Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 10
HÓLMSTEINN HELGASON Raufarhöfn Skólaferð árið 1916 Hólmsteinn Helgason Myndin var tekin 1983, þegar hann veitti viðtöku fálkaorðunni frá forseta Islands, nírœður að aldri. II HLUTI. Framhald í næsta blaði. t&ILSSTAÐIR Hólmsteinn Helgason, fyrrum kennari og bóksali á Raufarhöfn, sótti skóla um langan veg. Hann gekk fyrst í viku frá heim- ili sínu í Asseli á Langa- nesi til skips á Seyðisfirði, fór svo sjóleiðina til Reykjavíkur og loks Borgarness, áður en komið var á fyrirheitna staðinn: Hvítárbakka- skóla í Borgarfirði. Mikið var á sig lagt, og samgöngur voru ótrúlega erfiðar. Fjár til skóla- dvalarinnar hafði Hólm- steinn aflað sér í fiskvinnu í þorpinu á Skálum á Langanesi, sem nú eru í eyði. Hvítárbakkaskólinn er líka minningin ein, en andi hans lifir samt í Reykholtsskóla, arftak- anum. I Hólmsteinn var viku að ganga heiman frá sér, í Ásseli á Langa- nesi, til skips á Seyðisfirði. Síð- asta spölinn, frá Egilsstöðum, fór hann í stórhríð og myrkri. 7 Sjöunda og síðasta dag- leiðin, yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, reyndist þreytandi Við ferðafélagarnir neyttum morgun- verðar, áður en lagt var upp frá Egilsstöðum á Fjarðarheiði, og mun þá hafa nálgast hádegi, en nú lá okkur á. Það var, að vísu, áætlunardagur Botníu á Seyðisfjörð en Karl eða Páll höfðu haft símasamband við Seyðis- fjörð frá Fossvöllum og frétt það, að skipið mundi verða eitthvað á eftir áætlun, og nú var framundan síðasta dagleiðin. Við fórum nokkurn spöl vestan við Eyvindará upp á heiðina, og var þar nokkur bratti upp að fara og djúp og ljót gil í heiðarbrúninni. Ég hugsaði um það, að ekki væri gott að vera þar á ferð í stórhríð og nátt- myrkri, þar sem lítils háttar leiðar- skekkja gat hæglega leitt ferðamann í gilið, svo ekki segði meir af honum. En við fórum þarna ennþá í björtu veðri, en þungbúnu loftslagi og náð- um heiðarbrún skammt frá símalín- unni, sem við höfðum til vegvísunar. En við vorum ekki fyrr komnir á há- brún heiðarinnar, en á okkur skall norðaustan ofsarok, með hríð og renningi, sem úr varð sótsvart dimm- viðri. Við náðum fljótt símanum, sem ekki var langt undan, en gátum ekki haldið við hann, nema ganga hver á eftir öðrum með nokkru millibili og kallast á, þegar fyrsti maður fann símastaur, því sjaldan rofaði í vírana yfir höfðum okkar. Ferðalagið gekk því fremur hægt, og viðast var þungt fyrir fæti af snjósköflum, þó fann maður greinilega, að undanhallt var, en hvergi teljandi á fótinn. Eftir rúm- 122 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.