Heima er bezt - 01.04.1985, Side 8
- Já, hér eiga allir sín viðskipti við Kaupfélagið og eru
þarí reikningi.
- Erannaðútilokað?
- Það held ég. Annars hef ég aldrei hugsað svo langt!
Mjólkursamlag KEA tekur við mjólkinni og svipað er með
allar aðrar afurðir bænda hér.
- Hver er efnahagsleg staða bænda hér í sveitinni, að
þínumati?
- Miðað við ástandið annars staðar á landinu býst ég við
að staðan sé nokkuð góð hér. Annars fer þetta að miklu
leyti eftir því hvernig menn fóru út úr kvótaskiptingunni.
Við vorum stálheppin hér í Holtsseli, að því leyti að við
vorum búin að byggja og stækka, svo við fengum nógu stór-
an kvóta. Þeir sem eru með lítið eru eiginlega dæmdir til
að berjast í bökkum. Ég tel að meðalbúið sé alltof lítið, það
getur enginn lifað almennilega af því. Og lánin okkar nán-
ast hurfu í verðbólgunni, því við sluppum rétt áður en farið
varð að verðbindaþau. Svo viðgetum kallast heppin.
- Hvað finnst þér um opinbera landbúnaðarumræðu
núna?
- Það eru til menn í landbúnaði sem ekki ættu að vera
þar og koma illu orði á alla stéttina. En umræðan er samt
alltof neikvæð. Við íslendingar getum státað af því að vera
með bestu búvöruframleiðsluna miðað við flest öll ná-
grannalönd okkar, meira að segja Danir viðurkenna að við
séum ekki síðri en þeir í mjólkurafurðum, og þekkja þeir
þó mjólk eins og best gerist. Ég held það mundi mörgum
neytendum bregða við, ef það ætti til dæmis að fara að
flytja mjólkurvörur inn.
Forkælirinn, sem slöngurnar tengjast í hægra megin á
veggnum, snöggkœlir mjólkina úr mjaltakerfinu niður í um
6°. í forkœlinum rennur mjólkin hratt í gegnum fjölda
margar þynnur, en kalt vatn í þynnum allt um kring. Stúlk-
an er að furða sig á volgu afrennslinu Úr forkælinum.
- Hvernig má bæta upplýsingastreymið til borgarbú-
ans um það sem í raun er gert í sveitinni?
- Til þess að eyða þekkingarleysinu og sambandsleysinu
væri ef til vill best að hætta alveg að senda börn og unglinga
ísveit, en sendafullorðnafólkið í staðinn. Það hefur dregið
mjög úr sveitadvöl barna, bæði vegna aukinnar tækni í
sveitum, en líka hefur þeim hlutfallslega fækkað vegna
þess að sífellt fleiri búa í borg og bæ, en bændur týnt tölunni
á meðan. Sífellt færri Islendingar hafa komist í beina snert-
ingu við sveitina. Þess vegna var þetta kannski ekki svo vit-
laus hugmynd í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Dalalífi, að
stofna til sumarbúða fyrir fólk á sveitabæjum og gefa því
kost á að spreyta sig við landbúnað.
- En heimagisting á sveitabæjum, sem færist nú í vöxt
að bjóða að sumarlagi? Gæti hún ekki aukið skilning þétt-
býlisbúa?
- Ég held að hún dugi ekki til að kynna fólki sveitastörf,
því hún er í rauninni bara hótelgisting.
- Teljið þið hestamenn í þéttbýli ykkar bandamenn?
- Ekki þegar þeir stífla vegina fyrir okkur, svo varla er
hægt að komast leiðar sinnar heilu helgarnar, án þess að
vera í stórhættu að keyra þá niður. Yfirleitt eru þeir sjálf-
um sér og öðrum stórhættulegir í umferðinni. Þeir sinna
alltof lítið um að halda þessu utan vegar, eru vísir til að
stoppa á ræsi og láta hrossin ganga laus. Það vantar sér-
stakareiðvegi.
- Eruð þið með hross?
- Já, við eigum hross, en höfum ekki gefið okkur nokk-
urn tíma til að stunda hestamennskuna neitt. Mamma er
alltaf með eitthvað á járnum, og foreldrar mínir höfðu allt-
afhesta til taks.
- Sinnirðueinhverjum öðrum félagsstörfum en íKEA?
- Við höfum nánast engan tíma aflögu, búskapurinn
kallar á alla manns krafta meðan við erum bara tvö. Leyfi
maður sér einhvern auka tíma er þar með strax farið að
vanrækja annað í staðinn.
- Hvað gerist ef annað ykkar eða bæði veikjast? Getið
þið sótt aðstoð til afleysingaþjónustu bænda?
- Hún kemst ekki yfir það sem henni er ætlað. Meðan
það er bara einn maður fastráðinn á landinu til þess arna
er ekki von, að á þetta sé treystandi. Þar vantar fleira fólk
til starfa, svo þjónustan verði virk.
- Gætir þú hugsað þér að búa við aðrar skepnur en
kýr?
- Við höfðum nokkur svín um tíma úti í fjósi og ég varð
ekki vör við óþægindi eða lykt af þeim umfram kýrnar. Mér
finnst svín fallegar skepnur, ekki síst grísirnir hálfsmánað-
ar til þriggja vikna gamlir. Ogsvín eru afar þrifin.
Raunar þótti mér alltaf fé skemmtilegra en kýr, meðan
við höfðum hvort tveggja, en það er bara ekkert nema vit-
leysa að vera með fé hérna, því ekkert land er fyrir það.
Svo er tvöfalt erfiði að vera með blandað bú.
- Hvað ertu ánægðust með í þínum búskap?
- Eiginlega má maður aldrei vera ánægður, því þá er
hættast við stöðnun. Ætli það sé ekki affarasælast að vera
alltaf hæfilega óánægður.
120 Heima er bezt