Heima er bezt - 01.04.1985, Side 14
Ekki veit ég um upphaf
þeirra atvinnuhátta
sem viðhafðir voru í
Gnúpverjahreppi fram
yfir 1940 og kallaðir
Sauðaleitir. Ég verð að
viðurkenna, að ég hef
ekki leitað að tilurð þeirra
aftur í aldir, en get hér
þess sem mér er tiltækt
um þennan þátt í bún-
aðarsögu Gnúpverja.
Ætla má að sauðaleitirnar eigi sér
nokkuð langa sögu, en þær voru í því
fólgnar að snemma vors, oftast um
sumarmál, var allt geldfé rekið til af-
réttar og þá inn í „Fell“, sem svo var
kallað. þ.e.a.s. inn í Búrfell, Skeljafell
og Stangarfell, sem lengst af var
fremsti hluti afréttar Gnúpverja, enda
lengi vel engin afréttargirðing á þess-
um slóðum.
Það er ekki fyrr en 1916 sem afrétt-
argirðingin kemur og þá úr Háafossi í
Þjórsá, sunnan í Sandafelli, á svipuð-
um slóðum og hún liggur nú. Það er
engan veginn víst, að þó að afréttar-
girðingin væri komin hafi verið rekið
inn fyrir hana, en aðeins rekið í Fellin
eins og áður. 1938 eru Fellin hins
vegar komin í umsjá Skógræktar rík-
isins, þá er Þjórsárdalurinn girtur.
Afréttargirðingin fellur inn í þá girð-
ingu og er þá breytt lítilsháttar. Eftir
þann tíma var ekki um annað að ræða
en að reka innfyrir girðingu, enda
gengið fast eftir því af ráðamönnum
skógræktarinnar og umsjónarmönn-
um.
Tilgangurinn með því að reka féð
svona snemma til afréttar hefir vafa-
laust verið sá, í flestum tilfellum, að
létta á fóðrum, því hey hafa víða verið
STEINDÓR GUÐMUNDSSON,
frá Stóra-Hofi
Sauðaleitir Gnúpverja
af skornum skammti og talið að vor-
gróðurinn myndi nægja fénu til
framfæris, enda kraftmikill þegar
hann kemur undan snjónum. Elti féð
snjóröndina eftir því sem snjóinn tók
upp inneftir afréttinum en aðeins var
um geldfé að ræða, þ.e.a.s. sauði og
gemlinga.
Ekki er fyllilega ljóst, hversu margir
bændur á þessum slóðum notfærðu
sér þennan „vorrekstur“, en það er
ljóst að velflestir uppsveitarbændur og
jafnvel fleiri, ráku geldfé inn 1 „Fell“
um sumarmál, meðan þátttakan var
mest á síðustu öld og fram á þessa. Að
minnsta kosti var það svo árið 1882,
þegar aftaka veður gerði í maí það ár
og margir misstu fé þarna innfrá, m.a.
Sigurður stórbóndi Jónsson á Stóra-
Núpi (síðar í Hrepphólum). Og oftar
hefir gert þarna áhlaup þó það hafi
ekki valdið neinu verulegu tjóni.
Það virðist sem menn hafi hætt
þátttöku í sauðaleitum, þegar kemur
nokkuð fram á þessa öld. Þá virðist
sauðum fara að fækka og er líklegt að
fækkun sauða standi í beinu sam-
bandi við mjólkursöluna sem hófst
hér í sveitinni á þriðja áratugnum.
Þegar svo sauðfjárpestirnar bárust til
landsins 1935, hættu flestir að hafa
sauði. Því fór svo, að síðustu árin sem
sauðaleitir voru viðhafðar, var rekið
svo snemma vors aðeins frá einum
bæ, þ.e.a.s. frá Haga, en síðustu
sauðirnir þar voru felldir 1942 ogfarið
í síðustu sauðaleitina 1941. Þar höfðu
lengst af verið 160-170 sauðir og um
100 gemlingar. Þar drapst fyrsta
kindin úr mæðiveiki á útmánuðum
1941, en síðustu hrútlömbin gelt þar
vorið 1940, (en sauðirnir þar voru
velflestir vorgeldingar).
Farið var í sauðaleitirnar seint í júní
eða snemma í júlí, allt eftir því
hvernig voraði, en reynt var að ljúka
smölun afréttarins áður en almennt
var farið að reka til fjalls. Grenjaleitir
fóru fram á svipuðum tíma eða
nokkru fyrr.
Svolítið var misjafnt, hvað fara
þurfti langt inn á afréttinn í sauða-
leitum, sem byggðist á því hvað vel
voraði. Venjulegast var farið inn að
Kisu, því oftast var féð komið inn í
Norðurleit, en sjaldan lengra. Þó
skeði það vorið 1930, að þegar smal-
arnir komu inn að Kisu var sýnt, að
nokkrar kindur voru komnar inn yfir
ána og sást ekkert til þeirra. Þær
höfðu farið yfir á skafli, sem myndaði
brú í gljúfrinu austan við gangna-
mannakofann í Kjálkaverinu. Þarna
var í forustu „Útigöngumóri“ sem svo
var kallaður (samb. Göngur og réttir I
bls. 260). Hann hafði ekki lagt í ána,
en fundið þessa leið og tók 6 sauði
með sér. Þeir voru svo í Arnarfells-
múlum um haustið. En Móri var
fóðraður á Skriðufelli veturinn áður.
Komið gat það fyrir, að Dalsá væri
ófær og varð þá að sleppa Norður-
leitinni í það sinn.
Venjulegast fóru sauðaleitararnir í
tvennu lagi. Fyrst fóru þrír menn sem
fara skyldu eins langt og þurfa þótti
eða komist varð, og smöluðu fram
austurhluta afréttarins, þ.e.a.s. öræf-
unum fram að Skúmstungnaheiði og
Fossheiði. Komu þeir venjulega að
kvöldi annars dags fram í Gljúfurleit.
Degi seinna fóru svo fjórir menn og
héldu þann dag inn í Hólaskóg.
Smöluðu þeir venjulega „Fellin“ með
sér á inneftirleið. Næsta morgun eld-
snemma héldu þeir svo inn afréttinn
að vestan og smöluðu Fossheiðina og
inn í Kistuver og héldu síðan fram
Skúmstungnaheiði og niður í Skúms-
tungur, og ef allt gekk að óskum og
þoka eða annað tafði ekki, áttu þeir að
hitta innanmenn þar, en þeir höfðu þá
farið snemma úr Gljúfurleit. Síðan
126 Heimaerbezt