Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Page 3

Heima er bezt - 01.04.1985, Page 3
Æ Forsíðan: Guðrún Egilsdóttir er blómakona og myndlistar, en móðir hennar Svanhildur gerði lampann í horn- inu. Fagurt er að líta heim að Holtsseli. Nýja íbúðar- húsið er hægra megin á myndinni, en í baksýn hæsta fjall við byggð á Norðurlandi, Kerling. Steindór Steindórsson frá Hlöðum Lesa og skrifa list er góð Forystugrein 114 Gunnar Guðmundsson frá Hofi Kúfiskurinn Lýsing á gömlum veiðiaðferðum 137 Ólafur H. Torfason Það er hvergi hægt að búa ef ekki hér Viðtal við Guðrúnu Egilsdóttur, Holtsseli 116 ÁgústaB.Thors Móðir mín, Henriette Louise Svendsen Minningar 138 Hólmsteinn Helgason Skólaferð árið 1916 II. hluti ferðasögu 122 Hendingar Leiðrétting við vísu Heiðreks Guðmundssonar 142 Steindór Guðmundsson frá Stóra-Hofi Sauðaleitir Gnúpverja Minningar um horfna atvinnuhætti 126 Jón Kr. Guðmundsson Álög eða óhöpp? Þáttur um atvik í A-Barðastrandarsýslu 143 Óskar Þórðarson frá Haga Óvænt gestakoma Minning úr Skorradal 128 Rafnjónsson Perlurí mold 5. hluti framhaldssögunnar 144 Stefán Ágúst Séð um vesturgluggann Ljóð 129 Steindór Steindórsson frá Hlöðum Bókahillan Umsagnir um 7 bækur 149 Oddur Sigurðsson Mývatnssveit Landkynning Heima er bezt 2 130 Áratugir ævinnar Þula 151 Helgi Hallgrímsson Enn um álfa á Akureyri VI. þjóðtrúarþáttur höfundar 135 Ólafur H. Torfason Heimilisfangið er Blönduós Sagt frá Húnfjörðhjónunum og garði þeirra 152 sem bestri og fullkomnastri menntun og vil ég þá undirstrika sameinuðu bókviti og verksviti. Það tvennt má ekki skiljast að og ganga sína götuna hvort. En þegar allir eða a.m.k. flestir eru á einu máli um gildi og nauðsyn menntunar, er enn meira knýjandi að skóla- og menntakerfið fullnægi þeim kröfum, sem til þess eru gerðar. Og ég efast ekki um, að þeir sem staðið hafa að uppbyggingu hins nýja skólakerfis, hafi gert það af góðum hug og í því skyni að menntun þjóðarinnar mætti verða sem best. En ef það er rétt, sem hér hefir verið bent á, að undirstöðu- greinin, lesturinn sjálfur, sé ekki í fullu lagi hljótum vér að spyrja: Höfum vér ekki flýtt oss um of, gleymt sjálfri und- irstöðunni fyrir ljómanum af háreistri byggingu kerfisins? Agi er nauðsyn í öllu námi ef vel á að fara. Lestrarnám krefst mikils aga, það munum vér best sem gömul erum og byrjað var að kenna oss að þekkja stafrna. Agi virðist vera hálfgert bannorð í reglum og við- horfum hins nýja skóla. Kynni ekki svo að vera, að þar lægi dýpsta rótin að því að grundvöllurinn sé veikur? Eitt er víst, hér þarf að vera vel á verði og taka þarf öll þessi atriði til náinnar athug- unar, minnugir orða Eysteins Lilju- höfundar ,,að varðar mest til allra orða, að undirstaðan sé réttlig fundin“. Og lesturinn er undirstaðan. Heima er bezt 115

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.