Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1981, Blaðsíða 7
 Agúst með elsta son sinn, Magnús. Fyrstu handtökin við höfnina. Fremst á myndinni er hrcerivél sem Ágúst smíðaði sjálfur. lögn né vatnsveita. Það settu því margir upp undrunaraugu þegar þau settu upp salerni og bað í nýja húsinu, því þá tíðkaðist það nær einvörðungu að notast væri við útikamra og því um líkt. En fljótlega kom að því að vatnsveita var lögð um bæinn og þar var Ágúst að verki og sömuleiðis sá hann um lagningu holræsa um Ólafsfjörð. Þegar við vorum að ræða þetta, þá vildi Ágúst alls ekki eigna sér heiðurinn af þessum framkvæmdum, sagði bara að Ólafsfirðingar væru dugnaðarfólk og styddu allt sem til framfara horfði. Grunar mig þó að þáttur Ágústar í þessum framkvæmdum hafi verið stór. Ég held að Ólafsfirðingar eigi Ágústi mikið að þakka, hve fljótt þeir tileinkuðu sér nýjungar sem voru til framfara og talar það sínu máli að hann er viðriðinn allar stórframkvæmdir sem gerðar voru á Ólafsfirði á þessum árum. Ég spurði hann t.d. um það þegar rafstöð var byggð á Ólafsfirði, því spurnir hafði ég haft um að þar hefði hann einnig verið ein af driffjöðrum framfaraaflanna. „Það var engin rafstöð á Ólafsfirði, aðeins mótorskrifli sem hafði verið notast við í nokkur ár. Ég hafði nokkuð lengi haft hug á því að koma upp rafstöð, því þarna voru góð skilyrði, ár sitt hvorum megin við kaupstaðinn. Þegar kom að því að framkvæma þetta varð Garðsáin fyrir val- inu, en það tók nú nokkur ár að stappa í því að fá þetta í gegn. Ég var búinn að koma upp lítilli rafstöð fyrir mág minn sem bjó á Brimnesi og notaði þá Brimnesána og hafði því svolitla reynslu af þessu. Það var svo árið 1939 sem hafist var handa við undirbúning virkjunar Garðsár og var kosin nefnd til að sjá um framkvæmdina. í henni voru auk mín þeir Magnús Gamalíelsson, sem var formaður, og Kristinn Sigurðsson. Nefndin samdi svo við þá Gísla Jónsson og Höskuld Baldvinsson um að taka að sér verkið fyrir ákveðið verð. Fólu þeir mér síðan að sjá um fram- kvæmdina. Um vorið og sumarið var byrjað á því að mæla fyrir virkjuninni, sá Sigurður Thoroddsen verkfræðingur um það og var ég með honum. Um haustið var svo byrjað á framkvæmdum, veittum ánni burtu, hreinsuðum farveginn og steyptum undirstöður garðsins. Þá stöðvuðust fram- kvæmdir vegna þess að stríðið braust út, sem hafði þær afleiðingar í för með sér, að illmögulegt var að fá vélar og annað slíkt erlendis frá. Eftir eitt eða tvö ár var þó haldið áfram og til að orðlengja þetta ekki, þá komst rafmagnið á 19. desember 1942. Jafnhliða þessu vorum við farnir að huga að hitaveitu, en þá var enginn kaupstaður hitaður upp með heitu vatni. Hugmyndina átti nú Sveinbjörn bróðir minn, en hann hafði umsjón með byggingu Kristneshælis og þar nýtti hann heita vatnið til hitunar húsa. Lindin með heita vatninu við Kristnes stóð miklu neðar en hælið og því varð með einhverjum ráðum að koma vatninu upp eftir. Það leysti hann með því móti, að hann leiddi kalt vatn niður eftir og lét það renna í gegnum spíral sem var niðri í hvernum og þá nægði þrýstingurinn til að heita vatnið gat runnið upp eftir. Ég held nú reyndar að hann hafi útbúið þessa hitaveitu áður en hælið var byggt og þá fyrir Reyk- hús. Það sem ýtti á eftir framkvæmdum við hitaveituna á Ólafsfirði voru hugmyndir um sundlaug í bænum, því þá var það komið inn í fræðslulög, að skylda væri að kenna börnum sund áður en þau lykju fullnaðarprófi. Áður hafði verið reynt að notast við laug með köldu vatni, en sem vonlegt er reyndist það illa. Inni á Garðsárdal var heitt vatn og hugmyndin var að nýta það og leiða niður í kaupstaðinn, sem er tæplega fjögurra kílómetra leið. Ég vildi að byrjað yrði á að semja við bændurna áður en framkvæmdir yrðu hafnar. Það var gert og náðust samningar sem hljóðuðu upp á að við mættum nýta vatnið og leiða um jarðir bænda, en þeir fengju heitt vatn heim til sín í staðinn. Nú, enn á ný var leitað til Sveinbjörns bróður míns og hann hófst handa við Heima er bezl 115

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.