Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Page 11

Heima er bezt - 01.04.1985, Page 11
lega tvo klukkutíma í þessu dimm- viðri, birti jafn skyndilega og í þetta veður gekk, og varð úr krapahríð, hætti þá að renna snjónum, svo vel sá á milli símastaura. Þegar landið enn lækkaði, breyttist krapinn í rigningu, en veðurofsinn hélzt sá sami, gekk fremur til austurs á áttinni, en svarta- myrkur var komið, þegar við náðum brúninni, þar sem leiðin liggur niður dalinn fram af Seyðisfirðinum. Við urðum fljótt alvotir í þessu mikla úrfelli, því vatnsverjur vorum við ekki með á þessu ferðalagi. Jörðin var alauð, þegar niður í dalinn kom, og myrkrið svo svart, að tæpast sást, á hvað stigið var, en áfram var paufast þreyttum fótum út í kaupstaðinn, allt annað en vel til reika eftir þessa heið- arför. Þessa landleið hef ég aldrei far- ið síðan, þótt ég hafi nokkrum sinnum komið á Seyðisfjörð og eitt sinn dvalið þar þrjár vikur. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Við ferðafélagar skildum við brúna á Fjarðará. Páll og Karl fóru suður yfir brúna til gististaða sinna, sem þeir höfðu áður tryggt sér á einkaheimil- um hjá kunningjum, en við Sigurður áttum ekki vísan neinn gististað. Við vorum samt svo heppnir, að þegar við komum að brúnni, kom yfir hana maður, sem við stöðvuðum, og spurðum, hvar Þorsteinn Jónsson — Skála-Þorsteinn, byggi. Ég hugsaði mér, að hann gæti fyrir mér greitt, þar sem hann var með þá peninga mína, sem til skólavistar minnar voru ætl- aðir, og áður er um getið. Maðurinn kannaðist við Skála-Þorstein, þegar hann var svo nefndur, og bauðst til að fylgja okkur þangað. Annað fólk sá- um við ekki á ferli í bænum, og mun það hafa stafað af veðurfarinu. Leið- sögumaður fór með okkur Sigurð að nokkuð stóru, tvílyftu húsi um miðbik Öldunnar, þar sagði hann Þorstein búa og húsið heita Bifröst. Við svo búið hvarf leiðsögumaður á brott með þakklæti okkar ferðafélaganna. 8 Erfiðleikar við að fá gist- ingu á Seyðisfirði Við gerðum vart við okkur, og til dyra kom eldri kona. Við gerðum boð fyrir Þorstein, sem konan kvað heima vera. Hann kom von bráðar og með honum fóstursonur hans, sem líka hét Þor- steinn, ellefu, tólf ára gamall, og báru þeir kennsl á mig frá samveru okkar allra á Skálum á Langanesi sumarið áður. Ég spurði Þorstein eldri, hvort hann gæti veitt okkur tveimur gist- ingu. Hann snerist fúll við og neitaði algerlega þeirri bón, sagði ekki hjá sér vera neitt gistihús, en það væri hins vegar hér suður í bænum, og meira vildi hann ekki við okkur tala, en snaraðist inn. Steini litli, sem hann var alltaf kallaður á þeim árum, varð eftir hjá okkur, og bað ég hann nú að vísa okkur á gistihúsið. Var hann fús til þess, snaraðist inn og náði sér í regn- kápu, því ekki linnti rigningunni, og hélt með okkur suður undir Búðareyri og þar að nokkuð stóru húsi, sem hann kvað vera gistihúsið og heita Skaftfell. Ég náði fljótlega sambandi við hótelstjórann, sem hét Hjálmar Jónsson, að mig minnir. Hann var tengdasonur Baldvins bónda í Stakkahlíð í Loðmundarfirði og faðir Evu skáldkonu, sem margir munu kannast við. Hann kvað þar engan möguleika á gistingu, því þar væri hver kompa fullnýtt, því skipið fsland hefði komið norðan um land fyrir nokkrum dögum og látið þaðan í haf til útlanda en með því hefði komið margt fólk í veg fyrir Botníu á leið til Reykjavíkur, síldarvinnufólk frá Siglufirði, alþingismenn frá Norður- landinu á leið til Alþingis, auk ein- hverra fleiri ferðamanna. Hann kvaðst ekki hafa getað tekið við helmingnum af þessu fólki, og hefði það orðið að kjálka sér niður á einka- heimili um allan bæ. Þarna urðum við frá að snúa. En hvað var nú til ráða? Þeirri spurningu var nú beint til fylgdarmannsins, Steina litla. Hann hugsaði sig um stundarkorn en sagði síðan: „Ég held, að það sé ekki til neins að leita fyrir sér í húsunum í kring, þar mun hvergi autt rúm, en hérna skammt fyrir inn- an, upp undir hlíðinni, er bóndabýli, þangað væri reynandi að fara.“ Við samþykktum það, því undir þak vild- um við komast, og veitti ekki af, eins og við vorum til reika. Við komum á sveitabæinn, eftir fremur stutta göngu, og guðuðum þar á baðstofu- glugga. Að vörmu spori kom þar út maður, innan við miðjan aldur, og bárum við upp við hann erindið. Hann sagði svo þröngt þar, að ekki væri hægt við að bæta. „Er hér ekki heyhlaða?“ spurði Sigurður. Því var svarað játandi, og ef við gætum gert okkur það að góðu, væri þar gisting heimil. Sigurður vildi taka því boði og taldi, að það væri lakur skúti, sem ekki væri betri en úti, sem gamalt máltæki hermir, en mér leizt ekki vel á þá vist og lét það í ljós, svo votur, sem ég var frá toppi til táar. Steini litli skaut þá að orði og segir: „Þú kemur þá með mér, við reynum eitthvað enn.“ Þar með skildum við Sigurður, og verður síðar sagt frá honum. Steini litli hélt rakleitt austur á Öldu og heim í Bifröst með mig í eft- irdragi, og þegar við komum þar í anddyrið, bað hann mig að bíða and- artak og snaraðist inn. Hann kom eftir góða stund og bað mig að fylgja sér. Fórum við eftir stuttum gangi upp stiga, upp á aðra hæð, og þar inn í herbergi, sem búið var fremur fá- brotnum húsgögnum: gömlu borði, tveimur stólum og kommóðu, auk þess kolaofni til upphitunar og rúm- stæði með rúmfötum. Ég afklæddist nú vosi mínu, því Steini litli sagði mér, að þarna ætti ég að láta fyrirberast um nóttina, og varð ég því mjög feginn. Ég hafði í bak- poka mínum nærföt og sokka plögg, sem allt mátti heita þurrt, því pokinn var úr segli og mátti heita vatnsheld- ur. Steini litli hvarf nú frá mér, en kom aftur eftir litla stund og með honum kona, roskin að sjá. Hafði hún meðferðis eldivið í fötu, lagði í ofninn safnaði saman öllum mínum blauta Heima er bezl 123

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.