Heima er bezt - 01.04.1985, Page 7
áhuga fyrir trjárækt, og pabbi tók fullan þátt í því. Elstu
trén eru um það bil jafn gömul mér. Því miður er ég hrædd
um að það verði ekki jafn auðvelt að rækta trjálund hér á
nýja bæjarstæðinu, því vegna þess hve héðan er víðsýnt
gefur líka auga leið að meira gustar um.
- Grund í Eyjafirði er sögufrægur staður og hér alveg í
grenndinni, lifðirðu þig sérstaklega inn í atburði sem hafa
gerst þar?
- Grundar-Helga og Helguhóllinn eru fastir punktar í
tilverunni hérna, ekki síst kannski vegna þess að kringum
hólinn hefur verið plantað trjám, en þar átti Helga að vera
heygð. Væri hóllinn rofinn átti kirkjan á Grund að brenna.
Annars held ég að mér hafi þótt merkilegast að ímynda
mér Jón skráveifu, fylgdarmann Smiðs Andréssonar í kam-
arauganu. Svo gerðist náttúrlega Víga-Glúms saga hér í
sveit að nokkru leyti. Hólminn Vitaðsgjafi er til dæmis
núna í landi Espihóls, kjarri vaxinn.
- Hefur það sérstök áhrif á ykkur að búa við rætur hæsta
fjalls við byggð á Norðurlandi, Kerlingarinnar sjálfrar?
- Hún ertalsverðurþátturítilverunni, aðalstoltiðokkar
kannski. Eg klifraði fyrst þangað upp þegar ég var tíu ára,
ásamt þýskum manni sem dvaldist á Grund. Mamma hafði
verið fengin til að leiðbeina honum upp, og ég flaut með.
En erfitt fannst mér það, þótt ekki geti nú talist beinlínis
hættulegt að klífa þetta fjall, enda mikið stundað. Bæði er
hægt að fara úr Glerárdal og sunnan eða norðan að, og
kannski erfiðast að fara beint hér upp af. Stefáni Stef-
ánssyni skólameistara á Akureyri þótti einu sinni skólapilt-
ar hafa verið grunsamlega lljótir að klífa Kerlingu, og
sagði, að þeir hefðu ekki farið nema á Jómfrúna, og hefur
það nafn síðan fest við strýtuna sem blasir við hér austan
í fjallinu. Sumir halda meira að segja, að hún sé Kerlingin
sjálf. En þótt Jómfrúin sé talsvert lægri en Kerlingin, er erf-
itt að komast upp á hana vegna lausagrjóts. Til dæmis sagði
einn þeirra pilta sem á undanförnum árum hefur klifið
Hraundranga í Öxnadal, að Jómfrúin væri erfið viðureign-
ar.
- Hvar finnst þér fallegt annars staðar á landinu en hér?
- Mér finnst yfirleitt fallegt alls staðar á landinu, nema
helst austur á Sléttu. Ég gæti áeint hugsað mér að búa þar.
Mér finnst miklu vinalegra á Ströndunum, í eyðifjörðunum
þar, þar sem ekkert undirlendi er og hrjóstrugt ef það
finnst. Ég vildi miklu fremur eiga heima þar.
- Nú ert þú deildarstjóri í Hrafnagilsdeild KEA, hvað
felur það í sér?
- Ég er eins konar tengiliður milli Kaupfélagsins og
bændanna í hreppnum, held einn fund á ári, undirbúnings-
fund fyrir aðalfund Kaupfélagsins að vori, safna sláturlof-
orðum og læt jafna niður sláturdögum að haustinu. Svo er
ýmislegt sem til fellur, en annars er þetta fremur veigalítið
embætti.
- Eru allir hér félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga, án
tillits til stjórnmálaskoðana eða annarrar skiptingar?
Guðmundur Jón Guð-
mundsson, sambýlismaður
Guðrúnar, fæddist á Sigmund-
arstöðum í Hálsasveit, Borgar-
firði, en fluttist þaðan kornung-
ur. Hann ólst upp í Reykjavík
og Hafnarfirði, en var í sveit á
sumrum, í Þykkvabæ og
Vopnafirði. Þar var hann hjá
föðursystur sinni, Sigríði Vig-
fúsdóttur á Ljótsstöðum, og
manni hennar Jóhanni Sigurðs-
syni, sem er fæddur þar, en
þekktasti sonur Ljótsstaða er
eflaust Gunnar Gunnarsson
skáld. Árið 1972 kom Guð-
mundur sem kaupamaður að
Rifkelsstöðum í Eyjafirði og fór
þaðan á bændaskólann á
Hvanneyri. Þaðan lá leiðin á
Brún í Reykjadal, S-Þing., en
eftir eins árs dvöl þar kom Guð-
mundur til þeirrar dvalar í Eyja-
firði sem hefur staðiðsíðan.
Mjaltabásinn er niðurgrafinn, þannig að enginn þarf að bogra eða flytja mjaltavélar. Kýrnar eru leystar af básunum í
röðum og koma sjálfar að maula heyköggla sem þeim eru skammtaðir í skálar, meðan mjaltir fara fram. 4 kýr standa
hvorum megin við mjaltabásinn. Guðrún segir að enn einn kostur þessa fyrirkomulags sé sá, að beiðsli kúnna leyna sér
ekki (enda standa 4 naut í grennd). Burður kálfa dreifist alveg jafnt yfir árið í Holtsseli. Starfið við mjaltirnar er mun
auðveldara.
Ef rafmagnið bregst (sem gerist örsjaldan nú orðið), hafa þau búnað til að tengja við drifskaft dráttarvélar ístaðinn.
Heimaerbezt 119