Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 2
„ . . . er sá grunur um of áleitinn, að lestr-
arkunnáttu þjóðarinnar sé ábótavant og
skriftinni ekki síður . . .“
Lesa og skrifa list er góð
Lesa og skrifa Iist er góð
læri það sem flestir.
Þeir eru haldnir heims hjá þjóð
höfðingjarnir mestir.
Svo var kveðið í gamla daga, þcgar
skólanám ílestra Islendinga náði ekki
lengra en ti! að fá vald á þessum tveim-
ur náskyldu greinum og cf til vill frum-
atriði reiknings. Og ekki var menntun-
in meiri hjá öðrum þjóðum, því að
kunnugt er að lestrarkunnátta íslend-
inga varð snemma furðu almenn, og
vér hljótum einnig að dást að hand-
bragði margra skrifara á liðnum tíma.
\'ísan, sem hér var liöfð að upphafs-
orðum, sýnir hug manna og gildismat
á þessum tveimur undirstöðugreinum
allra mennta.
En höfum vér gengið til góðs í þess-
um efnum með öllu voru margbrotna
skólakerfi? Það væri fásinna og flónska
að draga slíkt í efa, en allt um að lestur
og önnur kunnátta sé margfalt meiri
en hún var, þegar engir voru skólarnir,
og heimilin urðu að annast lestrar-
kennsluna, er sá grunur um of áleitinn
að lestrarkunnáttu þjóðarinnar sé
ábótavant og skriftinni ekki síður, þeg-
ar vér lítum á, hversu miklu fé og fyrir-
höfn er til þessa varið. Um skriftina má
það raunar segja að ef til vill verður
það fyrr en varir úrelt að halda á
penna, vélarnar koma í hans stað. En
um lesturinn getum vérvarla ímyndað
oss að kunnátta í honum verði óþörf,
þótt enginn kunni að sjá fyrir hvað
kann að gerast á vorri tölvu- og tækni-
öld. En snúum oss að því sem er, en
ekki óljósum framtíðarhugmyndum.
Mér og íleirum þykir sem mörg
teikn séu á lofti er bendi til að lestrar-
kunnáttan sé ekki eins góðog vera ætti.
Vér heyrum ofoft lesið rangt og stirð-
legar en ætla mætti eftir þann skóla-
gang, sem öllum unglingum er skylda
og hefir verið lengi. Og sú umræða,
sem verið heíir undanfarið um fram-
burö tungunnar þykir mér benda til
þess, að ef til vill megi rekja það sem
þar fer miður til ónógrar lestrarkunn-
áttu og leikni. Vel má vera að það stafi
afónógu viðhaldi lestrarkunnáttunnar
eftir að skyldunáminu lýkur, en hitt
leitar þó meira á hugann, að frum-
kunnáttunni sé eitthvað ábótavant.
En það er ekki einungis hér, sem
þetta er mönnum áhyggjuefni. Utan
úr löndum heyrum vér hinar sömu
umkvartanir, háværari ogstuddarenn
sterkari rökum en vér gerum oss grein
fyrir. Fyrir nokkrum mánuðum las ég
bók um sögu enskrar tungu heima og
erlendis, eftir amerískan fræðimann og
kennara. - Það má skjóta því inn að
bókin var bæði bráðskemmtileg og full
af nýstárlegum fróðleik. - En þegar
höfundur ræðir þróun tungunnar í
Ameríku, kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að verulegur hluti þjóðarinnar
sé ólæs, mig minnir hann tali um þriðj-
ung eða ef til vill var það helmingur, og
þessu er svona farið í einu af fremstu
menningarríkjum heimsins, þar sem
fullkomnir skólar eru á hverju strái, og
alltaf verið að kanna og rannsaka
kennslu og skóla, sálfræði og félagsvís-
indi. Nú og ekki alls fyrir löngu lásum
vér þá frétt í blöðum, að menntamála-
ráðherra Frakklands hafi komist að
þeirri niðurstöðu að mjög sé þcssum
hlutum ábótavant þar í landi, og gera
þurfi átak í grunnskólum landsins til
þess aö þar verði börnunum kennt
rækilega að lesa, skrifa og reikna.
Báðir þessir framámenn, ameríski
fræðimaðurinn og stjórnmálamaður-
inn franski, komast að ekki ósvipuðum
niðurstöðum um orsakir þessa vanda-
máls. Ameríkumaðurinn kennirólæsið
nýjum kennsluaðferðum og verður þar
einkum starsýnt á hljóðlesturinn, en
Frakkinn, að mér skilst af blaðafrétt-
unum, öllu hinu nýja skólakerfi.
Ekki skal ég dæma um hversu þessir
menn eru réttdæmir, en svo mikið er
víst, að ekki er unnt að skella með öllu
skollaeyrunum við því, er vér heyrum
þessar raddir frá menningarþjóðum
úti í heimi, og vér vitum, að þeir eru
ekki einir á báti um skoðanir sínar.
Vér höfum gert byltingu á öllu
skólakerfi voru á síðustu áratugum.
Margt í því var staðnað, svo að breyt-
inga var þörf í síbreytilegu þjóðfélagi,
en vér sóttum fyrirmyndir vorar til
annarra þjóða, sem orðið höfðu á und-
an oss með breytingarnar, og margt
var þar svo nýtt af nálinni, að engin
reynsla var fengin af hversu þær
myndu reynast. Margt var þar stofu-
lærdómur en ekki af lífinu sjálfu. En
segja dæmi þau, er ég hefi tilfært ekki
eitthvað í þá átt, að reynslan af nýj-
ungunum hafi ekki verið svo góð sem
skyldi? Ekki veit ég um hver umræða
hefir orðið um þessi mál í Ameríku, en
hitt er fullkunnugt, að franski mennta-
málaráðherrann hefir fengið margt
óþvegið orð í eyra fyrir ummæli sín og
atgerðir í skólamálunum. En vér get-
um samt ekki látið eins og ekkert sé.
Mjög eru nú háværar raddir meðal
vor um það, hvílík lífsnauðsyn
menntun og lærdómur sé. Slíkt virðist
nú jafnmikil sannfæring manna og það
var áður fyrr, ,,að bókvitið yrði ekki
látið í askana“. Sú hugarfarsbreyting
er af hinu góða og vonandi að full al-
vara sé að baki orðanna. Eg tek heils
hugar undir þær raddir, sem halda því
fram, að framtíð vor og frelsi hvíli á
114 Heimuerbezt