Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 3

Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 3
4 • 1981 Apríl 1981 ■ 31. árgangur • Heimaerbezt Þjóðlegt heimilisrit Stofnað árið 1951 Kemur út mánaðarlega Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson Blaðamaður: Guðbrandur Magnússon Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20 Sími 96-22500 Póstfang: Pósthólf 558 Akureyri Áskriftargjald kr. 150,00 í Ameríku US $ 22,00 Verð í lausasölu kr. 15.00 heftið Forsíðumynd: Guðbrandur Magnússon. Prentverk Odds Björnssonar hf. F.FNISYFIRUI Steindór Steindórsson skrifar leiðarann, sem nefnist Jafndœgrahríð og ræðir hann þar um harðindi fyrr og nú. 110 Þá er komið að þriðja og næstsíðasta hluta verðlaunagetraunar Heima er bezt. Allir skuldlausir áskrifendur hafa rétt til þátt- toku. Guðbrandur Magnússon tók forsíðuvið- talið við Ágúst Jónsson byggingameistara á Akureyri, en Ágúst er einkanlega kunn- ur fyrir steinamyndir sínar og bók þá er hann vann í samvinnu við Kristján frá Djúpalæk og nefndist Óður steinsins. Viðtalið nefnist Agúst hagur efnið sagar. 112 Á sama tíma og blaðamaður Heima er bezt var að vinna að viðtalinu við Ágúst Jónsson, barst honum fyrir tilviljun í hendur sérlega dýrt kveðið ljóð um hann eftir Þingeyinginn Arnór Sigmundsson. Kallast það Agústarríma og birtum við það hér ásamt einni af steinamyndum Ágústar. 120 Ingólfur Jóhannesson skrifar Ágrip af sögu Leikfimisfélags Mývetninga. Sú saga gerðist áður en flótti fólks úr sveitunum á mölina komst í algleyming. 121 Sigtryggur Sfmonarson: mannfellisöld). Ljóð. Förukona (á 125 Þór Sigurðsson skrifar frásögn, þar sem hann dregur upp mynd af síðasta hestaati á íslandi, þegar Bleikur og Vindur börðust fram á Bleiksmýrardal. Frásögnin nefnist „Á vit nœturinnar“. 132 Þórarinn E. Jónsson heldur áfram Ferða- lagi á fjöllum uppi. 134 f þættinum „Beint í mark!“ skrifar Guð- brandur Magnúusson stutta grein um ís- landssögur í sviðsljósi og ræðir þar um umfjöllun erlends blaðs á íslendingasög- unum. Eiríkur Eiríksson skrifar um Dœgurljóð og helgar þáttinn vorkomunni. 139 Una Þ. Árnadóttir: Hugurinn reikar víða. Ljóð. 125 Guðmundur Sigurður Jóhannesson í Keflavík skrifar grein sem nefnist Barna-Hjálmar 126 Svipmyndir frá œskuárum köllum við minningaþætti séra Jónmundar J. Hall- dórssonar á Stað í Grunnavík. Þessir þættir, sem Kristmundur Bjarnason bjó til prentunar, eru einstaklega skemmtilega skrifaðir og frásögnin öll kímin. 141 Árni S. Ólason skrifar Minningar frá her- námsárum Noregs. Árni er norskur og rifjar hann hér upp ýmislegt frá hernáms- árunum, en þó hann væri ungur að árum tók hann virkan þátt í baráttunni við Þjóðverja og fimmtán ára gamall varð hann að flýja að heiman. 128 Steindór Steindórsson skrifar umsagnir um nýjar bækur í Bókahilluna. 144 í Bókatilboði mánaðarins eru þrjár bækur: Málsvarinn mikli. Sumarást og Gullnám- an. Heima er bezt 111

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.