Heima er bezt - 01.04.1985, Page 15
smöluðu allir það sem eftir var þ.e.a.s.
Sandafell, Karnesing og Hólaskóg.
Oft var erfitt í þessum sauðaleitum,
landið oft mjög blautt og þurfti því að
hafa duglega hesta, og ekki óalgengt
að smalar lentu í að elta „sauði
skjarra“. Og ef áætlunin stóðst og
ekkert hamlaði veður eða annað var
smölun lokið um hádegi. Og nú var
ekki til setunnar boðið, því eftir að
menn höfðu fengið sér matarbita var
tekið til við rúninginn, því ekki veitti
af deginum til þess að ná ullinni af
fénu og oft var komið fram á nótt,
þegar því var lokið. Það var líka mikils
virði að veður væri þurrt, þvi rúningur
í rigningu er sóðaverk.
Heldur þótti erfitt að rýja það fé,
sem kom fyrir í sauðaleitum. því ullin
vildi vera flókin á hálsi og víðar, eftir
að féð hafði verið að sulla í ám og
vötnum, og ekki var laust við að
sandur væri þar einnig. En nú höfðu
fleiri bæst í hópinn, ekki síst á seinni
árum, eftir að farið var að sækja ullina
á bíl, þá komu oft einhverjir aðstoð-
armenn með bílstjóranum, sem ætíð
var Haraldur Georgsson bóndi og
sérleyfishafi í Haga. Á meðan ullin var
flutt á hestum úr Hólaskógi fram að
Haga hafði það verið talinn 5 tíma
lestagangur (25 km).
Nú var tekið til við rúninginn og
ekki slakað á, þar til honum var lokið,
aðeins tekinn biti og kaffisopi á
hlaupum, þegar menn fór að svengja.
Og ekki dugði annað en hafa tölu á
því sem rúið var, og var sú venja við-
höfð, að einn og sami maðurinn skyldi
telja saman. Og skyldi hver og einn
láta vita, þegar hann hefði rúið hverja
kind og hvort það var sauður eða
gemlingur. Á þeim árum sem ég tók
þátt í þessum sauðaleitum var það
sami maðurinn sem hafði þennan
Hjálparfoss í Þjórsárdal. Stundum
voru sauðirnir réttaðir á Hjálp.
starfa á hendi. Sá hét Jón Þorkelsson
og var lengi vinnumaður í Haga, og
það heyrðist æði oft kallað „Jón
sauður“ eða „Jón gemlingur“, en
sjaldan heyrðist „Jón rolla“, þó það
kæmi fyrir, því lambær áttu ekki að
vera þarna. Það voru aðeins þær sem
höfðu tekið forskot á sæluna og voru
að strjúka til afréttar og þá þurfti
venjulega að marka undir þeim líka.
En Jón hafði hjá sér langa spýtu og
vasahníf og gerði skoru við hverja
kind, sauðina öðrum megin en geml-
ingana hinum meginn. (Það voru
bæði gimbrar og geldingar).
Þegar svo rúningi var lokið, sem gat
verið síðla kvölds eða jafnvel kominn
nýr dagur, var öll ullin og farangurinn
drifinn upp á bíl og mannskapurinn
líka, nema tveir menn sem fóru fram
með hestana og gjarnan annar mað-
urinn frá Haga, því venjulega tóku
þátt í sauðaleitum menn frá öðrum
bæjum, þó fátt ættu þeir af fé á seinni
árum.
Réttarstaður í sauðaleitum var ekki í
Hólaskógi fyrr en eftir að afréttar-
girðingin kom 1916. Áður var rekið
saman í Skeiðamannahólma eða
jafnvel á Hjálp. Árið 1938, þegar
Skógræktin setti upp nýja girðingu
þarna í Hólaskógi, var hún færð
norðar en sú gamla, svo að réttin sem
staðið hafði við hana í um 20 ár var nú
orðin næstum inn í miðju gerði. Var
því sýnt, að byggja þyrfti nýja rétt, sú
gamla orðin léleg enda byggð úr torfi.
Síðasta sunnudag í júní 1939 fóru 6
menn saman frá Haga saman inn á
afrétt og höfðu hestvagn meðferðis.
Héldu allir hópinn inn í Hólaskóg.
Þegar menn höfðu áð og matast í
Hólaskógi héldu þrír menn áfram til
að smala innafréttinn. En það voru
þeir Jón Þorkelsson, sem áður er getið
og hafði margar sauðaleitir að baki,
Sigurgeir Þorsteinsson og Gestur
Guðbrandsson frá Kaldbak sem oft
var vetrarmaður í Haga. Þrír urðu
eftir til að byggja nýja rétt, en það
voru auk höfundar þeir Þorgeir Sig-
urðsson úr Hafnarfirði, sem búinn var
að vera mörg sumur kaupamaður í
Haga, og Guðmundur Sveinsson frá
Skáldabúðum (síðar á Stóra-Núpi og
Haga).
Við hófumst nú handa við réttar-
bygginguna og ókum grjótinu á hest-
vagninum úr hrauninu fyrir austan
gerðið. Við unnum þarna langt fram á
kvöld og allan mánudaginn, en þá
kom til liðs við okkur Jóhann Ólafs-
son bóndi á Skriðufelli, og réttar-
byggingunni var líka lokið á tilsettum
tíma. Næsta morgun áttum við svo að
hefja smölun eldsnemma, en þá
grúfði þoka yfir öllu, svo við gátum
ekki hafið smölun fyrr en klukkan 9
svo allt var þetta heldur seint á ferð-
inni. Eins var það hjá þeim sem inn úr
fóru. Allt tókst þetta, en heldur í
seinna lagi.
Þeir sem að innan komu höfðu frá
ýmsu að segja, m.a. lentu þeir í viður-
eign við tófu í Gljúfurleit og unnu á
henni, og þá fyrst og fremst hundur
sem með þeim var, gulstrútóttur frá
Haga, alþekktur tófubani og lauk
lokaviðureign þeirra í hyl í Gljúfrará.
Oft kom fyrir að útigangar fundust í
sauðaleitum. Vorið 1940 kom fram
geld ær frá Ásólfsstöðum í Skeljafelli
og var talið fullvíst að hún hefði
gengið úti þar um veturinn.
Vorið 1941 fundu sauðaleitarar
þrjár rytjur á mel, sem er á vestan-
verðu Kjálkaverstagli, höfðu þær
orðið þar úti um veturinn. Þessar
kindur urðu eftir haustið áður í eftir-
leitinni, að fullvíst er talið, og ofanvert
við Kjálkaverið, síðan gengið um vet-
urinn í Kjálkaverinu og bökkunum
fram af því, að talið er. Þetta voru
tvær veturgamlar gimbrar með lömb-
um og sannaðist það á hornunum,
sem sauðaleitarar komu með (þær
voru frá Þjórsárholti og Hamars-
heiði). Af hornahlaupum mátti sjá, að
þær hafa lifað langt fram á vetur. En 1
mars þetta ár gerði mikið norðanveð-
ur og er talið að þær hafi farist þá,
hrakið út á melinn og hreinlega slegið
niður, hvort sem bæði lömbin hafa
verið með þeim þá eða það hefir
hrakið í Þjórsá, en annað lambið
vantaði.
Nú eru liðin yfir 40 ár síðan sauða-
leitirnar lögðust niður og verða sjálf-
sagt aldrei vaktar upp aftur, en það
var eftirtektarvert, að það fé sem
smalað var í sauðaleitum á vorin,
gekk innarlega á afréttinum yfir
sumarið, — það sást ekki fram við
girðingu.
Heimaerbezt 127