Steindórs- son frá Hlöðum, kom að góðum not- um á þessu ferðalagi. Þökk sé Stein- dóri. Á þessari leið er farið yfir Frosta- staðaháls. Þar til hægri handar er Frostastaðavatn umgirt hraunum. Sagnir herma, að þar hafi verið byggð fyrr meir, en engin sjást þess merkin nú. Brött brekka er þarna á leið okkar upp á hálsinn. Bíllinn, sem flytur okkur þessa auðnarslóð, er með drifi á öllum hjólum. Bílstjórinn öruggur ökumaður og umhyggjusamur um farþegana. Eigi má gleyma að minn- ast á blessaða bílstjórafrúna, sem rétti óbeðin hjálparhönd á áningastöðum við framreiðslu matar, uppþvott mat- aríláta, og annað það, sem kven- höndin þurfti um að annast. Sannast sagna er það, að hver einasta kona, eldri sem yngri, rétti fram hjálpsamar hendur óbeðið ... Fimm ára barnið, Guðný Hildur reyndist dugleg á þessu erfiða ferðalagi. Áfram hélt bíllinn um dældir og hæðir. Allt í einu birtust Land- mannalaugar og buðu vegfarendum góðan áningarstað, eftir langa för um auðn öræfanna. Bíllinn beygði til hægri inn í hina gróðursælu vin. Landmannalaugar liggja í bugðum og virðast sem dalræma, margbreyti- leg í formi og litum. Vissulega voru það mikil viðbrigði að koma frá gróðurleysi öræfanna og líta þessa vinsælu vin, hér inni á regin öræfum. Slíkt gleymist seint. Bíllinn ók inn laugasvæðið. Farið fram hjá mörgum tjöldum ferðamanna, sem leitað höfðu á náðir kyrrðarinnar, fjarri há- vaða og hringiðu svokallaðrar menn- ingar. Loks birtist tjaldborg. Tjöldin voru í röðum og umgengni góð. Þama giltu reglur, sem fara varð eftir. Fararstjóri og hjónm, sem báru hita og þunga ferðarinnar, fóru til húsa- kynna Ferðafélagsins til að fá leyfi til tjaldstaðar, og hvar tjalda skyldi. Þetta var auðsótt. Einnig fékkst svefnpláss, inni í húsinu, og var það vel þegið. Við fórum út úr bílnum. Karlmenn reistu tjöldin en konur fóru að elda matinn. Ég, sem ekkert tjald þurfti að reisa, gekk mína leið innar eftir daln- um. Hér var margt að sjá. Við sjónum blasti vamargarður, sem sýnilega vamaði því, að yfir tjaldstæðið flæddi í vorleysingum. Garður þessi var mikið mannvirki, og virtist mér, að jarðýta hefði komið þar við sögu. Þama sem ég gekk var rennislétt. Fagurt var um að litast. Líparítfjöll blöstu við sjónum, sum gróðurlaus með öllu. Til hægri handar gein úfið hrafntinnuhraun svo furðu gegndi. Hraunjaðarinn var mjög hár, margir tugir metra. Ég stóð sem steini lostinn. Svona náttúruundur hafði ég aldrei fyrr augum litið. ýmsar spumingar vöknuðu í huga mínum. Hvenær hafði hraunið runnið? Hverskonar mótspymu hafði það mætt, sem neyddi það til að stöðvast þama? Svör bámst mér engin, en hraunið glotti við mér, grett og úfið. Það virtist tor- sótt yfirferðar. Ég gekk yfir vamargarðinn og inn dalinn. Þama var greitt yfirferðar. Fólk var þama á gangi, innar á eyr- unum. Bíll stóð inni í dalsbotni. Margt fólk var á leið upp fjallið þar hjá, sem var greiðgengt á að líta og mátulega Heimaer bezt 135

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.